Veitt of mikið fyrir 30 árum 17. nóvember 2005 05:00 Leiðari Fréttablaðsins þann 10. nóvember endurómar fullyrðingar Hafró um að veitt hafi verið umfram ráðgjöf í 30 ár. Nokkurs konar uppsafnaður vandi stjórnmálamanna og gráðugra sjómanna. Það er ekki hægt að líkja afrakstri fiskstofns við vexti á bankabók. Það eru mjög vafasöm fræði að hægt sé að geyma fisk um árabil í hafinu og láta hann vaxa. Vöxtur einstaklinga hlýtur að fara eftir fæðuframboði og fjölda einstaklinga sem eru í samkeppni um fæðuna. Þetta er álíka og ef að einhver bóndi léti sér detta í hug að slá annað hvort ár og fá sama heyfeng og slægi hann árlega. Ekki er bóndanum heldur straffað ef hann slær tvisvar, sprettan árið eftir verður sú sama, ef ekki meiri, minni sina og grasið tekur fyrr við sér. Þá myndi bóndanum þykja fjarstæðukennt að kenna afa sínum um lélega uppskeru, en gamli maðurinn var vanur að slá niður í rót. Það verður að skoða rök Hafró um umframveiði í þessu ljósi: Þeir kenna uppsafnaðri veiði umfram ráðleggingar, takið eftir umfram ráðleggingar, vera orsök minni þorskstofns nú. Í sjálfu sér er það alger líffræðileg della að rekja afrakstur Íslandsmiða nú út frá meintri umframveiði fyrir mörgum áratugum síðan. Miklu nær væri að líta til þeirra skilyrða sem nú eru í lífríkinu og samspils fæðuframboðs og vaxtar. Staðreynd málsins er hins vegar sú að 1983 lögðu þeir til að dregið yrði úr afla, frá 300 þúsund tonnum í 200 þúsund tonn til þess að koma í veg fyrir hrun þorskstofnsins, en aflinn hafði þá minnkað úr 480 þúsund tonnum 1981 eftir að farið hafði verið að ráðleggingum Hafró um stækkun möskva til að auka nýtingu stofnsins, leyfa fiskinum að vaxa eins og sagt var. Þegar ráðlegging um stækkun möskva hafði brugðist, vegna þess að fæðuframboðið stóð ekki undir aukinni friðun, fiskurinn léttist og féll úr hor, hljóðaði ráðgjöfin upp á frekari aflasamdrátt. Allir vita hvernig komið er, aflinn er um 200 þúsund tonn, nokkuð sem þótti arfaslakt þegar lagt var af stað með ráðgjöfina. Nú, 23 árum seinna, er nýjasta og frumlegasta ráðgjöfin: Veiða minna því of mikið hefur verið veitt undanfarin 30 ár! Haldinn er fundur þar sem valdir erlendir valinkunnir sérfræðingar eru látnir taka undir splunkunýja ráðgjöf sem er að veiða enn minna. Hvernig ætli fjárstofn og beitarlönd litu út hjá bónda sem hætti að slátra í nokkur ár? Ein röksemdin er sögð vera að hnignun "þorskstofnsins sé ekki sér íslenskt fyrirbrigði því víða er svipað ástand þorskstofna og hér, og sums staðar jafnvel mun verra". Hvernig væri að snúa röksemdafærslunni við og segja: Alls staðar þar sem reynt hefur verið að byggja upp þorskstofna með því að draga úr veiðum er niðurstaðan á einn veg: Afli hefur minnkað og stofnarnir mælast miklu minni en þegar lagt var af stað í uppbyggingu með friðun. Þetta á við um Norðursjóinn þar sem þorskafli er orðinn sáralítill, enda búið að farga flotanum, írska hafið þar sem afli hefur fallið úr 15 þúsund tonnum í 3 þúsund tonn eftir um 20 ára niðurskurð samkvæmt ráðgjöf Alþjóða hafrannsóknarráðsins og allir þekkja Kanadadæmið þar sem miðunum var lokað eftir nokkurra ára tilraunir með því að stunda sams konar kjörveiði, allt að ráðum fiskifræðinga. Í lokin er rétt að nefna ástand þorskstofnsins í Barentshafi, en þar hefur það verið reglan að um áratuga skeið hefur verið veitt langt umfram ráðgjöf Alþjóða hafrannsóknaráðsins og virðist sem þorskstofninn þar gefi gríðarlegan afla langt umfram væntingar og allar hrakspár. Höfundur er þingmaður Frjálslynda flokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Þórðarson Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Leiðari Fréttablaðsins þann 10. nóvember endurómar fullyrðingar Hafró um að veitt hafi verið umfram ráðgjöf í 30 ár. Nokkurs konar uppsafnaður vandi stjórnmálamanna og gráðugra sjómanna. Það er ekki hægt að líkja afrakstri fiskstofns við vexti á bankabók. Það eru mjög vafasöm fræði að hægt sé að geyma fisk um árabil í hafinu og láta hann vaxa. Vöxtur einstaklinga hlýtur að fara eftir fæðuframboði og fjölda einstaklinga sem eru í samkeppni um fæðuna. Þetta er álíka og ef að einhver bóndi léti sér detta í hug að slá annað hvort ár og fá sama heyfeng og slægi hann árlega. Ekki er bóndanum heldur straffað ef hann slær tvisvar, sprettan árið eftir verður sú sama, ef ekki meiri, minni sina og grasið tekur fyrr við sér. Þá myndi bóndanum þykja fjarstæðukennt að kenna afa sínum um lélega uppskeru, en gamli maðurinn var vanur að slá niður í rót. Það verður að skoða rök Hafró um umframveiði í þessu ljósi: Þeir kenna uppsafnaðri veiði umfram ráðleggingar, takið eftir umfram ráðleggingar, vera orsök minni þorskstofns nú. Í sjálfu sér er það alger líffræðileg della að rekja afrakstur Íslandsmiða nú út frá meintri umframveiði fyrir mörgum áratugum síðan. Miklu nær væri að líta til þeirra skilyrða sem nú eru í lífríkinu og samspils fæðuframboðs og vaxtar. Staðreynd málsins er hins vegar sú að 1983 lögðu þeir til að dregið yrði úr afla, frá 300 þúsund tonnum í 200 þúsund tonn til þess að koma í veg fyrir hrun þorskstofnsins, en aflinn hafði þá minnkað úr 480 þúsund tonnum 1981 eftir að farið hafði verið að ráðleggingum Hafró um stækkun möskva til að auka nýtingu stofnsins, leyfa fiskinum að vaxa eins og sagt var. Þegar ráðlegging um stækkun möskva hafði brugðist, vegna þess að fæðuframboðið stóð ekki undir aukinni friðun, fiskurinn léttist og féll úr hor, hljóðaði ráðgjöfin upp á frekari aflasamdrátt. Allir vita hvernig komið er, aflinn er um 200 þúsund tonn, nokkuð sem þótti arfaslakt þegar lagt var af stað með ráðgjöfina. Nú, 23 árum seinna, er nýjasta og frumlegasta ráðgjöfin: Veiða minna því of mikið hefur verið veitt undanfarin 30 ár! Haldinn er fundur þar sem valdir erlendir valinkunnir sérfræðingar eru látnir taka undir splunkunýja ráðgjöf sem er að veiða enn minna. Hvernig ætli fjárstofn og beitarlönd litu út hjá bónda sem hætti að slátra í nokkur ár? Ein röksemdin er sögð vera að hnignun "þorskstofnsins sé ekki sér íslenskt fyrirbrigði því víða er svipað ástand þorskstofna og hér, og sums staðar jafnvel mun verra". Hvernig væri að snúa röksemdafærslunni við og segja: Alls staðar þar sem reynt hefur verið að byggja upp þorskstofna með því að draga úr veiðum er niðurstaðan á einn veg: Afli hefur minnkað og stofnarnir mælast miklu minni en þegar lagt var af stað í uppbyggingu með friðun. Þetta á við um Norðursjóinn þar sem þorskafli er orðinn sáralítill, enda búið að farga flotanum, írska hafið þar sem afli hefur fallið úr 15 þúsund tonnum í 3 þúsund tonn eftir um 20 ára niðurskurð samkvæmt ráðgjöf Alþjóða hafrannsóknarráðsins og allir þekkja Kanadadæmið þar sem miðunum var lokað eftir nokkurra ára tilraunir með því að stunda sams konar kjörveiði, allt að ráðum fiskifræðinga. Í lokin er rétt að nefna ástand þorskstofnsins í Barentshafi, en þar hefur það verið reglan að um áratuga skeið hefur verið veitt langt umfram ráðgjöf Alþjóða hafrannsóknaráðsins og virðist sem þorskstofninn þar gefi gríðarlegan afla langt umfram væntingar og allar hrakspár. Höfundur er þingmaður Frjálslynda flokksins.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar