Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tólf af sautján starfsmönnum Rannsóknarmiðstöðvar rannsóknarverkefna sem Íslensk erfðagreining rekur var sagt upp störfum í gærmorgun. Uppsagnirnar tengjast lokun miðstöðvarinnar eftir að stóru heilsurannsókn fyrirtækisins lauk. Viðskipti innlent 30.11.2024 14:17
Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Landeldisfyrirtækið First Water hefur náð samkomulagi við Landsbankann og Arion banka um 80 milljón evra fjármögnun, sem samsvarar um 12 milljörðum íslenskra króna. Viðskipti innlent 29.11.2024 13:16
Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Landsvirkjun og Fossvélar ehf. á Selfossi hafa samið um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar. Fossvélar munu meðal annars leggja veg að væntanlegu stöðvarhúsi og undirbúa plan undir vinnubúðir. Í þessum verkum felst upphaf eiginlegra virkjunarframkvæmda á svæðinu, en öll leyfi voru í höfn í lok október. Viðskipti innlent 29.11.2024 12:57
Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent 28.11.2024 15:16
Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent 28.11.2024 11:32
Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Landsvirkjun hefur samið við þýska vindmylluframleiðandann Enercon um kaup, uppsetningu og rekstur á 28 vindmyllum sem settar verða upp í Búrfellslundi við Vaðöldu. Vindmyllurnar 28 kosta tuttugu milljarða króna. Viðskipti innlent 28.11.2024 10:46
Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Fyrstu skóflustungurnar að nýju vinnsluhúsi landeldisfyrirtækisins First Water voru teknar á Laxabraut 19 í Þorlákshöfn í fyrradag. Þegar vinnsluhúsið rís verður það eitt stærsta vinnsluhús landsins, alls 30.500 fermetrar. Viðskipti innlent 28.11.2024 10:27
Steyptu fyrsta gullmolann Íslenska námafyrirtækið Amaroq hefur tilkynnt að fyrsta framleiðsla og steypun á gulli hafi átt sér stað í Nalunaq gullnámu félagsins í Suður-Grænlandi. Viðskipti innlent 28.11.2024 09:55
Verðbólgan komin undir fimm prósent Verðbólga mælist nú 4,8 prósent og hefur ekki verið minni síðan í október árið 2021. Hún hjaðnar um 0,3 prósentustig milli mánaða. Viðskipti innlent 28.11.2024 09:05
Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Hagar hafa undirritað endanlegan kaupsamning vegna kaupa á færeyska verslanarisanum P/F SMS. Félagið rekur átta Bónusverslanir í Færeyjum, fjórar smærri verslanir í Þórshöfn undir nafninu Mylnan og stórverslunina Miklagarður í Þórshöfn. Viðskipti innlent 27.11.2024 16:59
Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Síminn hefur veitt forstjóra og tveimur framkvæmdastjórum kauprétt að samtals 22.500.000 hlutum í félaginu. Kaupréttur er veittur á hlutabréfum á grunnverðinu 12,31 króna á hlut, sem gerir grunnkaupverðið alls um 277 milljónir króna. Forstjóri fær helming kaupréttarins. Viðskipti innlent 27.11.2024 11:53
Helena til Íslandssjóða Helena Guðjónsdóttir hefur verið ráðin til að leiða viðskiptaþróun og sjálfbærni fyrir Íslandssjóði. Viðskipti innlent 27.11.2024 11:00
Two Birds verður Aurbjörg Fjártæknifyrirtækið Two Birds, sem er rekstraraðili og eigandi fjártæknivefsins Aurbjorg.is, hefur ákveðið að breyta nafni félagsins í Aurbjörg ehf. Viðskipti innlent 27.11.2024 09:53
Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Íslenska netöryggisfyrirtækið Varist ehf., áður dótturfélag OK (Opin kerfi), hefur tryggt sér 975 milljónir króna í nýtt hlutafé. Viðskipti innlent 27.11.2024 08:58
Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Pítsastaðnum Blackbox í Borgartúni hefur verið lokað. Ekki hefur náðst í forsvarsmenn staðarins en viðskiptavinir sem áttu staðinn bókaðan komu að læstum dyrum um helgina. Viðskipti innlent 26.11.2024 17:52
Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Edda Rut Björnsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri innanlandssviðs hjá Eimskip. Harpa Hödd Sigurðardóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri mannauðs- og samskiptasviðs í stað Eddu Rutar. Viðskipti innlent 26.11.2024 17:04
Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Feðgarnir Skarphéðinn Berg Steinsson, fyrrverandi ferðamálastjóri, og Steinar Atli Skarphéðinsson hafa stofnað ráðgjafafyrirtækið Múlanes. Fyrirtækið mun sjá um sérhæfða rekstrarráðgjöf fyrir ferðaþjónustu. Viðskipti innlent 26.11.2024 16:53
Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Magnús Már Leifsson hefur verið ráðinn forstöðumaður Premíu hjá Arion banka. Viðskipti innlent 26.11.2024 13:25
Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Birta Ósk Theodórsdóttir hefur verið ráðin tæknistjóri Akademias og Jenna Kristín Jensdóttir hefur verið ráðin fræðslustjóri sama félags. Viðskipti innlent 26.11.2024 11:02
Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Rekstur Orkuveitunnar skilaði 5,1 milljarðs króna afgangi fyrstu níu mánuði ársins. Það er 44 prósenta aukning frá sama tímabili fyrra árs og góð undirstaða fyrirhugaðs vaxtar Orkuveitunnar á næstu árum, að mati Sævars Freys Þráinssonar forstjóra. Viðskipti innlent 26.11.2024 10:35
Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Afnám stimpilgjalds við fasteignakaup, aukin orkuöflun, áframhaldandi innflutningur jarðefnaeldsneytisbíla og samræmt námsmat við lok grunnskólagöngu eru þau mál sem njóta mesta stuðnings þátttakenda í kosningaprófi Viðskiptaráðs í aðdraganda alþingiskosninga. Viðskipti innlent 26.11.2024 08:13
Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Nýtt lógó breska lúxusbílaframleiðandans Jaguar markar ákveðna stefnubreytingu hjá félaginu að sögn eiganda vörumerkjastofu. Merkið er umdeilt en með breytingunni séu vígtennurnar dregnar úr jagúarnum. Viðskipti innlent 23.11.2024 22:21
First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Landeldisfyrirtækið First Water og Ísfélag hf. hafa samið um að fyrrnefnda fyrirtækið leigi húsnæði og aðstöðu hjá því síðarnefnda í Þorlákshöfn. Engin vinnsla hefur verið í húsnæðinu frá því í september. Viðskipti innlent 23.11.2024 14:07
Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Merkjaklöpp ehf. hefur ráðið Ellert Jón Björnsson í stöðu fjármálastjóra fyrirtækisins og hefur hann þegar hafið störf. Viðskipti innlent 22.11.2024 16:31
Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Mæðgurnar og eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi þær Ingunn Guðmundsdóttir og Þórdís Sólmundsdóttir hafa selt pylsuvagninn, sem stendur við Ölfusárbrú. Nýju eigendurnir eru þau Fjóla Steindóra Kristinsdóttir, fyrrverandi bæjarstjóri í Árborg og núverandi bæjarfulltrúi og Snorri Sigurðarson, athafnamaður. Þau taka við rekstrinum 1. janúar 2025. Kaupverð er trúnaðarmál. Viðskipti innlent 22.11.2024 14:59
Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Íslenska ríkinu hefur verið gert að greiða þrotabúi Torgs ehf., útgáfufélags Fréttablaðsins, fjórtán milljónir króna vegna riftunar greiðslu félagsins á virðisaukaskatti. Viðskipti innlent 22.11.2024 14:44