Um Sigmund og Dieter Roth 22. desember 2004 00:01 Ég ætla að segja það beint út að ég fíla Sigmund ágætlega. Hann er kannski ekki jafn sófístikeraður og sumir sem teikna í erlend blöð, en hann hefur sinn eigin stíl sem maður þekkir undireins, svolítið groddalegan, og það er sniðugt hvernig sömu þemu ganga aftur og aftur hjá honum - Jón Baldvin með drullusokkinn, Davíð með sólgleraugun, framsóknarmenn í peysufötum. Ég þekki af eigin reynslu hversu erfitt það er að ala upp skopmyndateiknara á blöðum; flestir sem hafa reynt hafa verið gjörsamlega snauðir af hugmyndaflugi - það hefur jafnvel þurft að segja þeim hvað þeir ættu að teikna. Því er Sigmund metfé - hann hefur staðið skil á sínu á hverjum degi í fjörutíu ár. Ég get ekki verið neitt sérstaklega mikið á móti kaupunum á myndum eftir hann. Birtingarform mynda Sigmunds er Morgunblaðið á hverjum degi. Að því leyti er umdeilanlegt hversu frummyndir hans hafa mikið gildi - teikningarnar öðlast einmitt líf í umgjörð dagblaðsins. Þannig séð má vissulega efast um kaupin. En á hitt er að líta að tuttugu og sjö rosknir listamenn eru á árlegum heiðurslaunum frá ríkinu - það er allt í lagi að heiðra Sigmund og stofna lítið safn um hann í leiðinni úti í Eyjum. --- --- --- Hitt er svo óvenju bjánalegt að nota þessa umræðu til að vera með molbúahátt út í aðra listamenn - svolítið í anda þess þegar Jónas frá Hriflu hélt á sínum tíma sýningu á klessulist. Þannig beinast spjótin allsendis óvænt að Dieter Roth. Það er hneykslast á borgarfulltrúanum sem sagði að þeir sem ekki þekktu Dieter séu "plebbar". Ha? Eigum við að þekkja þennan mann? Fyrst og fremst bendir þetta til þess að myndlistarfræðsla í landinu sé mjög fátækleg. Dieter er með þekktustu listamönnum á síðustu fimmtíu árum - hann er ábyggilega frægari en til dæmis Erró sem hefur fengið undir sig heilt safn á Reykjavík. Hann hafði mikil áhrif á Íslandi, enda settist hann hér að á unga aldri og eignaðist íslenska fjölskyldu. Hann á sinn þátt í að Íslendingar voru furðulega öflugir í nýlist á 7da og 8da áratugnum - SÚM og allt það. Var svo viðloðandi Ísland allar götur síðan - einkum Mosfellssveit og Loðmundarfjörð. Upp úr 1960 bjó hann reyndar í Ásvallagötu þar sem ég er alinn upp. Þar í götunni var hvíslað að Dieter væri fyrsti veggjalistamaður í bænum - sagt er að hann hafi stundum fengið nóg af Íslendingum og fengið útras með því að fara út á næturþeli til að krassa á veggi. Annars var hann mjög fjölhæfur - framlag hans til auglýsingateiknunar á Íslandi þykir til dæmis merkilegt. Dieter er altént nógu frægur til að fyrr á þessu ári var haldin yfirlitssýning um feril hans í Museum of Modern Art í New York - sem líklega er frægasta nýlistasafn í heimi. Í inngangsorðum að sýningunni segir meðal annars að Roth sé einn af "einstæðustu og mikilvægustu listamönnum á seinni helmingi 20. aldarinnar". Hér getur að líta heimasíðu sýningarinnar í MoMA. --- --- --- Umræðan um Reykjavíkurflugvöll er kominn aftur í gang. Það liggur við að maður segi "úff". Hvenær ætla menn að skilja að þegar eru svo háværar deilur og miklir flokkadrættir um mál er ekki annað til ráða en að gera einhverjar breytingar? Það þarf að leita sátta og þá reynir á að stjórnmálamenn hafi eitthvað annað fram að færa en þvermóðsku. Flugvöllurinn er orðinn að einhvers konar tákni um að landsbyggðin geti öldugis staðið upp í hárinu á liðinu í Reykjavík - þetta er líkt og eina sjálfstæðismál dreifbýlisins. Tónninn í umræðunni er í þessum anda: Ef flugvöllurinn fer úr Vatnsmýri þarf að gera eitthvað rosalegt í staðinn. Til dæmis að lækka barasta skatta á landsbyggðarfólk. Eða þá að sjá til þess að að landið fái margfaldan atkvæðisrétt á við Reykjavík. Jafnvel að flytja alla stjórnsýsluna frá bænum - hví þá ekki Alþingi líka? Þetta er rosalega hörð afstaða - það er eins og að stíma á þéttan vegg af frekju. Einhvern veginn verðum við að komast út úr þessu og ræða málin af einhverju sem líkist skynsemi. Allt er breytingum undirorpið. Nú er til dæmis íbúðaverð að hækka ofboðslega og langmest í miðbænum og þar í kring. --- --- --- Sérfræðingar í fasteignaviðskiptum segja mér að þetta sé eðlilegt ástand - loks endurspegli markaðurinn framboð og eftirspurn eftir að ríkið hefur haldið honum niðri um árabil. Nú sé greinilegt að fari að gera vart við sig mikill verðmunur milli hverfa. Það sé eðlilegt að húsnæðisverð í miðborginni sé hærra en annars staðar - jafnvel margfalt hærra. Þetta sé raunin í borgum erlendis. 117 fermetra íbúð í næsta húsi við mig, timburhúsi frá því um aldamótin 1900, seldist á 27 milljónir fyrir tveimur vikum. Fyrir svona tveimur árum minnir mig að hún hafi kostað 19 milljónir. Íbúðin var á sölu eina helgi - hún var seld á hærra verði en var sett á hana. Annars er yfirleitt ekkert framboð af fasteignum á svæðinu, helst að losni rándýr einbýlishús eða litlar kjallaraholur. Þessi staða hlýtur að hafa áhrif á umræðuna um hvort byggja eigi í Vatnsmýrinni. Eftir að komst á aukið frelsi í húsnæðisviðskiptum kann landið þar að vera miklu verðmætara en margan hugði. Það gengur heldur ekki til langframa að Reykvíkingar búi í dreifðustu borg sem um getur - með lélegustu landnýtingu í heimi. Samkvæmt upplýsingum frá borgarskipulagi fara 600 fermetrar í samgöngumannvirki, götur, bílastæði og slíkt, á hverja íbúð í hverfunum þar sem byggðin er strjálust. Pælið aðeins í þeirri tölu. --- ---- --- Prófessor við Háskólann á Akureyri skrifaði grein um flugvöllinn í blað fyrr í vikunni. Hann var að tala um hvað væri þægilegt að fá sér morgunkaffi heima á Oddeyrinni, fara svo í flugvél til Reykjavíkur og vera kominn aftur norður fyrir kvöldmat.Það er dálítið kátlegt að hugsa til þess að ef flugvöllurinn hefði svipaða staðsetningu á Akureyri og í Reykjavík væri enginn Oddeyri - þar væri nefnilega flugvöllur. --- --- --- Ég verð að viðurkenna að ég forðast samkomur þar sem lesið er upp úr bókum alveg eins og pestina. Flý út úr bókaverslun Máls og menningar þegar ég heyri að liðið er að lesa upp á Súfistanum. Aðallega er þetta vegna þess að ég meðtek ekki bókmenntir í þessu formi, heyri ekki almennilega hvað er verið að segja. Svo hafa sumir rithöfundar komið sér upp tilgerðarlegum upplestrarstíl sem er fjarska erfitt að hlusta á. Ágúst Borgþór Sverrisson, einn skemmtilegasti bloggarinn á netinu, staðfestir allar illu grunsemdirnar sem ég hef um upplestrarsamkomur í pistli sem hann skrifar í dag: "Feginn var ég að vera ekki á meðal upplesara á Kaffi Reykjavík í gærkvöld. Upplestrarsamkomur gerast sífellt erfiðari og vandræðalegri þar sem offramboð er orðið af þeim, aðsókn léleg og áheyrendur leiðinlegir, oft hálfgerðir dónar. Margir yfirgefa salinn í miðjum lestri, oft er það söfnuður í kringum einn höfund, sem lætur sig hverfa burtu með höfundinum um leið og hann er búinn að lesa. Auk þess er mikið ráp á fólki á þessum samkomum og þeir sem þó sitja kyrrir oft með glott eða þóttasvip á smettinu." Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið Halldór 30.11.2024 Halldór Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun
