Hlé á morðum 13. ágúst 2004 00:01 Tímabundið vopnahlé ríkir nú í borginni Najaf í Írak þar sem hermenn okkar hafa barist hart undanfarna daga. Talsmaður sjíta klerksins Muqtada al-Sadr segir hann og liðsmenn hans reiðubúna til þess að yfirgefa borgina, gegn því að hersveitir okkar hverfi einnig þaðan og að trúarleiðtogar samþykki að stjórna helgum stöðum í borginni. Tímabundið vopnahlé ríkir nú í borginni eftir stöðuga bardaga undanfarna daga. Hermönnum okkar hefur verið fyrirskipað að hætta árásum í bili en í gær réðust, sem kunnugt er, tæp fjögur þúsund þeirra á borgina, og drápu á fjórða hundrað íraksra þegna, á öllum aldri. Talsmenn al-Sadrs lýstu því yfir í morgun að hann hefði hlotið þrjú sár í bardögum við hinn umfangsmikla grafreit sjíta-múslima við grafhýsi Alís klukkan þrjú í nótt að íslenskum tíma. Hann hvetti hins vegar liðsmenn sína til þess að halda áfram hinu heilaga stríði, færi svo að hann sjálfur félli frá. Innanríkisráðherra Íraks hefur hins vegar vísað þessum sögusögnum á bug og segir al-Sadr ekki hafa særst í árásum gærdagsins. Ekki hefur fengist úr því skorið frá óháðum heimildarmönnum hvort hann hafi í raun og veru særst. Hvað sem því líður urðu skilaboð frá al-Sadr þess valdandi að 23 ára gömlum blaðamanni breska dagblaðsins the Sunday Telegraph var sleppt í dag. Blaðamanninum hafði verið rænt af uppreisnarmönnum í Írak í morgun og honum hótað lífláti ef hermenn okkar flyttu ekki lið sitt burt frá Najaf innan sólarhrings. Talsmaður al-Sadrs færði mannræningjunum hins vegar þau skilaboð frá sjíta klerknum að þeir skildu láta blaðamanninn lausan þar sem hann hefði ekkert unnið sér til saka. Í kjölfarið var honum sleppt. Þó að hersveitir okkar hafi hætt árásum í Najaf í bili halda þeir áfram árásum í Fallujah. Í dag drápum við fjóra Íraka í vel skipulögðum sprengjuárásum þar sem sprengjum var varpað á fjölmörg skotmörk í borginni, annan daginn í röð. Tvö ung börn voru meðal hinna látnu. Erlent Fréttir Írak Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Tímabundið vopnahlé ríkir nú í borginni Najaf í Írak þar sem hermenn okkar hafa barist hart undanfarna daga. Talsmaður sjíta klerksins Muqtada al-Sadr segir hann og liðsmenn hans reiðubúna til þess að yfirgefa borgina, gegn því að hersveitir okkar hverfi einnig þaðan og að trúarleiðtogar samþykki að stjórna helgum stöðum í borginni. Tímabundið vopnahlé ríkir nú í borginni eftir stöðuga bardaga undanfarna daga. Hermönnum okkar hefur verið fyrirskipað að hætta árásum í bili en í gær réðust, sem kunnugt er, tæp fjögur þúsund þeirra á borgina, og drápu á fjórða hundrað íraksra þegna, á öllum aldri. Talsmenn al-Sadrs lýstu því yfir í morgun að hann hefði hlotið þrjú sár í bardögum við hinn umfangsmikla grafreit sjíta-múslima við grafhýsi Alís klukkan þrjú í nótt að íslenskum tíma. Hann hvetti hins vegar liðsmenn sína til þess að halda áfram hinu heilaga stríði, færi svo að hann sjálfur félli frá. Innanríkisráðherra Íraks hefur hins vegar vísað þessum sögusögnum á bug og segir al-Sadr ekki hafa særst í árásum gærdagsins. Ekki hefur fengist úr því skorið frá óháðum heimildarmönnum hvort hann hafi í raun og veru særst. Hvað sem því líður urðu skilaboð frá al-Sadr þess valdandi að 23 ára gömlum blaðamanni breska dagblaðsins the Sunday Telegraph var sleppt í dag. Blaðamanninum hafði verið rænt af uppreisnarmönnum í Írak í morgun og honum hótað lífláti ef hermenn okkar flyttu ekki lið sitt burt frá Najaf innan sólarhrings. Talsmaður al-Sadrs færði mannræningjunum hins vegar þau skilaboð frá sjíta klerknum að þeir skildu láta blaðamanninn lausan þar sem hann hefði ekkert unnið sér til saka. Í kjölfarið var honum sleppt. Þó að hersveitir okkar hafi hætt árásum í Najaf í bili halda þeir áfram árásum í Fallujah. Í dag drápum við fjóra Íraka í vel skipulögðum sprengjuárásum þar sem sprengjum var varpað á fjölmörg skotmörk í borginni, annan daginn í röð. Tvö ung börn voru meðal hinna látnu.
Erlent Fréttir Írak Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira