Kristján skal af stallinum 17. janúar 2005 00:01 Aðfarirnar í kringum Kristján Jóhannsson eru eins og í Austur-Evrópuríkjunum þegar ráðist var að styttum og þær dregnar niður með handafli, köðlum og dráttarvélum. Kristján skal niður af stallinum. Hann skaðaði sig náttúrlega þegar hann birtist í fjölmiðlum fyrir jólin, löðrungaði þáttastjórnanda og fór að tala um brjóstin á sjónvarpskonu. Þá er eins og verði algjör viðhorfsbreyting, múgsefjun jafnvel - viðhorfið er: Við þoldum líklega aldrei þennan mann. Morgunblaðið sem hefur ætíð staðið með Kristjáni, aldrei flutt nema jákvæðar fréttir af honum, lætur Jónas Sen skrifa dóm um geisladiskinn hans. Jónas er frábær - en þetta gat bara farið á einn veg. Jónas rakkaði diskinn niður. Sagði að Kristjáni hefði hnignað sem söngvari. Mogginn er semsagt búinn að gefa Kristján upp á bátinn. Eitt sinn var hann blaðinu næstum jafn kær og Ingólfur Guðbrandsson. Í nýjasta Mannlífi birtist svo grein um Kristján. Þar er meðal annars hringt í gagnrýnendur og ritstjóra óperublaða sem allir segja það sama: Við þekkjum Kristján ekki neitt, hann er ekki frægur. Niðurstaðan er að hann sé smávegis þekktur á Ítalíu og þurfi sennilega bráðum að selja húsið sitt. Kristján vill ekkert við íslenska blaðamenn tala. Sigurjóna svarar og segir: "Við skuldum Íslendingum ekki neitt." --- --- --- Sérgæska stjórnmálamanna er engu lík. Þeir gæta sinna stéttarhagsmuna eins og ljóslega kom fram í eftirlaunamálinu í desember 2003. Það er búið að tryggja Davíð og Halldóri frábær kjör þegar þeir láta af störfum, flokksgæðingar eru skipaðir í stöður út um allt kerfið og nú er frá því skýrt að fyrrverandi ráðherrar séu á eftirlaunum á sama tíma og þeir eru í fullu starfi hjá ríkinu! Þetta er enn ein afleiðing eftirlaunafrumvarpsins góða. Á það hefur verið bent að þegar talað er um Ísland sem land þar sem finnst engin spilling, sé einungis horft til þess hvort hér tíðkist mútur. Það er ekki litið til mannaráðninga - útnefningaspillingar svokallaðrar - eða sjálfhygli stjórnmálamanna. --- --- --- Það getur verið kjánalegt að reiða sig á minnið þótt maður telji það nokkuð gott. Vef-Þjóðviljinn bendir á missagnir í grein sem ég skrifaði í DV á laugardag. Þar fjallaði ég meðal annars um frjálsræðisvæðingu í íslensku skemmtanalífi. Í greininni fullyrti ég að að Steingrímur Hermannsson hefði verið dómsmálaráðherra í stjórn Gunnars Thoroddsen, hið rétta er að það var Friðjón Þórðarson. Steingrímur var hins vegar dómsmálaráðherra 1978 til 1979, í ráðuneyti Ólafs Jóhannessonar. Var það ekki þá að skemmtistaðir fóru að hafa opið til þrjú á nóttinni - altént er alveg fast í mér að tengja þá breytingu við Steingrím? Vef-Þjóðviljinn bendir á að bjórbanninu var aflétt með lögum 10. maí 1988, meðan Þorsteinn Pálsson var forsætisráðherra. Bjórinn fór svo að flæða ári síðar - þá var búið að setja Þorstein af og Steingrímur tekinn við. Það er svo líka alveg rétt hjá Vef-Þjóðviljanum að ólíklegustu menn voru á móti bjórnum - og litasjónvarpi og EES ef því er að skipta. --- --- --- Annars er annað skref í frjálsræðisátt á þessum tíma sem vert er að nefna. Þeim góða manni Benedikt Gröndal, sem var utanríkisráðherra í hinni skammlífu stjórn Óla Jó 1978 til 1979 (og svo forsætisráðherra í minnihlutastjórn Alþýðuflokksins), ofbauð hvernig var komið fram við bandarísku dátana á Vellinum. Þeir þurftu að undirgangast útgöngubann sem olli því að þeir máttu ekki vera á ferli eftir klukkan hálf tólf á kvöldin. Sjálfur starfaði ég sem næturvörður á Hótel Borg um þetta leyti og þurfti að reyna sjá til þess í samstarfi við íslenska lögreglu og herlögreglumenn að þessu banni væri framfylgt. Vaskleg lögreglusveit kom oft við á hótelinu að næturlagi til að athuga hvort hermennirnir, sem voru í bæjarleyfi, væru í herbergjum sínum - og ekki síður hvort þeir hefðu stúlkur með sér. Voru þær þá miskunnarlaust hraktar burt. Mér fannst ekki vera í mínum verkahring að stöðva ástar- eða kynferðissambönd milli hermanna og íslenskra kvenna. Reyndi því oftast að hylma yfir með dátunum. Þeir voru líka óttaleg grey margir hverjir, ungir strákar sem vissu ekki mikið hvað þeir voru að gera hérna - Texasdrengir á frívakt.. Sjálfur var ég raunar ekki nema tvítugur. En ég hleypti þeim semsagt upp á herbergi með stelpur, í trássi við herlögregluna - gekkst dálítið upp í því að vera spilltur næturvörður, lét mér meira að segja vaxa yfirvaraskegg. Benedikt rann þetta líka til rifja. Hann aflétti útgöngubanninu á hermennina. Það gekk allt af göflunum. Þessi sómamaður var úthrópaður sem svikari við land og þjóð. Bannið var snimendis sett á aftur. --- --- --- Það verður að segjast eins og er að 365 og Hvítar myndir eru ekki góð nöfn - með fullri virðingu fyrir þeim sem stjórna þessum fyrirtækjum. Út um allan bæ eru menn að reyna að fá botn í hvað þetta þýði. Er eitthvað fynd þarna sem manni yfirsést? Björn Bjarnason skemmtir sér yfir þessu á heimasíðu sinni og telur að nafnið sé svo óþjált að líklega eigi menn "ekki annarra kosta völ en að nota orðið "Baugsmiðlar" til að skilja við hvað er átt". Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið Halldór 30.11.2024 Halldór Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun
Aðfarirnar í kringum Kristján Jóhannsson eru eins og í Austur-Evrópuríkjunum þegar ráðist var að styttum og þær dregnar niður með handafli, köðlum og dráttarvélum. Kristján skal niður af stallinum. Hann skaðaði sig náttúrlega þegar hann birtist í fjölmiðlum fyrir jólin, löðrungaði þáttastjórnanda og fór að tala um brjóstin á sjónvarpskonu. Þá er eins og verði algjör viðhorfsbreyting, múgsefjun jafnvel - viðhorfið er: Við þoldum líklega aldrei þennan mann. Morgunblaðið sem hefur ætíð staðið með Kristjáni, aldrei flutt nema jákvæðar fréttir af honum, lætur Jónas Sen skrifa dóm um geisladiskinn hans. Jónas er frábær - en þetta gat bara farið á einn veg. Jónas rakkaði diskinn niður. Sagði að Kristjáni hefði hnignað sem söngvari. Mogginn er semsagt búinn að gefa Kristján upp á bátinn. Eitt sinn var hann blaðinu næstum jafn kær og Ingólfur Guðbrandsson. Í nýjasta Mannlífi birtist svo grein um Kristján. Þar er meðal annars hringt í gagnrýnendur og ritstjóra óperublaða sem allir segja það sama: Við þekkjum Kristján ekki neitt, hann er ekki frægur. Niðurstaðan er að hann sé smávegis þekktur á Ítalíu og þurfi sennilega bráðum að selja húsið sitt. Kristján vill ekkert við íslenska blaðamenn tala. Sigurjóna svarar og segir: "Við skuldum Íslendingum ekki neitt." --- --- --- Sérgæska stjórnmálamanna er engu lík. Þeir gæta sinna stéttarhagsmuna eins og ljóslega kom fram í eftirlaunamálinu í desember 2003. Það er búið að tryggja Davíð og Halldóri frábær kjör þegar þeir láta af störfum, flokksgæðingar eru skipaðir í stöður út um allt kerfið og nú er frá því skýrt að fyrrverandi ráðherrar séu á eftirlaunum á sama tíma og þeir eru í fullu starfi hjá ríkinu! Þetta er enn ein afleiðing eftirlaunafrumvarpsins góða. Á það hefur verið bent að þegar talað er um Ísland sem land þar sem finnst engin spilling, sé einungis horft til þess hvort hér tíðkist mútur. Það er ekki litið til mannaráðninga - útnefningaspillingar svokallaðrar - eða sjálfhygli stjórnmálamanna. --- --- --- Það getur verið kjánalegt að reiða sig á minnið þótt maður telji það nokkuð gott. Vef-Þjóðviljinn bendir á missagnir í grein sem ég skrifaði í DV á laugardag. Þar fjallaði ég meðal annars um frjálsræðisvæðingu í íslensku skemmtanalífi. Í greininni fullyrti ég að að Steingrímur Hermannsson hefði verið dómsmálaráðherra í stjórn Gunnars Thoroddsen, hið rétta er að það var Friðjón Þórðarson. Steingrímur var hins vegar dómsmálaráðherra 1978 til 1979, í ráðuneyti Ólafs Jóhannessonar. Var það ekki þá að skemmtistaðir fóru að hafa opið til þrjú á nóttinni - altént er alveg fast í mér að tengja þá breytingu við Steingrím? Vef-Þjóðviljinn bendir á að bjórbanninu var aflétt með lögum 10. maí 1988, meðan Þorsteinn Pálsson var forsætisráðherra. Bjórinn fór svo að flæða ári síðar - þá var búið að setja Þorstein af og Steingrímur tekinn við. Það er svo líka alveg rétt hjá Vef-Þjóðviljanum að ólíklegustu menn voru á móti bjórnum - og litasjónvarpi og EES ef því er að skipta. --- --- --- Annars er annað skref í frjálsræðisátt á þessum tíma sem vert er að nefna. Þeim góða manni Benedikt Gröndal, sem var utanríkisráðherra í hinni skammlífu stjórn Óla Jó 1978 til 1979 (og svo forsætisráðherra í minnihlutastjórn Alþýðuflokksins), ofbauð hvernig var komið fram við bandarísku dátana á Vellinum. Þeir þurftu að undirgangast útgöngubann sem olli því að þeir máttu ekki vera á ferli eftir klukkan hálf tólf á kvöldin. Sjálfur starfaði ég sem næturvörður á Hótel Borg um þetta leyti og þurfti að reyna sjá til þess í samstarfi við íslenska lögreglu og herlögreglumenn að þessu banni væri framfylgt. Vaskleg lögreglusveit kom oft við á hótelinu að næturlagi til að athuga hvort hermennirnir, sem voru í bæjarleyfi, væru í herbergjum sínum - og ekki síður hvort þeir hefðu stúlkur með sér. Voru þær þá miskunnarlaust hraktar burt. Mér fannst ekki vera í mínum verkahring að stöðva ástar- eða kynferðissambönd milli hermanna og íslenskra kvenna. Reyndi því oftast að hylma yfir með dátunum. Þeir voru líka óttaleg grey margir hverjir, ungir strákar sem vissu ekki mikið hvað þeir voru að gera hérna - Texasdrengir á frívakt.. Sjálfur var ég raunar ekki nema tvítugur. En ég hleypti þeim semsagt upp á herbergi með stelpur, í trássi við herlögregluna - gekkst dálítið upp í því að vera spilltur næturvörður, lét mér meira að segja vaxa yfirvaraskegg. Benedikt rann þetta líka til rifja. Hann aflétti útgöngubanninu á hermennina. Það gekk allt af göflunum. Þessi sómamaður var úthrópaður sem svikari við land og þjóð. Bannið var snimendis sett á aftur. --- --- --- Það verður að segjast eins og er að 365 og Hvítar myndir eru ekki góð nöfn - með fullri virðingu fyrir þeim sem stjórna þessum fyrirtækjum. Út um allan bæ eru menn að reyna að fá botn í hvað þetta þýði. Er eitthvað fynd þarna sem manni yfirsést? Björn Bjarnason skemmtir sér yfir þessu á heimasíðu sinni og telur að nafnið sé svo óþjált að líklega eigi menn "ekki annarra kosta völ en að nota orðið "Baugsmiðlar" til að skilja við hvað er átt".