Bannað að setja takmarkanir 29. júní 2004 00:01 Bannað er að setja takmarkanir á fyrirhugaða þjóðaratkvæðagreiðslu og óhugsandi er að halda hana án þess að kostur verði gefinn á því að greiða atkvæði utan kjörfundar. Þetta segja Jónatan Þórmundsson lagaprófessor og félagar hans í Þjóðarhreyfingunni. Jónatan telur ráðleggingar „hinna vísu manna“ um að hafa takmarkanirnar hóflegar, vísbendingu um að þeir efist um að þær standist. Svokallaður viðbragðshópur sérfræðinga Þjóðarhreyfingarinnar kynnti í dag niðurstöður sínar vegna fyrirhugaðrar þjóðaratkvæðagreiðslu um fjölmiðlalögin. Niðurstaða hópsins er allt önnur en starfshóps ríkisstjórnarinnar, sem taldi heimilt að beita takmörkunum, en sérfræðingahópurinn telur slíkt ekki heimilt. Jónatan Þórmundsson segir að sjálfsagt hefði verið að íhuga takmarkanir ef ákvæði væru um það í stjórnarskránni. Þeim hefði hins vegar ekki verið bætt inn í hana líkt og gert hefði verið í Danmörku. Jónatani finnst að þetta þyrfti að gera hér á landi. Jónatan segir að að óbreyttum lögum sé þetta nánast óhugsandi því um leið og settar séu takmarkanir skekkist alvarlega myndin á milli kjósendahópanna. Ekki þurfi miklar takmarkanir til þess að hópurinn sem vill samþykkja lögin fái miklu sterkari stöðu en hópurinn sem vill fella þau úr gildi. Jónatan bætir við að í þessu sambandi þurfi að huga að jafnræðisákvæðum stjórnarskrárinnar, sem og mannréttindasamningum. Eitt af því sem Þjóðarhreyfingin gerir athugasemdir við, í tengslum við skýrslu hinna svokölluðu vísu manna sem kynnt var í gær, er að þar er hvergi getið um utankjörfundaratkvæðagreiðslu í sambandi við þjóðaratkvæðgreiðsluna. Jónatan bendir á að í þremur greinum stjórnarskrárinnar sé fjallað um þjóðaratkvæðagreiðslu án þess að sérstakar takmarkanir séu settar. Það sé aðeins í einni grein, sem varðar lýðveldisstofnunina árið 1944, sem kveðið sé á um að helming atkvæðisbærra manna þurfi til að samþykkja. Hann segir að í komandi atkvæðagreiðslu eigi einfaldur meirihluti að ráða sem og bara þeir sem nýta sér atkvæðisrétt sinn. Í skýrslu starfshóps ríkisstjórnarinnar er sagt að því hóflegri sem takmarkanirnar séu, þeim mun líklegri sé að þær standist. Jónatan segir þetta merki um efasemdir meðal hinna svokölluðu vísu manna og minnir á að utanríkisráðherra hafi í tvígang komist „svo skemmtilega að orði, þegar verið var að breyta fjölmiðlafrumvarpinu, að nú væri hann „vissari en áður að frumvarpið væri ekki brot gegn stjórnarskránni“. Það finnst mér táknrænt fyrir það að menn séu, slag fyrir slag, að komast á aðeins öruggari grundvöll með að lögin séu ekki brot á stjórnarskránni,“ segir Jónatan. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Bannað er að setja takmarkanir á fyrirhugaða þjóðaratkvæðagreiðslu og óhugsandi er að halda hana án þess að kostur verði gefinn á því að greiða atkvæði utan kjörfundar. Þetta segja Jónatan Þórmundsson lagaprófessor og félagar hans í Þjóðarhreyfingunni. Jónatan telur ráðleggingar „hinna vísu manna“ um að hafa takmarkanirnar hóflegar, vísbendingu um að þeir efist um að þær standist. Svokallaður viðbragðshópur sérfræðinga Þjóðarhreyfingarinnar kynnti í dag niðurstöður sínar vegna fyrirhugaðrar þjóðaratkvæðagreiðslu um fjölmiðlalögin. Niðurstaða hópsins er allt önnur en starfshóps ríkisstjórnarinnar, sem taldi heimilt að beita takmörkunum, en sérfræðingahópurinn telur slíkt ekki heimilt. Jónatan Þórmundsson segir að sjálfsagt hefði verið að íhuga takmarkanir ef ákvæði væru um það í stjórnarskránni. Þeim hefði hins vegar ekki verið bætt inn í hana líkt og gert hefði verið í Danmörku. Jónatani finnst að þetta þyrfti að gera hér á landi. Jónatan segir að að óbreyttum lögum sé þetta nánast óhugsandi því um leið og settar séu takmarkanir skekkist alvarlega myndin á milli kjósendahópanna. Ekki þurfi miklar takmarkanir til þess að hópurinn sem vill samþykkja lögin fái miklu sterkari stöðu en hópurinn sem vill fella þau úr gildi. Jónatan bætir við að í þessu sambandi þurfi að huga að jafnræðisákvæðum stjórnarskrárinnar, sem og mannréttindasamningum. Eitt af því sem Þjóðarhreyfingin gerir athugasemdir við, í tengslum við skýrslu hinna svokölluðu vísu manna sem kynnt var í gær, er að þar er hvergi getið um utankjörfundaratkvæðagreiðslu í sambandi við þjóðaratkvæðgreiðsluna. Jónatan bendir á að í þremur greinum stjórnarskrárinnar sé fjallað um þjóðaratkvæðagreiðslu án þess að sérstakar takmarkanir séu settar. Það sé aðeins í einni grein, sem varðar lýðveldisstofnunina árið 1944, sem kveðið sé á um að helming atkvæðisbærra manna þurfi til að samþykkja. Hann segir að í komandi atkvæðagreiðslu eigi einfaldur meirihluti að ráða sem og bara þeir sem nýta sér atkvæðisrétt sinn. Í skýrslu starfshóps ríkisstjórnarinnar er sagt að því hóflegri sem takmarkanirnar séu, þeim mun líklegri sé að þær standist. Jónatan segir þetta merki um efasemdir meðal hinna svokölluðu vísu manna og minnir á að utanríkisráðherra hafi í tvígang komist „svo skemmtilega að orði, þegar verið var að breyta fjölmiðlafrumvarpinu, að nú væri hann „vissari en áður að frumvarpið væri ekki brot gegn stjórnarskránni“. Það finnst mér táknrænt fyrir það að menn séu, slag fyrir slag, að komast á aðeins öruggari grundvöll með að lögin séu ekki brot á stjórnarskránni,“ segir Jónatan.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira