Allawi gengur í öll störf 19. janúar 2005 00:01 Í fréttum segir að Iyad Allawi, settur forsætisráðherra Íraks, hafi skotið sex uppreisnarmenn með eigin hendi á lögreglustöð. Fyrstu viðbrögð manns eru að hneykslast - hverslags pakk er þetta sem Vesturlönd eru að styðja? Svo hugsar maður sig betur um. Er þetta ekki einmitt hreinlegra, að stjórnmálamennirnir geri þetta sjálfir fremur en að láta einhverja vesæla unglinga um manndrápin? Því ekki skjóta byssurnar sjálfar. Mestu morðingjar sögunnar drápu fæstir menn með eigin hendi - þeir létu aðra um það. Yfirböðull Stalíns hét Vasili Blokhin. Hann var blóðugur upp fyrir haus, en fáir þekkja nafn hans. --- --- --- Prentsmiðjan Oddi afturkallar dagbækur vegna þess að þær eru með kvenfjandsamlegum málsháttum. Prentsmiðjan biðst mikillega afsökunar á mistökunum. Maður veltir fyrir sér hvort ekki sé tímabært að gefa út pólitískt rétta málsháttasafnið þannig að svona mistök þurfi ekki að endurtaka sig. Þarna væri til dæmis búið að hreinsa burt: Neyðin kennir naktri konu að spinna - hví ekki karli? Enginn verður óbarinn biskup - hvetur til ofbeldis. Köld eru kvennaráð - ófrægjandi. Ég er ekkert sérlega vel að mér um málshætti, en sjálfsagt má taka miklu fleiri úr umferð. --- --- --- Meira að segja leiðarahöfundur Morgunblaðsins er farinn að kvarta undan lélegu úrvali í bíó. Nú er tilkynnt að nýjar myndir eftir Pedro Almodovar og Lucas Moodyson verði sýndar á kvikmyndahátíð hér - en ekki fyrr en í apríl. Þetta eru tveir af frægustu kvikmyndaleikstjórum í Evrópu, einstakir listamenn báðir tveir. Myndirnar þeirra fá hvarvetna mikið umtal og góða aðsókn. Líka hér. Hví er ekki hægt að sýna myndirnar eftir þá á almennum sýningum? Er svona miklu betri hljómgrunnur fyrir Chucky 4? Ég fór um daginn í Háskólabíó og sá myndina Oceans Twelve. Gekk út eftir miðja mynd. Hún var ótrúlega klén. Það var nóg af fallegu fólki, fallegum bílum, fallegum fötum, fallegum hótelum - eins og að vera staddur í allsherjar merkjavöruflippi. Leikararnir vissu ekkert hvað þeir voru að gera; hápunkturinn var þegar Julia Roberts fór að leika persónu sem þóttist vera Julia Roberts. Þá gafst ég upp. --- --- --- Ég hef gaman af hugtakinu "krúttkynslóðin". Þykist vita við hvað er átt þótt ég geti ekki skýrt það nákvæmlega. Nefndi við móður pilts sem ég þekki að líklega væri hann af krúttkynslóðinni - mamman fór öll í vörn fyrir drenginn sinn, fannst þetta niðrandi og vildi ekkert kannast við að hann væri krúttlegur. Það væri fróðlegt að fá aðstoð við að skilgreina krúttkynslóðina aðeins betur, klæðaburðinn, smekkinn og aldurshópinn. Björk er líklega fyrirmynd hennar, Múm eru mjög verðugir fulltrúar - en piltarnir í Sigurrós eru konungar krúttsins. Tónlistarflutningur Sigurrósar í söfnunarþættinum í sjónvarpinu á laugardagskvöldið var eins og djammsessjón í Barnamúsíkskólanum. Fyrir nokkrum árum heyrði ég frásögn af Íslendingum á kvikmyndahátíðinni í Gautaborg. Rithöfundar og kvikmyndagerðarmenn ultu þar um blindfullir - frægur íslenskur höfundur einokaði míkrófóninn og neitaði að hætta að lesa, kvikmyndagerðarkona stóð uppi á borði og fletti upp um sig pilsunum. En svo kom Sigurrós, allir á sokkaleistunum, með te og reykelsi og spiluðu sína undurfallegu tónlist. 68-kynslóðin varð sér til skammar en krúttkynslóðin brilleraði. --- --- --- Ein af ástæðunum sem Geir Haarde gaf fyrir skattalækkunum ríkisstjórnarinnar var að þær myndu örva atvinnuþátttöku. Nú virðast flestir sem taka til máls í umræðunni um kreppu fjölskyldunnar vera sammála um að þessa sé allra síst þörf. Atvinnuþáttakan sé einmitt allt of mikil, vinnutíminn of langur, en framleiðnin hlægilega lítil miðað við land sem telur sig svo þróað. Það er ráðgáta að enn skuli vera talið æskilegt að Íslendingar lufsist í vinnunni daginn út og daginn inn. Ég held reyndar að ein skýringin sé sú að mörgum líður einfaldlega betur í vinnunni en heima hjá sér - kannski eru of miklar kröfur heima? Ung sjálfstæðiskona, Margrét Einarsdóttir, skrifar pistil um þetta á Deigluna fyrir fáeinum dögum: "Íslendingar vinna alltof mikið og miklu miklu meira en öll önnur lönd í Evrópu. Í nýlegri rannsókn kom í ljós að Íslendingar vinna mest allra Evrópuþjóða (a.m.k. þeirra sem rannsóknin náði til) og hvorki meira né minna en 10% meira en sú þjóð sem koma næst á eftir okkur, Bretar. Það segir sig sjálft að það gengur ekki saman við það að ala upp börn að báðir foreldrar vinni 50-60 klst á viku eins og virðist vera í ,,tísku” hér á landi. Þó má þess geta að framleiðni Íslendinga er í alls engu samræmi við hina löngu vinnuviku. Þetta viðhorf verður að breytast, það verður að vera nóg að vinna 40-45 klst á viku til að ,,meika það” líkt og tíðkast í löndunum í kringum okkar. Einnig þyrfti að vera meiri sveigjanleiki á vinnumarkaðnum og hugsanlega bjóða upp á 80% starfshlutfall líkt og er afar algengt á hinum Norðurlöndunum." --- --- --- Kári er krútt. Við vorum að labba í Lækjargötunni, hann í kerrunni. Ég spyr: "Kári, ætlar þú kannski í Menntaskólann? Þú gætir lært latínu og stærðfræði?" Kári svarar ekki, eftir nokkra stund segir hann: "Ég vil fara í Menntaskólann að læra latfræði." Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið Halldór 30.11.2024 Halldór Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun
Í fréttum segir að Iyad Allawi, settur forsætisráðherra Íraks, hafi skotið sex uppreisnarmenn með eigin hendi á lögreglustöð. Fyrstu viðbrögð manns eru að hneykslast - hverslags pakk er þetta sem Vesturlönd eru að styðja? Svo hugsar maður sig betur um. Er þetta ekki einmitt hreinlegra, að stjórnmálamennirnir geri þetta sjálfir fremur en að láta einhverja vesæla unglinga um manndrápin? Því ekki skjóta byssurnar sjálfar. Mestu morðingjar sögunnar drápu fæstir menn með eigin hendi - þeir létu aðra um það. Yfirböðull Stalíns hét Vasili Blokhin. Hann var blóðugur upp fyrir haus, en fáir þekkja nafn hans. --- --- --- Prentsmiðjan Oddi afturkallar dagbækur vegna þess að þær eru með kvenfjandsamlegum málsháttum. Prentsmiðjan biðst mikillega afsökunar á mistökunum. Maður veltir fyrir sér hvort ekki sé tímabært að gefa út pólitískt rétta málsháttasafnið þannig að svona mistök þurfi ekki að endurtaka sig. Þarna væri til dæmis búið að hreinsa burt: Neyðin kennir naktri konu að spinna - hví ekki karli? Enginn verður óbarinn biskup - hvetur til ofbeldis. Köld eru kvennaráð - ófrægjandi. Ég er ekkert sérlega vel að mér um málshætti, en sjálfsagt má taka miklu fleiri úr umferð. --- --- --- Meira að segja leiðarahöfundur Morgunblaðsins er farinn að kvarta undan lélegu úrvali í bíó. Nú er tilkynnt að nýjar myndir eftir Pedro Almodovar og Lucas Moodyson verði sýndar á kvikmyndahátíð hér - en ekki fyrr en í apríl. Þetta eru tveir af frægustu kvikmyndaleikstjórum í Evrópu, einstakir listamenn báðir tveir. Myndirnar þeirra fá hvarvetna mikið umtal og góða aðsókn. Líka hér. Hví er ekki hægt að sýna myndirnar eftir þá á almennum sýningum? Er svona miklu betri hljómgrunnur fyrir Chucky 4? Ég fór um daginn í Háskólabíó og sá myndina Oceans Twelve. Gekk út eftir miðja mynd. Hún var ótrúlega klén. Það var nóg af fallegu fólki, fallegum bílum, fallegum fötum, fallegum hótelum - eins og að vera staddur í allsherjar merkjavöruflippi. Leikararnir vissu ekkert hvað þeir voru að gera; hápunkturinn var þegar Julia Roberts fór að leika persónu sem þóttist vera Julia Roberts. Þá gafst ég upp. --- --- --- Ég hef gaman af hugtakinu "krúttkynslóðin". Þykist vita við hvað er átt þótt ég geti ekki skýrt það nákvæmlega. Nefndi við móður pilts sem ég þekki að líklega væri hann af krúttkynslóðinni - mamman fór öll í vörn fyrir drenginn sinn, fannst þetta niðrandi og vildi ekkert kannast við að hann væri krúttlegur. Það væri fróðlegt að fá aðstoð við að skilgreina krúttkynslóðina aðeins betur, klæðaburðinn, smekkinn og aldurshópinn. Björk er líklega fyrirmynd hennar, Múm eru mjög verðugir fulltrúar - en piltarnir í Sigurrós eru konungar krúttsins. Tónlistarflutningur Sigurrósar í söfnunarþættinum í sjónvarpinu á laugardagskvöldið var eins og djammsessjón í Barnamúsíkskólanum. Fyrir nokkrum árum heyrði ég frásögn af Íslendingum á kvikmyndahátíðinni í Gautaborg. Rithöfundar og kvikmyndagerðarmenn ultu þar um blindfullir - frægur íslenskur höfundur einokaði míkrófóninn og neitaði að hætta að lesa, kvikmyndagerðarkona stóð uppi á borði og fletti upp um sig pilsunum. En svo kom Sigurrós, allir á sokkaleistunum, með te og reykelsi og spiluðu sína undurfallegu tónlist. 68-kynslóðin varð sér til skammar en krúttkynslóðin brilleraði. --- --- --- Ein af ástæðunum sem Geir Haarde gaf fyrir skattalækkunum ríkisstjórnarinnar var að þær myndu örva atvinnuþátttöku. Nú virðast flestir sem taka til máls í umræðunni um kreppu fjölskyldunnar vera sammála um að þessa sé allra síst þörf. Atvinnuþáttakan sé einmitt allt of mikil, vinnutíminn of langur, en framleiðnin hlægilega lítil miðað við land sem telur sig svo þróað. Það er ráðgáta að enn skuli vera talið æskilegt að Íslendingar lufsist í vinnunni daginn út og daginn inn. Ég held reyndar að ein skýringin sé sú að mörgum líður einfaldlega betur í vinnunni en heima hjá sér - kannski eru of miklar kröfur heima? Ung sjálfstæðiskona, Margrét Einarsdóttir, skrifar pistil um þetta á Deigluna fyrir fáeinum dögum: "Íslendingar vinna alltof mikið og miklu miklu meira en öll önnur lönd í Evrópu. Í nýlegri rannsókn kom í ljós að Íslendingar vinna mest allra Evrópuþjóða (a.m.k. þeirra sem rannsóknin náði til) og hvorki meira né minna en 10% meira en sú þjóð sem koma næst á eftir okkur, Bretar. Það segir sig sjálft að það gengur ekki saman við það að ala upp börn að báðir foreldrar vinni 50-60 klst á viku eins og virðist vera í ,,tísku” hér á landi. Þó má þess geta að framleiðni Íslendinga er í alls engu samræmi við hina löngu vinnuviku. Þetta viðhorf verður að breytast, það verður að vera nóg að vinna 40-45 klst á viku til að ,,meika það” líkt og tíðkast í löndunum í kringum okkar. Einnig þyrfti að vera meiri sveigjanleiki á vinnumarkaðnum og hugsanlega bjóða upp á 80% starfshlutfall líkt og er afar algengt á hinum Norðurlöndunum." --- --- --- Kári er krútt. Við vorum að labba í Lækjargötunni, hann í kerrunni. Ég spyr: "Kári, ætlar þú kannski í Menntaskólann? Þú gætir lært latínu og stærðfræði?" Kári svarar ekki, eftir nokkra stund segir hann: "Ég vil fara í Menntaskólann að læra latfræði."