Ég ætla að segja það beint út að ég fíla Sigmund ágætlega. Hann er kannski ekki jafn sófístikeraður og sumir sem teikna í erlend blöð, en hann hefur sinn eigin stíl sem maður þekkir undireins, svolítið groddalegan, og það er sniðugt hvernig sömu þemu ganga aftur og aftur hjá honum - Jón Baldvin með drullusokkinn, Davíð með sólgleraugun, framsóknarmenn í peysufötum. Ég þekki af eigin reynslu hversu erfitt það er að ala upp skopmyndateiknara á blöðum; flestir sem hafa reynt hafa verið gjörsamlega snauðir af hugmyndaflugi - það hefur jafnvel þurft að segja þeim hvað þeir ættu að teikna. Því er Sigmund metfé - hann hefur staðið skil á sínu á hverjum degi í fjörutíu ár. Ég get ekki verið neitt sérstaklega mikið á móti kaupunum á myndum eftir hann. Birtingarform mynda Sigmunds er Morgunblaðið á hverjum degi. Að því leyti er umdeilanlegt hversu frummyndir hans hafa mikið gildi - teikningarnar öðlast einmitt líf í umgjörð dagblaðsins. Þannig séð má vissulega efast um kaupin. En á hitt er að líta að tuttugu og sjö rosknir listamenn eru á árlegum heiðurslaunum frá ríkinu - það er allt í lagi að heiðra Sigmund og stofna lítið safn um hann í leiðinni úti í Eyjum. --- --- --- Hitt er svo óvenju bjánalegt að nota þessa umræðu til að vera með molbúahátt út í aðra listamenn - svolítið í anda þess þegar Jónas frá Hriflu hélt á sínum tíma sýningu á klessulist. Þannig beinast spjótin allsendis óvænt að Dieter Roth. Það er hneykslast á borgarfulltrúanum sem sagði að þeir sem ekki þekktu Dieter séu "plebbar". Ha? Eigum við að þekkja þennan mann? Fyrst og fremst bendir þetta til þess að myndlistarfræðsla í landinu sé mjög fátækleg. Dieter er með þekktustu listamönnum á síðustu fimmtíu árum - hann er ábyggilega frægari en til dæmis Erró sem hefur fengið undir sig heilt safn á Reykjavík. Hann hafði mikil áhrif á Íslandi, enda settist hann hér að á unga aldri og eignaðist íslenska fjölskyldu. Hann á sinn þátt í að Íslendingar voru furðulega öflugir í nýlist á 7da og 8da áratugnum - SÚM og allt það. Var svo viðloðandi Ísland allar götur síðan - einkum Mosfellssveit og Loðmundarfjörð. Upp úr 1960 bjó hann reyndar í Ásvallagötu þar sem ég er alinn upp. Þar í götunni var hvíslað að Dieter væri fyrsti veggjalistamaður í bænum - sagt er að hann hafi stundum fengið nóg af Íslendingum og fengið útras með því að fara út á næturþeli til að krassa á veggi. Annars var hann mjög fjölhæfur - framlag hans til auglýsingateiknunar á Íslandi þykir til dæmis merkilegt. Dieter er altént nógu frægur til að fyrr á þessu ári var haldin yfirlitssýning um feril hans í Museum of Modern Art í New York - sem líklega er frægasta nýlistasafn í heimi. Í inngangsorðum að sýningunni segir meðal annars að Roth sé einn af "einstæðustu og mikilvægustu listamönnum á seinni helmingi 20. aldarinnar". Hér getur að líta heimasíðu sýningarinnar í MoMA. --- --- --- Umræðan um Reykjavíkurflugvöll er kominn aftur í gang. Það liggur við að maður segi "úff". Hvenær ætla menn að skilja að þegar eru svo háværar deilur og miklir flokkadrættir um mál er ekki annað til ráða en að gera einhverjar breytingar? Það þarf að leita sátta og þá reynir á að stjórnmálamenn hafi eitthvað annað fram að færa en þvermóðsku. Flugvöllurinn er orðinn að einhvers konar tákni um að landsbyggðin geti öldugis staðið upp í hárinu á liðinu í Reykjavík - þetta er líkt og eina sjálfstæðismál dreifbýlisins. Tónninn í umræðunni er í þessum anda: Ef flugvöllurinn fer úr Vatnsmýri þarf að gera eitthvað rosalegt í staðinn. Til dæmis að lækka barasta skatta á landsbyggðarfólk. Eða þá að sjá til þess að að landið fái margfaldan atkvæðisrétt á við Reykjavík. Jafnvel að flytja alla stjórnsýsluna frá bænum - hví þá ekki Alþingi líka? Þetta er rosalega hörð afstaða - það er eins og að stíma á þéttan vegg af frekju. Einhvern veginn verðum við að komast út úr þessu og ræða málin af einhverju sem líkist skynsemi. Allt er breytingum undirorpið. Nú er til dæmis íbúðaverð að hækka ofboðslega og langmest í miðbænum og þar í kring. --- --- --- Sérfræðingar í fasteignaviðskiptum segja mér að þetta sé eðlilegt ástand - loks endurspegli markaðurinn framboð og eftirspurn eftir að ríkið hefur haldið honum niðri um árabil. Nú sé greinilegt að fari að gera vart við sig mikill verðmunur milli hverfa. Það sé eðlilegt að húsnæðisverð í miðborginni sé hærra en annars staðar - jafnvel margfalt hærra. Þetta sé raunin í borgum erlendis. 117 fermetra íbúð í næsta húsi við mig, timburhúsi frá því um aldamótin 1900, seldist á 27 milljónir fyrir tveimur vikum. Fyrir svona tveimur árum minnir mig að hún hafi kostað 19 milljónir. Íbúðin var á sölu eina helgi - hún var seld á hærra verði en var sett á hana. Annars er yfirleitt ekkert framboð af fasteignum á svæðinu, helst að losni rándýr einbýlishús eða litlar kjallaraholur. Þessi staða hlýtur að hafa áhrif á umræðuna um hvort byggja eigi í Vatnsmýrinni. Eftir að komst á aukið frelsi í húsnæðisviðskiptum kann landið þar að vera miklu verðmætara en margan hugði. Það gengur heldur ekki til langframa að Reykvíkingar búi í dreifðustu borg sem um getur - með lélegustu landnýtingu í heimi. Samkvæmt upplýsingum frá borgarskipulagi fara 600 fermetrar í samgöngumannvirki, götur, bílastæði og slíkt, á hverja íbúð í hverfunum þar sem byggðin er strjálust. Pælið aðeins í þeirri tölu. --- ---- --- Prófessor við Háskólann á Akureyri skrifaði grein um flugvöllinn í blað fyrr í vikunni. Hann var að tala um hvað væri þægilegt að fá sér morgunkaffi heima á Oddeyrinni, fara svo í flugvél til Reykjavíkur og vera kominn aftur norður fyrir kvöldmat.Það er dálítið kátlegt að hugsa til þess að ef flugvöllurinn hefði svipaða staðsetningu á Akureyri og í Reykjavík væri enginn Oddeyri - þar væri nefnilega flugvöllur. --- --- --- Ég verð að viðurkenna að ég forðast samkomur þar sem lesið er upp úr bókum alveg eins og pestina. Flý út úr bókaverslun Máls og menningar þegar ég heyri að liðið er að lesa upp á Súfistanum. Aðallega er þetta vegna þess að ég meðtek ekki bókmenntir í þessu formi, heyri ekki almennilega hvað er verið að segja. Svo hafa sumir rithöfundar komið sér upp tilgerðarlegum upplestrarstíl sem er fjarska erfitt að hlusta á. Ágúst Borgþór Sverrisson, einn skemmtilegasti bloggarinn á netinu, staðfestir allar illu grunsemdirnar sem ég hef um upplestrarsamkomur í pistli sem hann skrifar í dag: "Feginn var ég að vera ekki á meðal upplesara á Kaffi Reykjavík í gærkvöld. Upplestrarsamkomur gerast sífellt erfiðari og vandræðalegri þar sem offramboð er orðið af þeim, aðsókn léleg og áheyrendur leiðinlegir, oft hálfgerðir dónar. Margir yfirgefa salinn í miðjum lestri, oft er það söfnuður í kringum einn höfund, sem lætur sig hverfa burtu með höfundinum um leið og hann er búinn að lesa. Auk þess er mikið ráp á fólki á þessum samkomum og þeir sem þó sitja kyrrir oft með glott eða þóttasvip á smettinu."