Menning

Ástríða fyrir hallærislegum og klisjukenndum kvikmyndum

„Það er búið að rúlla út rauða dreglinum, ljóskastararnir lýsa upp innganginn að Bæjarbíói. Strandgate-kvikmyndahátíðin, aðeins þetta eina kvöld, og öllu er tjaldað til,“ segja viðburðarhaldarar sem standa að baki hinni svokölluðu Strandgate kvikmyndahátíð. Blaðamaður tók púlsinn á Kötlu Þórudóttur Njálsdóttur sem svaraði fyrir hönd teymisins.

Menning

Ástin í öllum sínum formum

Parið Unnur Guðrún Þórarinsdóttir og Sigríður Hermannsdóttir sameina krafta sína í þágu hinsegin samfélagsins með sölu á listaverkum. Salan rennur til Samtakanna '78 og Hinseginleikans, sem bæði vinna mikilvægt og kraftmikið starf. Blaðamaður tók púlsinn á þeim Unni og Sigríði.

Menning

„Hér munu hlutir fæðast“

Listakonan Júlíanna Ósk Hafberg opnar svokallað pop-up stúdíó og gallerí að Bankastræti 12. Hún fagnaði þrítugs afmæli sínu í síðustu viku og í tilefni af því mun hún halda sameiginlegt afmælisteiti og opnun á galleríinu í dag frá klukkan 17:00-20:00. Blaðamaður tók púlsinn á Júlíönnu og fékk að heyra nánar frá.

Menning

Eitruð vinnu­staða­menning krufin undir berum himni

Hólmfríður Hafliðadóttir og Magnús Thorlacius sýna lokasýningu útileikhúsverksins Flokkstjórans klukkan átta í kvöld. Hugmyndin spratt út frá reynslu Hólmfríðar af vinnustað þar sem yfirmenn gripu ekki inn í eitraðan vinnustaðakúltúr og tóku ekki einu sinni barnaklámssendingar milli ungra starfsmanna alvarlega.

Menning

40 ár frá fyrstu einkasýningunni

Listakonan Heidi Strand opnar sýninguna Heiði og strönd á Hlöðuloftinu að Korpúlfsstöðum á morgun. Í forgrunni verða textílverk hennar sem eru 70 talsins og eru flest unnin á tímabilinu 2015 til dagsins í dag.

Menning

Enginn skilinn eftir

Viðburðurinn og fjáröflunin no h00man left behind fer fram á morgun í Post-húsinu að Skeljanesi 21 en fjölbreyttur hópur tónlistarfólks kemur þar fram í nafni mannréttinda. Natka Klimowicz er einn af skipuleggjendum viðburðarins en blaðamaður tók púlsinn á henni og fékk að heyra nánar frá þeim málefnum sem þessi fjáröflun er að leggja áherslu á.

Menning

„Hann er svolítið að skíta upp á bak í lífinu“

Haraldur Ari Stefánsson fer með hlutverk Ása í nýju hljóðseríunni Skerið sem kom út í sex pörtum hjá Storytel. Sjálfur ólst hann upp við að hlusta á útvarpsleikrit á kasettu með bræðum sínum fyrir svefninn en pabbi hans, Stefán Jónsson, hefur einnig leikið í nokkrum slíkum.

Menning

„Fullnægjandi að segja satt“

Rithöfundurinn og lífskúnstnerinn María Elísabet Bragadóttir er að senda frá sér nýja bók í dag. Bókin ber nafnið Sápufuglinn og verður útgáfunni fagnað í Mengi í dag klukkan 17:00 ásamt Brynju Hjálmsdóttur, sem er að gefa út leikverkið Ókyrrð. Blaðamaður tók púlsinn á Maríu Elísabetu og fékk nánari innsýn í hennar skapandi hugarheim.

Menning

Hafa byggt upp stærsta æðar­varp landsins í 22 ár

Fuglaþorpið Sævarendi er í Loðmundarfirði en þar er sennilega stærsta æðarvarp á Íslandi, með um sexþúsund hreiður og tólfþúsund fugla. Hjónin Ólafur Aðalsteinsson og Jóhanna Óladóttir eru æðarbændur af lífi og sál og hafa byggt upp æðarvarpið í Sævarenda í 22 ár. Ljósmyndarinn Rax heimsótti hjónin og tók myndir af æðarvarpinu og íbúum þess.

Menning

„Viljum fá fólk til að koma auga á það sem hér leynist“

Finnbogi Pétursson myndlistarmaður opnar sýningu í Hillebrandtshúsinu í gamla bænum á Blönduósi á morgun klukkan 16:00. Um er að ræða nýtt verk eftir listamanninn sem fengið hefur nafnið FLÓI. Hjónin Finnur Arnar og Áslaug Thorlacius standa fyrir sýningunni en blaðamaður tók púlsinn á Finni.

Menning

Listrænt ferðalag til Aþenu í gegnum sýndarveruleika

Sýningin Dialectic Bubble opnaði á dögunum í Listval, Hörpu. Verkið var unnið af samstarfsteyminu „It's the media not you!“ sem eru þær Eva Ísleifs, Katrín Inga Jónsdóttir Hjördísardóttir og Rakel McMahon. Næstkomandi laugardag, 2. júlí, klukkan 14:00 verður listamannaspjall á staðnum þar sem gestum og gangandi gefst kostur á því að fræðast um verkið.

Menning

LungA: Gleði, sjálfsþekking, elskendur, nýir vini og góðar minningar

LungA hátíðin fagnar nú 22 ára afmæli sínu og hefur fest sig í sessi sem ein framsæknasta lista- og menningarhátíð landsins. Í ár verður hátíðin haldin dagana 12. - 17. júlí en blaðamaður tók púlsinn á Tinnu Sigurðardóttur sýninga- og listviðburðastjóra LungA og fékk að heyra nánar frá hátíðinni.

Menning

„Þannig varð nekt mjög eðlilegt viðfangsefni fyrir mér“

Listamaðurinn Mateusz Hajman stendur fyrir einkasýningunni Sirens of Poland á Café Pysju en sýningin opnar klukkan 14:00 á morgun, laugardaginn 25. júní. Hajman, sem kemur frá Póllandi, er talsvert þekktur meðal sinnar kynslóðar í heimalandinu og víðar, sérstaklega fyrir nektarljósmyndir sínar af ungum konum. Á þessari sýningu býður hann upp á fjölbreytt úrval ljósmynda með sumarþema og nekt en blaðamaður tók púlsinn á honum og fékk að heyra nánar frá hans hugarheimi.

Menning

Styrkja og efla listrænar raddir úr öllum áttum

FLÆÐI verður með listasýningu á RUSL fest í ár dagana 28. júní - 1. júlí þar sem fjölbreytt flóra listafólks kemur saman úr öllum áttum. Antonía Berg og Steinunn Ólína eru sýningarstjórar FLÆÐIS á hátíðinni en blaðamaður tók púlsinn á þeim og fékk nánari innsýn í galleríið og þann fjölbreytileika sem samtímalistafólk býr yfir.

Menning