Íþróttamót lögð í einelti 28. júní 2004 00:01 Löggæslugjald -Sigurjón Þórðarson, alþingismaður Frjálslynda flokksins. Enn berast af því fréttir að dómsmálaráðherra leggi mótshald á landsbyggðinni í einelti með innheimtu gríðarhárra upphæða fyrir löggæslu á íþróttamótum. Væru mótin haldin í Reykjavík eða á Akureyri þyrfti ekki að greiða umræddan kostnað. Nýlega úrskurðaði ráðherra að Landsmót og Unglingalandsmót sem haldin verða á Sauðárkróki skyldu greiða 2,5 milljónir í löggæslukostnað. Óskiljanlegt er að dómsmálaráðherra leggi með þessum hætti stein í götu íþróttamóta á landsbyggðinni. Færa má góð og gild rök fyrir því að unglingalandsmótin um verslunarmannahelgar séu einmitt öflug forvörn fyrir æsku landsins og góður kostur fyrir krakka sem vilja skemmta sér án vímuefna og við íþróttaiðkun. Innheimta löggæslukostnaðarins hefur verið umdeild, en keyrði þó um þverbak þegar unglingalandsmót UMFÍ á Ísafirði var síðasta sumar krafið um þennan kostnað. Vegna þess hve umræddur löggæslukostnaður er ósanngjarn lagði ég fram frumvarp þess efnis að fella í burtu heimild til innheimtu hans. Frumvarpið fékk almennt jákvæða umsögn. T.d. sagði í umsögn lögreglustjóraembættisins í Reykjavík: "Flestir ef ekki allir landsmenn stunda skemmtanir af einu eða öðru tagi og fer mikill meirihluti þeirra fram undir almennri vernd lögreglu án þess að sérstök greiðsla komi fyrir. Undantekningum frá þessari meginreglu fer fækkandi og er nú svo komið að telja verður eðlilegt að jafna með öllu kostnað af skemmtanahaldi í landinu svo allir sitji við sama borð í þessu tilliti jafnt í þéttbýli sem dreifbýli en sem kunnugt er hefur þessi löggæslukostnaður helst lagst á skemmtanir í dreifbýli." Einhverra hluta vegna treystu þingmenn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks sér ekki til að veita málinu brautargengi. Í því endurspeglast hugur flokkanna til landsbyggðarinnar þegar á reynir. Ástæður þess að fella þarf burt heimildina til innheimtu löggæslukostnaðarins eru margvíslegar. Í fyrsta lagi er lagaramminn fyrir innheimtuna ótraustur. Í skýrslu starfshóps dómsmálaráðherra sem fara átti yfir reglur og lagaumgjörð varðandi útihátíðir og skemmtanir var komist að þeirri niðurstöðu að gildandi reglur væru mjög ótraustar. Í öðru lagi hefur notkun heimildarinnar til þess að innheimta gjaldið verið mjög handahófskennd og særir réttlætiskennd almennings. Til dæmis var lítil bæjarhátíð á Skagaströnd síðasta sumar látin greiða háan löggæslukostnað þrátt fyrir að þar hafi lítið annað farið fram en dansleikur og guðsþjónusta. Á sama tíma fór fram miklu stærri hátíð á Akureyri þar sem ekki var innheimt sérstak gjald, þrátt fyrir að þar væri mun meira að gera fyrir lögreglu. Í þriðja lagi er meginreglan sú að kostnaður vegna starfsemi lögreglu skuli greiddur úr ríkissjóði. Einu undantekningarnar eru löggæslukostnaður á skemmtunum og kostnaður vegna framkvæmda eða flutnings á óvenjulegum eða hættulegum farmi. Fjármunirnir sem innheimtir eru með þessum hætti skipta vart sköpum við fjármögnun löggæslunnar í landinu. Ríkið heldur uppi lögum og reglu í landinu og lögreglustjórum er falið að meta hvað til þurfi hverju sinni. Vonandi sjá stjórnvöld sóma sinn í því að fella niður þessa ósanngjörnu gjaldtöku. Ef ekki, þá hljóta þau skömm af. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Þórðarson Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Löggæslugjald -Sigurjón Þórðarson, alþingismaður Frjálslynda flokksins. Enn berast af því fréttir að dómsmálaráðherra leggi mótshald á landsbyggðinni í einelti með innheimtu gríðarhárra upphæða fyrir löggæslu á íþróttamótum. Væru mótin haldin í Reykjavík eða á Akureyri þyrfti ekki að greiða umræddan kostnað. Nýlega úrskurðaði ráðherra að Landsmót og Unglingalandsmót sem haldin verða á Sauðárkróki skyldu greiða 2,5 milljónir í löggæslukostnað. Óskiljanlegt er að dómsmálaráðherra leggi með þessum hætti stein í götu íþróttamóta á landsbyggðinni. Færa má góð og gild rök fyrir því að unglingalandsmótin um verslunarmannahelgar séu einmitt öflug forvörn fyrir æsku landsins og góður kostur fyrir krakka sem vilja skemmta sér án vímuefna og við íþróttaiðkun. Innheimta löggæslukostnaðarins hefur verið umdeild, en keyrði þó um þverbak þegar unglingalandsmót UMFÍ á Ísafirði var síðasta sumar krafið um þennan kostnað. Vegna þess hve umræddur löggæslukostnaður er ósanngjarn lagði ég fram frumvarp þess efnis að fella í burtu heimild til innheimtu hans. Frumvarpið fékk almennt jákvæða umsögn. T.d. sagði í umsögn lögreglustjóraembættisins í Reykjavík: "Flestir ef ekki allir landsmenn stunda skemmtanir af einu eða öðru tagi og fer mikill meirihluti þeirra fram undir almennri vernd lögreglu án þess að sérstök greiðsla komi fyrir. Undantekningum frá þessari meginreglu fer fækkandi og er nú svo komið að telja verður eðlilegt að jafna með öllu kostnað af skemmtanahaldi í landinu svo allir sitji við sama borð í þessu tilliti jafnt í þéttbýli sem dreifbýli en sem kunnugt er hefur þessi löggæslukostnaður helst lagst á skemmtanir í dreifbýli." Einhverra hluta vegna treystu þingmenn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks sér ekki til að veita málinu brautargengi. Í því endurspeglast hugur flokkanna til landsbyggðarinnar þegar á reynir. Ástæður þess að fella þarf burt heimildina til innheimtu löggæslukostnaðarins eru margvíslegar. Í fyrsta lagi er lagaramminn fyrir innheimtuna ótraustur. Í skýrslu starfshóps dómsmálaráðherra sem fara átti yfir reglur og lagaumgjörð varðandi útihátíðir og skemmtanir var komist að þeirri niðurstöðu að gildandi reglur væru mjög ótraustar. Í öðru lagi hefur notkun heimildarinnar til þess að innheimta gjaldið verið mjög handahófskennd og særir réttlætiskennd almennings. Til dæmis var lítil bæjarhátíð á Skagaströnd síðasta sumar látin greiða háan löggæslukostnað þrátt fyrir að þar hafi lítið annað farið fram en dansleikur og guðsþjónusta. Á sama tíma fór fram miklu stærri hátíð á Akureyri þar sem ekki var innheimt sérstak gjald, þrátt fyrir að þar væri mun meira að gera fyrir lögreglu. Í þriðja lagi er meginreglan sú að kostnaður vegna starfsemi lögreglu skuli greiddur úr ríkissjóði. Einu undantekningarnar eru löggæslukostnaður á skemmtunum og kostnaður vegna framkvæmda eða flutnings á óvenjulegum eða hættulegum farmi. Fjármunirnir sem innheimtir eru með þessum hætti skipta vart sköpum við fjármögnun löggæslunnar í landinu. Ríkið heldur uppi lögum og reglu í landinu og lögreglustjórum er falið að meta hvað til þurfi hverju sinni. Vonandi sjá stjórnvöld sóma sinn í því að fella niður þessa ósanngjörnu gjaldtöku. Ef ekki, þá hljóta þau skömm af.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar