Stjórnarandstæðingar vilja skoða viðskiptaþvinganir 4. júní 2004 00:01 Formenn Samfylkingar og Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs mæltust til þess að íslensk stjórnvöld beittu sér fyrir því á alþjóðavettvangi að skoðaður yrði sá möguleiki að beita Ísraela viðskiptaþvingunum. Með því mætti freista þess að koma á friði í Miðausturlöndum. "Það er fátt sem ógnar heimsfriðnum jafn mikið og átökin fyrir botni Miðjarðarhafs," sagði Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingar, þegar hann hóf utandagskrárumræðu um málið. Hann gagnrýndi Ísraela fyrir hörku sína og sagði George W. Bush Bandaríkjaforseta hafa hellt olíu á eldinn með því að veita Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, heimild til að ganga enn lengra en Ísraelar hefðu þegar gert. Hann klikkti út með því að spyrja utanríkisráðherra hvort íslensk stjórnvöld væru reiðubúin að beita sér fyrir því að Ísraelar yrðu beittir viðskiptaþvingunum og því jafnvel hótað að segja upp stjórnmálasambandi við þá. "Ég tel ekki að efnahagsþvinganir séu það úrræði sem dugi í þessu máli," sagði Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra og taldi að slíkar aðgerðir kynnu fyrst og fremst að bitna á Palestínumönnum. Hann sagði einnig líklegt að þau ríki sem segðu upp stjórnmálasambandi við Ísrael gerðu ekki annað en að missa öll áhrif á framgang mála. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna, sagði ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs skelfilegra en nokkru sinni fyrr. "Ég tel miklu meira en tímabært að taka til íhugunar sértækar viðskiptaþrýstiaðgerðir," sagði hann og tiltók bann við fjárfestingum og vopnasölu til Ísraels sem leiðir sem mætti fara. Sólveig Pétursdóttir, formaður utanríkismálanefndar, sagði óbreytta borgara úr beggja röðum líða fyrir átökin og að þjóðir heims yrðu að aðhafast. Magnús Þór Hafsteinsson, varaformaður Frjálslynda flokksins, fordæmdi hernaðaraðgerðir Ísraela í Rafah-flóttamannabúðunum. "Þessi aðgerð var hreinn og klár stríðsglæpur," sagði hann. Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira
Formenn Samfylkingar og Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs mæltust til þess að íslensk stjórnvöld beittu sér fyrir því á alþjóðavettvangi að skoðaður yrði sá möguleiki að beita Ísraela viðskiptaþvingunum. Með því mætti freista þess að koma á friði í Miðausturlöndum. "Það er fátt sem ógnar heimsfriðnum jafn mikið og átökin fyrir botni Miðjarðarhafs," sagði Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingar, þegar hann hóf utandagskrárumræðu um málið. Hann gagnrýndi Ísraela fyrir hörku sína og sagði George W. Bush Bandaríkjaforseta hafa hellt olíu á eldinn með því að veita Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, heimild til að ganga enn lengra en Ísraelar hefðu þegar gert. Hann klikkti út með því að spyrja utanríkisráðherra hvort íslensk stjórnvöld væru reiðubúin að beita sér fyrir því að Ísraelar yrðu beittir viðskiptaþvingunum og því jafnvel hótað að segja upp stjórnmálasambandi við þá. "Ég tel ekki að efnahagsþvinganir séu það úrræði sem dugi í þessu máli," sagði Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra og taldi að slíkar aðgerðir kynnu fyrst og fremst að bitna á Palestínumönnum. Hann sagði einnig líklegt að þau ríki sem segðu upp stjórnmálasambandi við Ísrael gerðu ekki annað en að missa öll áhrif á framgang mála. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna, sagði ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs skelfilegra en nokkru sinni fyrr. "Ég tel miklu meira en tímabært að taka til íhugunar sértækar viðskiptaþrýstiaðgerðir," sagði hann og tiltók bann við fjárfestingum og vopnasölu til Ísraels sem leiðir sem mætti fara. Sólveig Pétursdóttir, formaður utanríkismálanefndar, sagði óbreytta borgara úr beggja röðum líða fyrir átökin og að þjóðir heims yrðu að aðhafast. Magnús Þór Hafsteinsson, varaformaður Frjálslynda flokksins, fordæmdi hernaðaraðgerðir Ísraela í Rafah-flóttamannabúðunum. "Þessi aðgerð var hreinn og klár stríðsglæpur," sagði hann.
Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira