Uppsagnir á Ólafsfirði 18. nóvember 2004 00:01 Sveitarstjórnarmenn fagna því að samningar hafi náðst við kennara. Staðan er víða þröng og því leita stjórnendur sveitarfélaganna að ráðum til að bregðast við þeim kostnaðarauka sem samningurinn hefur í för með sér. Ef ekki er hægt að hækka skatta verður að draga saman útgjöld, t.d. með niðurskurði í æskulýðs- og íþróttastarfi, samdrætti í rekstri, minni snjómokstri, minni stuðningi við félög og sjálfboðastarf eða minna starfshlutfalli starfsmanna. Í Ólafsfirði neyðast bæjaryfirvöld til að segja upp fólki. Í Fjarðabyggð er gert ráð fyrir almennum launahækkunum til allra bæjarstarfsmanna á grundvelli ASÍ-samningsins í drögum að fjárhagsáætlun. Kjarasamningur kennara kostar bæinn 30 milljónir umfram þær áætlanir. Guðmundur Bjarnason bæjarstjóri segir ekki um margt að ræða, skera niður þjónustu eða framkvæmdir. "Rekstur sveitarfélagsins er erfiður eins og allra annarra sveitarfélaga og menn reyna að bregðast við með því að skera niður á móti auknum útgjöldum," segir hann. Á Ólafsfirði hafa tekjur minnkað og því verður samdráttur í þjónustu. "Það er hægt að draga saman þjónustu í íþróttahúsinu, gera forstöðumönnum að spara ennþá meira í rekstri, minnka starfshlutfall hjá fólki. Við neyðumst líka til að segja upp fólki. Hér gerum við ekki ráð fyrir neinum framkvæmdum á næsta ári. Við verðum í miklum og hörðum aðgerðum og þær koma alls staðar niður en auðvitað stöndum við við skyldur gagnvart starfsfólki," segir Stefanía Traustadóttir, bæjarstjóri á Ólafsfirði. "Þetta þýðir verulegan kostnaðarauka. Við erum að vinna í fjárhagsáætlun og sú staða er satt að segja mjög þröng. Það er alveg ljóst að hún verður meira en þröng í framhaldi af þessari niðurstöðu," segir Reinhard Reynisson, bæjarstjóri á Húsavík: "Tekjurammi sveitarfélaganna er engan veginn fullnægjandi. Það er orðið enn meira knýjandi að ríkisvaldið komi fram við sveitarfélögin af sanngirni í þeim samningaviðræðum sem eru í gangi. Óbilgirni ríkisvaldsins í garð sveitarfélaganna varðandi tekjuskiptingu er hreinlega með ólíkindum." Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Á sér langa sögu eldfimra ummæla Innlent Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður Mestu flokkaflakkararnir Innlent Ölfusá orðin bakkafull af ís Innlent Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni „En ég heyri alveg gríðarlegan stuðning víða“ Hröð barátta og skortur á dýpt Samtöl við kjósendur standa upp úr Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Kjörsókn betri fyrir austan en menn þorðu að vona Tekist að opna alla kjörstaði í Norðausturkjördæmi „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Heyrir fleiri segja þörf á VG á þingi Heldur aftur af sér svo hún gangi ekki um syngjandi Ölfusá orðin bakkafull af ís Á sér langa sögu eldfimra ummæla Auðvelt val þótt hann geti ekki kosið sjálfan sig „Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“ Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Sjá meira
Sveitarstjórnarmenn fagna því að samningar hafi náðst við kennara. Staðan er víða þröng og því leita stjórnendur sveitarfélaganna að ráðum til að bregðast við þeim kostnaðarauka sem samningurinn hefur í för með sér. Ef ekki er hægt að hækka skatta verður að draga saman útgjöld, t.d. með niðurskurði í æskulýðs- og íþróttastarfi, samdrætti í rekstri, minni snjómokstri, minni stuðningi við félög og sjálfboðastarf eða minna starfshlutfalli starfsmanna. Í Ólafsfirði neyðast bæjaryfirvöld til að segja upp fólki. Í Fjarðabyggð er gert ráð fyrir almennum launahækkunum til allra bæjarstarfsmanna á grundvelli ASÍ-samningsins í drögum að fjárhagsáætlun. Kjarasamningur kennara kostar bæinn 30 milljónir umfram þær áætlanir. Guðmundur Bjarnason bæjarstjóri segir ekki um margt að ræða, skera niður þjónustu eða framkvæmdir. "Rekstur sveitarfélagsins er erfiður eins og allra annarra sveitarfélaga og menn reyna að bregðast við með því að skera niður á móti auknum útgjöldum," segir hann. Á Ólafsfirði hafa tekjur minnkað og því verður samdráttur í þjónustu. "Það er hægt að draga saman þjónustu í íþróttahúsinu, gera forstöðumönnum að spara ennþá meira í rekstri, minnka starfshlutfall hjá fólki. Við neyðumst líka til að segja upp fólki. Hér gerum við ekki ráð fyrir neinum framkvæmdum á næsta ári. Við verðum í miklum og hörðum aðgerðum og þær koma alls staðar niður en auðvitað stöndum við við skyldur gagnvart starfsfólki," segir Stefanía Traustadóttir, bæjarstjóri á Ólafsfirði. "Þetta þýðir verulegan kostnaðarauka. Við erum að vinna í fjárhagsáætlun og sú staða er satt að segja mjög þröng. Það er alveg ljóst að hún verður meira en þröng í framhaldi af þessari niðurstöðu," segir Reinhard Reynisson, bæjarstjóri á Húsavík: "Tekjurammi sveitarfélaganna er engan veginn fullnægjandi. Það er orðið enn meira knýjandi að ríkisvaldið komi fram við sveitarfélögin af sanngirni í þeim samningaviðræðum sem eru í gangi. Óbilgirni ríkisvaldsins í garð sveitarfélaganna varðandi tekjuskiptingu er hreinlega með ólíkindum."
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Á sér langa sögu eldfimra ummæla Innlent Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður Mestu flokkaflakkararnir Innlent Ölfusá orðin bakkafull af ís Innlent Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni „En ég heyri alveg gríðarlegan stuðning víða“ Hröð barátta og skortur á dýpt Samtöl við kjósendur standa upp úr Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Kjörsókn betri fyrir austan en menn þorðu að vona Tekist að opna alla kjörstaði í Norðausturkjördæmi „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Heyrir fleiri segja þörf á VG á þingi Heldur aftur af sér svo hún gangi ekki um syngjandi Ölfusá orðin bakkafull af ís Á sér langa sögu eldfimra ummæla Auðvelt val þótt hann geti ekki kosið sjálfan sig „Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“ Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Sjá meira