Bruninn kostaði 73 milljónir 16. nóvember 2004 00:01 Kvikmyndafyrirtækinu Sögn var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær dæmt til að greiða Síldarvinnslunni 73,4 milljónir króna vegna bruna sem varð í frystihúsinu í Neskaupstað þegar myndin Hafið var tekin upp, í byrjun desember árið 2001. Baltasar Kormákur, annar eigandi Sagnar, segir dóminn gríðarlegt fjárhagslegt áfall fyrir fyrirtækið og muni væntanlega setja það á hausinn reynist þetta verða endanleg niðurstaða. Eyvindur Sólnes, lögmaður Síldarvinnslunnar, vill ekki tjá sig um dóminn en segir hann vel rökstuddan. Þótti dómnum ákvörðun um tökur á brunaatriðinu hafa verið óvarleg og gáleysisleg. Á þeirri ákvörðun beri framleiðendur myndarinnar ábyrgð á. Telur dómurinn yfirgnæfandi líkur á að veðurhamur meðan á tökum stóð hafi valdið því að eldur hafi komist inn fyrir brunavarnir hússins. "Frystihúsið var ekki lengur í notkun og er á snjóflóðasvæði þannig að ekki mátti vinna í því á veturna. Að þurfa að greiða svo mikla peninga fyrir þetta hús er svakalegt áfall," segir Baltasar. Dómurinn fellst ekki á að framangreindar staðhæfingar eigi að leiða til verðlækkunar á frystihúsinu og segir þær engum gögnum studdar. Baltasar segir ekki annað koma til greina en að áfrýja dómnum. "Við gerðum allt sem í okkar valdi stóð til að koma í veg fyrir brunann. Lögregla og slökkvilið voru á staðnum og við fengum þeirra samþykki. Auk þess hafi tökum verið seinkað þar til veðrið gengi niður og allar lögregluskýrslur styðja það, en eitthvað breyttist framburðurinn," segir Baltasar. Síldarvinnslan stefndi kvikmyndafélaginu Sögn og Tryggingamiðstöðinni vegna tjónsins sem varð á frystihúsinu. Tryggingafélagið var sýknað af kröfunum þar sem notkun á húsinu hafði breyst. Ekki hefði verið gert ráð fyrir að kveikt yrði í því viljandi. Frystihúsið hefur nú verið gert upp og klætt að utan í sama stíl og aðrar byggingar Síldarvinnslunnar í bænum. Verða efri hæðir hússins nýttar undir geymslur en á jarðhæð verður áfram aðstaða fyrirtækisins fyrir tilraunaeldi á hlýra og þorski eins og verið hefur. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent Á sér langa sögu eldfimra ummæla Innlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Fleiri fréttir Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Kjörsókn betri fyrir austan en menn þorðu að vona Tekist að opna alla kjörstaði í Norðausturkjördæmi „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Heyrir fleiri segja þörf á VG á þingi Heldur aftur af sér svo hún gangi ekki um syngjandi Ölfusá orðin bakkafull af ís Á sér langa sögu eldfimra ummæla Auðvelt val þótt hann geti ekki kosið sjálfan sig „Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“ Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Sjá meira
Kvikmyndafyrirtækinu Sögn var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær dæmt til að greiða Síldarvinnslunni 73,4 milljónir króna vegna bruna sem varð í frystihúsinu í Neskaupstað þegar myndin Hafið var tekin upp, í byrjun desember árið 2001. Baltasar Kormákur, annar eigandi Sagnar, segir dóminn gríðarlegt fjárhagslegt áfall fyrir fyrirtækið og muni væntanlega setja það á hausinn reynist þetta verða endanleg niðurstaða. Eyvindur Sólnes, lögmaður Síldarvinnslunnar, vill ekki tjá sig um dóminn en segir hann vel rökstuddan. Þótti dómnum ákvörðun um tökur á brunaatriðinu hafa verið óvarleg og gáleysisleg. Á þeirri ákvörðun beri framleiðendur myndarinnar ábyrgð á. Telur dómurinn yfirgnæfandi líkur á að veðurhamur meðan á tökum stóð hafi valdið því að eldur hafi komist inn fyrir brunavarnir hússins. "Frystihúsið var ekki lengur í notkun og er á snjóflóðasvæði þannig að ekki mátti vinna í því á veturna. Að þurfa að greiða svo mikla peninga fyrir þetta hús er svakalegt áfall," segir Baltasar. Dómurinn fellst ekki á að framangreindar staðhæfingar eigi að leiða til verðlækkunar á frystihúsinu og segir þær engum gögnum studdar. Baltasar segir ekki annað koma til greina en að áfrýja dómnum. "Við gerðum allt sem í okkar valdi stóð til að koma í veg fyrir brunann. Lögregla og slökkvilið voru á staðnum og við fengum þeirra samþykki. Auk þess hafi tökum verið seinkað þar til veðrið gengi niður og allar lögregluskýrslur styðja það, en eitthvað breyttist framburðurinn," segir Baltasar. Síldarvinnslan stefndi kvikmyndafélaginu Sögn og Tryggingamiðstöðinni vegna tjónsins sem varð á frystihúsinu. Tryggingafélagið var sýknað af kröfunum þar sem notkun á húsinu hafði breyst. Ekki hefði verið gert ráð fyrir að kveikt yrði í því viljandi. Frystihúsið hefur nú verið gert upp og klætt að utan í sama stíl og aðrar byggingar Síldarvinnslunnar í bænum. Verða efri hæðir hússins nýttar undir geymslur en á jarðhæð verður áfram aðstaða fyrirtækisins fyrir tilraunaeldi á hlýra og þorski eins og verið hefur.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent Á sér langa sögu eldfimra ummæla Innlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Fleiri fréttir Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Kjörsókn betri fyrir austan en menn þorðu að vona Tekist að opna alla kjörstaði í Norðausturkjördæmi „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Heyrir fleiri segja þörf á VG á þingi Heldur aftur af sér svo hún gangi ekki um syngjandi Ölfusá orðin bakkafull af ís Á sér langa sögu eldfimra ummæla Auðvelt val þótt hann geti ekki kosið sjálfan sig „Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“ Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Sjá meira