Menning

Vilja vekja athygli á því að rusl er gull

RUSL Fest er lista- og hönnunarhátíð sem haldin verður dagana 27. júní - 2. júlí næstkomandi í Gufunesi, nýju hverfi skapandi greina í Reykjavík. Blaðamaður hafði samband við Narfa, einn af forsvarsmönnum hátíðarinnar, og fékk að heyra nánar frá ferlinu á bak við RUSL Fest.

Menning

Lína langsokkur eða Lóa langsokkur?

Fyrst þegar Pippi Långstrump eftir Astrid Lindgren var þýdd á íslensku hét söguhetjan ekki Lína langsokkur, eins og við þekkjum hana í dag, heldur Lóa langsokkur. Ármann Jakobsson, íslenskufræðingur og rithöfundur, vakti athygli á þessu á Twitter í gær.

Menning

Lofsyngur Britney þrátt fyrir að hafa ekki fengið boð í brúðkaupið

Lynne Spears, móður Britney Spears, var ekki boðið í brúðkaup dóttur sinnar sem fram fór um helgina. Þrátt fyrir það fann hún sig knúna til að lofsyngja dóttur sína í ummælum undir Instagram-færslu Britney úr brúðkaupinu. Hvorki Jamie Spears, föður Britney, né Jamie Lynn Spears, systur hennar, var heldur boðið.

Menning

Dauðagríma Napóleons setti lífið í nýtt samhengi

Í nýjasta þætti af Kúnst fáum við innsýn í hugarheim framtíðar listamanna samfélagsins við heimsókn á útskriftarsýningu myndlistar- og hönnunarnema við Listaháskóla Íslands. Rætt var við fjóra útskriftarnemendur af bæði myndlistar- og hönnunarbraut.

Menning

KÚNST: Inn­sýn í fram­tíðar­heim listarinnar

Í þessum áttunda og jafnframt lokaþætti af Kúnst þar til í haust heimsóttum við útskriftarsýningu myndlistar- og hönnunarnema við Listaháskóla Íslands. Sýningin bar titilinn Verandi vera og var sýnd á Kjarvalsstöðum dagana 21. til 29. maí.

Menning

Rannsóknarsýning á samskiptum íslenskra listamanna og ungverskra listamanna á áttunda áratugnum

Listasafn Árnesinga opnar sýningu í dag klukkan 15:00 sem ber nafnið Eruð þið ánægð ef þið megið spyrja um eitthvað? Sýningin er rannsóknarsýning ungversks listfræðings, Zsóka Leposa, á samskiptum íslenskra listamanna og ungverskra listamanna á áttunda áratugnum. László Százados er aðstoðarsýningarstjóri og starfar jafnframt við Listasafn Ungverjalands í Búdapest.

Menning

Rauði þráðurinn er hundur að skíta

Listamaðurinn Þorvaldur Jónsson (f.1984) opnar sýninguna Hundurinn er til staðar í NORR 11 í dag klukkan 16:00. Sýningin er unnin með Listval og rauður þráður sýningarinnar er hundur að skíta. Blaðamaður hafði samband við Þorvald og fékk að forvitnast um sýninguna.

Menning

„Líf mitt er meira og minna bara einn gjörningur“

Snorri Ásmundsson er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst. Hann er listamaður sem takmarkar sig ekki við einn listmiðil, ber marga hatta og er meðal annars gjörningalistamaður, myndlistarmaður, lífskúnstner og frambjóðandi svo eitthvað sé nefnt.

Menning

„Myndlist er svo fjölbreytt og víðfeðm“

Listval stendur að myndlistarsýningunni Mens et Manus sem opnaði á síðastliðinn föstudaginn við hátíðlega athöfn í íslenska sendiráðinu í Kaupmannahöfn. Er sýningin sú fyrsta í röð sýninga sem Listval mun setja upp í sendiráðinu. Blaðamaður tók púlsinn á Helgu Björg Kjerúlf og Elísabetu Ölmu Svendsen, eigendum og stjórnendum Listvals.

Menning

„Frábært samtal sem ég mæli með fyrir öll sem vilja skilja, breyta og bæta“

Næstkomandi miðvikudag 25. maí fer fram annar viðburður í viðburðaröðinni „Í liði með náttúrunni – náttúrumiðaðar lausnir og áhrif þeirra í víðu samhengi“ í Norræna húsinu ásamt því að vera í beinu streymi. Þessi viðburður ber nafnið Heilbrigð jörð - Heilbrigt líf og fer fram frá klukkan 16:00-18:00. Fundarstjóri er Katrín Oddsdóttir en blaðamaður tók á henni púlsinn og fékk að heyra nánar frá þessu framtaki.

Menning

Segja lýðheilsumál að áhugaleikfélögin haldi velli

Hlaðvarpið Samlestur - leikhúsvarp fór af stað nú á dögunum og er um að ræða skemmtiþátt sem í leiðinni veitir öllum áhugaleikfélögum verðskuldaða athygli. Þau Lilja Guðmundsdóttir og Viktor Ingi Jónsson standa fyrir framtakinu en blaðamaður tók á þeim púlsinn.

Menning

„Höfðum feimið fólk í huga þegar við vorum að semja sýninguna“

Fimmtudaginn 26. maí frumsýnir leikhópurinn Slembilukka leiksýninguna „Sjáið mig“ í Miðbæjarskólanum. Höfundarnir eru þær Bryndís Ósk Þ. Ingvarsdóttir og Laufey Haraldsdóttir en Eygló Höskuldsdóttir Viborg er tónskáld sýningarinnar ásamt því að koma fram í verkinu. Blaðamaður tók á þeim púlsinn og fékk að heyra nánar frá sýningunni.

Menning