Kindur brunnu inni í eldsvoða 20. nóvember 2004 00:01 Fjörutíu og ein sauðkind brann inni í eldsvoða í úthúsi á bænum Hrútatungu í botni Hrútafjarðar í fyrrakvöld. Eldurinn kom upp í hlöðu sem er sambyggð fjárhúsunum. Gunnar Sæmundsson, bóndi í Hrútatungu, náði að hleypa fénu út úr fjárhúsunum en kindunum sem voru í hlöðunni varð ekki bjargað. Gunnar fékk snert af reykeitrun og var fluttur á heilbrigðisstofnunina á Hvammstanga þar sem hann dvaldi yfir nóttina. Gunnar er viss um að eldurinn hafi komið upp í dráttarvél sem hann hafði lagt inni í hlöðunni. "Fyrr um daginn hafði verið erfitt að koma dráttarvélinni í gang út af miklu frosti. Þegar ég var búinn að sækja heyrúllur, til að gefa tvo næstu daga, skildi ég dráttarvélina eftir inni í hlöðunni svo það yrði auðveldara að koma henni í gang daginn eftir," segir Gunnar. Hann fór úr fjárhúsunum um klukkan hálf sex. Upp úr klukkan hálf átta fór rafmagn af íbúðarhúsinu og þegar Gunnar fór að leita að vasaljósi varð hann var við eldinn í hlöðunni. Hann hljóp út að fjárhúsunum og hleypti fénu út. Kindurnar sem hýstar voru í hlöðunni brunnu inni en búið var að breyta hluta hlöðunnar í fjárhús. Tvær til þrjár kindur eru sárar og ekki víst hvort þær muni lifa. Gunnar var alls með 430 kindur. Mikill eldsmatur var í dráttarvélinni að sögn Gunnars. Í henni voru hátt í 150 lítrar af hráolíu og tugir lítra af smurolíu auk dekkjanna. Dráttarvélin er gjörónýt og hlaðan er mikið skemmd en það tókst að forða því að eldurinn færi í fjárhúsin. Þó urðu nokkrar skemmdir á þaki fjárhússins. Slökkvilið frá Hvammstanga, Borðeyri og Búðardal kom á staðinn auk þess sem nágrannar Gunnars komu til aðstoðar við að slökkva eldinn. Tankbíll frá Búðardal kom með vatn til slökkvistarfsins en annars þurfti að sækja vatn í Hrútafjarðará. Slökkvistarfi lauk klukkan þrjú um nóttina. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Á sér langa sögu eldfimra ummæla Innlent Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Innlent Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður Mestu flokkaflakkararnir Innlent Ölfusá orðin bakkafull af ís Innlent Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni „En ég heyri alveg gríðarlegan stuðning víða“ Hröð barátta og skortur á dýpt Samtöl við kjósendur standa upp úr Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Kjörsókn betri fyrir austan en menn þorðu að vona Tekist að opna alla kjörstaði í Norðausturkjördæmi „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Heyrir fleiri segja þörf á VG á þingi Heldur aftur af sér svo hún gangi ekki um syngjandi Ölfusá orðin bakkafull af ís Á sér langa sögu eldfimra ummæla Auðvelt val þótt hann geti ekki kosið sjálfan sig „Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“ Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Sjá meira
Fjörutíu og ein sauðkind brann inni í eldsvoða í úthúsi á bænum Hrútatungu í botni Hrútafjarðar í fyrrakvöld. Eldurinn kom upp í hlöðu sem er sambyggð fjárhúsunum. Gunnar Sæmundsson, bóndi í Hrútatungu, náði að hleypa fénu út úr fjárhúsunum en kindunum sem voru í hlöðunni varð ekki bjargað. Gunnar fékk snert af reykeitrun og var fluttur á heilbrigðisstofnunina á Hvammstanga þar sem hann dvaldi yfir nóttina. Gunnar er viss um að eldurinn hafi komið upp í dráttarvél sem hann hafði lagt inni í hlöðunni. "Fyrr um daginn hafði verið erfitt að koma dráttarvélinni í gang út af miklu frosti. Þegar ég var búinn að sækja heyrúllur, til að gefa tvo næstu daga, skildi ég dráttarvélina eftir inni í hlöðunni svo það yrði auðveldara að koma henni í gang daginn eftir," segir Gunnar. Hann fór úr fjárhúsunum um klukkan hálf sex. Upp úr klukkan hálf átta fór rafmagn af íbúðarhúsinu og þegar Gunnar fór að leita að vasaljósi varð hann var við eldinn í hlöðunni. Hann hljóp út að fjárhúsunum og hleypti fénu út. Kindurnar sem hýstar voru í hlöðunni brunnu inni en búið var að breyta hluta hlöðunnar í fjárhús. Tvær til þrjár kindur eru sárar og ekki víst hvort þær muni lifa. Gunnar var alls með 430 kindur. Mikill eldsmatur var í dráttarvélinni að sögn Gunnars. Í henni voru hátt í 150 lítrar af hráolíu og tugir lítra af smurolíu auk dekkjanna. Dráttarvélin er gjörónýt og hlaðan er mikið skemmd en það tókst að forða því að eldurinn færi í fjárhúsin. Þó urðu nokkrar skemmdir á þaki fjárhússins. Slökkvilið frá Hvammstanga, Borðeyri og Búðardal kom á staðinn auk þess sem nágrannar Gunnars komu til aðstoðar við að slökkva eldinn. Tankbíll frá Búðardal kom með vatn til slökkvistarfsins en annars þurfti að sækja vatn í Hrútafjarðará. Slökkvistarfi lauk klukkan þrjú um nóttina.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Á sér langa sögu eldfimra ummæla Innlent Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Innlent Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður Mestu flokkaflakkararnir Innlent Ölfusá orðin bakkafull af ís Innlent Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni „En ég heyri alveg gríðarlegan stuðning víða“ Hröð barátta og skortur á dýpt Samtöl við kjósendur standa upp úr Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Kjörsókn betri fyrir austan en menn þorðu að vona Tekist að opna alla kjörstaði í Norðausturkjördæmi „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Heyrir fleiri segja þörf á VG á þingi Heldur aftur af sér svo hún gangi ekki um syngjandi Ölfusá orðin bakkafull af ís Á sér langa sögu eldfimra ummæla Auðvelt val þótt hann geti ekki kosið sjálfan sig „Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“ Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Sjá meira