Kostnaður hugsanlega ofmetinn 13. júní 2004 00:01 Samkvæmt útreikningum Fréttablaðsins nær kostnaður við þjóðaratkvæðagreiðslu um fjölmiðlalögin ekki fjörutíu milljónum. Forsætisráðherra hefur sagt við fjölmiðla að hann telji að kostnaðurinn muni verða á bilinu 100-200 milljónir. Þegar hann var beðinn að útskýra þá tölu nánar sagði hann að þar kæmi inn í prentunar- og dreifingarkostnaður við frumvarpið. Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands eru um 213 þúsund manns á kjörskrá. Prentsmiðjan Gutenberg prentar töluvert af efni fyrir Alþingi. Þar fengust þær upplýsingar að kostnaður við prentun frumvarpsins í 213 þúsund eintökum væri rúmar sjö hundruð þúsund krónur. Kostnaður við dreifingu frumvarpsins til allra kosningabærra manna með Íslandspósti myndi nema um 6,7 milljónum. Í síðustu fjárlögum er gert ráð fyrir tæpum 27 milljónum vegna forsetakosninganna í sumar. Gera má ráð fyrir að kostnaður vegna þjóðaratkvæðagreiðslunnar sjálfrar verði svipaður enda um mjög sambærilegt fyrirkomulag að ræða. Aðeins er prentaður einn kjörseðill og kosið er um hið sama í öllum kjördæmum ólíkt því sem gert er í alþingiskosningum eða sveitarstjórnarkosningum. Samtals nemur kostnaðurinn því um 34,4 milljónum króna. Fréttablaðið hafði samband við forsætisráðuneytið vegna þessa máls. Spurt var hvaða aðrir þættir kæmu inn í kostnað vegna þjóðaratkvæðagreiðslunnar en prentun og dreifing frumvarpsins auk kostnaðs vegna atkvæðagreiðslunnar sjálfrar. Ekki fengust neinar frekari upplýsingar frá ráðuneytinu og vildi talsmaður þess ekki tjá sig um málið að svo stöddu. Fyrst yrði nefnd sem stofnuð var til undirbúnings lagasetningar um þjóðaratkvæðagreiðslu að skila áliti sínu. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Sjá meira
Samkvæmt útreikningum Fréttablaðsins nær kostnaður við þjóðaratkvæðagreiðslu um fjölmiðlalögin ekki fjörutíu milljónum. Forsætisráðherra hefur sagt við fjölmiðla að hann telji að kostnaðurinn muni verða á bilinu 100-200 milljónir. Þegar hann var beðinn að útskýra þá tölu nánar sagði hann að þar kæmi inn í prentunar- og dreifingarkostnaður við frumvarpið. Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands eru um 213 þúsund manns á kjörskrá. Prentsmiðjan Gutenberg prentar töluvert af efni fyrir Alþingi. Þar fengust þær upplýsingar að kostnaður við prentun frumvarpsins í 213 þúsund eintökum væri rúmar sjö hundruð þúsund krónur. Kostnaður við dreifingu frumvarpsins til allra kosningabærra manna með Íslandspósti myndi nema um 6,7 milljónum. Í síðustu fjárlögum er gert ráð fyrir tæpum 27 milljónum vegna forsetakosninganna í sumar. Gera má ráð fyrir að kostnaður vegna þjóðaratkvæðagreiðslunnar sjálfrar verði svipaður enda um mjög sambærilegt fyrirkomulag að ræða. Aðeins er prentaður einn kjörseðill og kosið er um hið sama í öllum kjördæmum ólíkt því sem gert er í alþingiskosningum eða sveitarstjórnarkosningum. Samtals nemur kostnaðurinn því um 34,4 milljónum króna. Fréttablaðið hafði samband við forsætisráðuneytið vegna þessa máls. Spurt var hvaða aðrir þættir kæmu inn í kostnað vegna þjóðaratkvæðagreiðslunnar en prentun og dreifing frumvarpsins auk kostnaðs vegna atkvæðagreiðslunnar sjálfrar. Ekki fengust neinar frekari upplýsingar frá ráðuneytinu og vildi talsmaður þess ekki tjá sig um málið að svo stöddu. Fyrst yrði nefnd sem stofnuð var til undirbúnings lagasetningar um þjóðaratkvæðagreiðslu að skila áliti sínu.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Sjá meira