Telja takmarkanir ólýðræðislegar 29. júní 2004 00:01 Það er ólýðræðislegt, ólöglegt og ósiðlegt að setja takmarkanir af nokkru tagi um þjóðaratkvæðagreiðslu," sagði Jónatan Þórmundsson, talsmaður Þjóðarhreyfingarinnar, viðbragðshóp sérfræðinga, sem kynnti skýrslu um þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir blaðamönnum í gær. Að skýrslunni unnu, auk Jónatans, Margrét Heinreksdóttir, Kristrún Heimisdóttir, Ólafur Hannibalsson, Þorvaldur Gylfason og Örn Bárður Jónsson. "Þó svo að sumar takmarkanir sýnist saklausar á yfirborðinu koma þær í veg fyrir að kjósendur séu allir jafnir," sagði Jónatan. Í stjórnarskrá séu engin takmörk á kosningarétti önnur en aldur, ríkisborgararéttur og lögheimili. og því sé hæpið að rýmka megi eða þrengja þessi kosningaskilyrð við aðrar þjóðaratkvæðagreiðslur samkvæmt stjórnarskránni. "Meginreglan er skýr samkvæmt íslenskri löggjöf og lýðræðishefð, sem og samkvæmt alþjóðlegum mannréttindasáttmálum: Víðtækur kosningaréttur og óheft kosningatækifæri allrar þjóðarinnar í leynilegri atkvæðagreiðslu, jafnt í almennum kosninigum sem lögbundnum þjóðaratkvæðagreiðslum, og án ósanngjarnra og ómálefnalegra skilyrða eða takmarkana," segir í skýrslunni. Jónatan benti á að í skýrslu starfshóps ríkisstjórnarinnar um þjóðaratkvæðagreiðslu hafi ekki verið minnst á atkvæðagreiðslu utan kjörstaðar. Hann sagði það brot á mannréttindum, sem og borgaralegum og stjórnmálalegum réttindum þeirra kjósenda sem ekki væri gert kleift að kjósa vegna fjarveru á kjördag. Vakin var athygli á því að í hefðbundnum kosningum greiddu að jafnaði 10 prósent atkvæði utan kjörstaðar í kosningum sem fram færu að vetri til en 15-20 prósent að sumri til. Margrét Heinreksdóttir vakti athygli á því að komandi þjóðaratkvæðagreiðsla væri jafnframt prófsteinn á vilja þjóðarinnar varðandi 26. grein stjórnarskrárinnar sem kveður á um málskotsrétt forseta. Ef þáttaka í þjóðaratkvæðagreiðslu verði lítil megi túlka það sem svo að vilji þjóðarinnar stæði til að afnema málskotsréttinn og taka ætti mið af því við endurskoðun stjórnarskrárinnar. "Þetta er úrslitaatriði um framtíðina og hvernig stjórnskipun okkar eigi að vera," sagði Margrét. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Það er ólýðræðislegt, ólöglegt og ósiðlegt að setja takmarkanir af nokkru tagi um þjóðaratkvæðagreiðslu," sagði Jónatan Þórmundsson, talsmaður Þjóðarhreyfingarinnar, viðbragðshóp sérfræðinga, sem kynnti skýrslu um þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir blaðamönnum í gær. Að skýrslunni unnu, auk Jónatans, Margrét Heinreksdóttir, Kristrún Heimisdóttir, Ólafur Hannibalsson, Þorvaldur Gylfason og Örn Bárður Jónsson. "Þó svo að sumar takmarkanir sýnist saklausar á yfirborðinu koma þær í veg fyrir að kjósendur séu allir jafnir," sagði Jónatan. Í stjórnarskrá séu engin takmörk á kosningarétti önnur en aldur, ríkisborgararéttur og lögheimili. og því sé hæpið að rýmka megi eða þrengja þessi kosningaskilyrð við aðrar þjóðaratkvæðagreiðslur samkvæmt stjórnarskránni. "Meginreglan er skýr samkvæmt íslenskri löggjöf og lýðræðishefð, sem og samkvæmt alþjóðlegum mannréttindasáttmálum: Víðtækur kosningaréttur og óheft kosningatækifæri allrar þjóðarinnar í leynilegri atkvæðagreiðslu, jafnt í almennum kosninigum sem lögbundnum þjóðaratkvæðagreiðslum, og án ósanngjarnra og ómálefnalegra skilyrða eða takmarkana," segir í skýrslunni. Jónatan benti á að í skýrslu starfshóps ríkisstjórnarinnar um þjóðaratkvæðagreiðslu hafi ekki verið minnst á atkvæðagreiðslu utan kjörstaðar. Hann sagði það brot á mannréttindum, sem og borgaralegum og stjórnmálalegum réttindum þeirra kjósenda sem ekki væri gert kleift að kjósa vegna fjarveru á kjördag. Vakin var athygli á því að í hefðbundnum kosningum greiddu að jafnaði 10 prósent atkvæði utan kjörstaðar í kosningum sem fram færu að vetri til en 15-20 prósent að sumri til. Margrét Heinreksdóttir vakti athygli á því að komandi þjóðaratkvæðagreiðsla væri jafnframt prófsteinn á vilja þjóðarinnar varðandi 26. grein stjórnarskrárinnar sem kveður á um málskotsrétt forseta. Ef þáttaka í þjóðaratkvæðagreiðslu verði lítil megi túlka það sem svo að vilji þjóðarinnar stæði til að afnema málskotsréttinn og taka ætti mið af því við endurskoðun stjórnarskrárinnar. "Þetta er úrslitaatriði um framtíðina og hvernig stjórnskipun okkar eigi að vera," sagði Margrét.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira