Umhverfisógnir og smáflokkaraunir 2. mars 2005 00:01 Ég pantaði á Amazon bók sem heitir Collapse - How Societies Chose to Fail or Survive eftir bandaríska landafræðinginn Jared Diamond. Þetta er langt og ansi stórt í sniðum - Diamond er maður með stóra sýn á mannkynssöguna og dregur saman mikið af fróðleik til að renna stoðum undir hana. Þema bókarinnar er samspil manns og umhverfisins, hvernig sum samfélög hafa lifað af þrátt fyrir umhverfisógnir og náttúruspjöll en önnur hafa tortímst. Þarna er til dæmis kafli um Ísland (vegna gróðureyðingar er Ísland talið meðal landsvæða sem verst voru leikin af íbúum sínum á fyrri tíð) og afdrif norrænna manna á Grænlandi. Enn er ég þó ekki kominn lengra en að lesa um þann dularfulla stað Páskaeyju. Á þessari afskekktu eyju varð eitthvert versta umhverfisslys allra tíma. Íbúarnir sem komu þangað með nokkuð ótrúlegum hætti frá Pólynesíu eyddu smátt og smátt öllum skógi á eyjunni og útrýmdu dýrategundum uns lítið sem ekkert var eftir til að lifa af. Diamond veltir fyrir sér hvað þeir hafi hugsað þegar þeir felldu síðasta tréð - kemur kannski brátt ný tækni sem leysir vandamál okkar, við finnum bara eitthvað annað en tré? Þegar íbúar Páskaeyju voru flestir voru þeir líklega um 15 þúsund talsins og reistu hinar mikilfenglegu styttur sem hafa verið mikil ráðgáta. Síðan hófust voðatímar þegar náttúruauðlindirnar þvarr, vindar gnauðuðu um eyjarnar, þeir lögðust í mannát og stanslausan ófrið - hann fólst meðal annars í því að fella stytturnar fyrir óvinunum. Síðar urðu þeir fórnarlömb pesta og þrælakaupmanna frá Suður-Ameríku. 1872 voru ekki nema 111 eyjarskeggjar eftir. Ég er að hugsa um að fjalla um þessa bók í þætti hjá mér eftir páskana - og líklega einnig aðra bók sem ég hef skrifað stuttlega um: Our Final Century eftir Martin Rees, prófessor við háskólann í Cambridge. --- --- --- Í ljósi landsfundar Frjálslynda flokksins um næstu helgi er forvitnilegt að skoða hvaða örlög eru búin smáflokkum á Alþingi - þeim sem ekki tiheyra hinum hefðbundna fjórflokkamynstri. Hlutskipti þeirra er ófrávíkjanlega að tvístrast - yfirleitt eftir nokkuð skamman tíma. Þetta er frekar döpur saga. Smáflokkatilveran er ekkert sældarlíf. Flokkarnir eru dæmdir til áhrifaleysis - meðlimirnir fá lítt eða ekki svalað metnaði sínum. Lítum aðeins á afdrif smáflokka síðasta aldarfjórðunginn. Í kosningunum 1983 fékk Bandalag jafnaðarmanna fjóra þingmenn. Stuttu eftir kosningarnar féll leiðtoginn Vilmundur Gylfason frá. Þingflokkurinn hvarf 1986, en þá gengu þrír þingmannanna í Alþýðuflokkinn en einn í Sjálfstæðisflokkinn. Borgaraflokkurinn fékk hvorki meira né minna en sjö þingmenn í kosningunum 1987. Það er stærsti sigur smáflokks í alþingiskosningum. Samt var flokkurinn ekki lengi að þurrkast út. 1989 lét leiðtoginn Albert Guðmundsson sig hverfa, varð sendiherra í París. Sonur hans, Ingi Björn, stofnaði ásamt Hreggviði Jónssyni þingflokk Frjálslyndra hægrimanna sem síðar gekk inn í Sjálfstæðisflokkinn. Þeir sem eftir voru tóku þátt í ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar. Missættið var slíkt að í næstu kosningum var Borgaraflokkurinn gufaður upp. Þjóðvaki var stofnaður af Jóhönnu Sigurðardóttur 1994, eftir að hún gekk úr Alþýðuflokknum. Fékk fjóra þingmenn í kosningunum 1995 og kom sennilega í veg fyrir að Alþýðuflokkurinn sæti áfram í ríkisstjórn. Ágreiningurinn var þó ekki meiri en svo að 1996 tók Þjóðvaki saman við Alþýðuflokkinn og úr varð þingflokkur jafnaðarmanna sem seinna rann inn í Samfylkinguna. Kvennalistinn þraukaði langlengst af smáflokkunum. Náði kjöri á þing í fernum kosningum. Stærsti sigurinn var 1987 þegar flokkurinn fékk sex þingmenn. Í kosningunum 1995 hafði fjarað verulega undan flokknum. Hann rétt náði þremur konum á þing; þær tvístruðust svo í allar áttir þegar hluti Kvennalistans gekk inn í Samfylkinguna. Það má auðvitað fara enn lengra aftur í tímann og nefna Þjóðvarnaflokkinn sem kom tveimur mönnum á þing 1953 en endaði loks inni í Alþýðubandalaginu og Samtök frjálslyndra og vinstri manna. Samtökin náðu að lafa inni á tveimur þingum milli 1971 og 1978 við stöðug innanflokksátök; undir lokin var meðal þeirra sem kom stuttlega inn á þing fyrir flokkinn Ólafur Ragnar Grímsson. --- --- --- Maður veltir fyrir sér hvort Frjálslynda flokknum kunni að vera svipuð örlög búin. Frjálslyndir náðu óvænt að rétta úr kútnum í síðustu kosningum - juku fylgið og komu fjórum mönnum á þing. En þetta virðist vera einstaklega ósamstæður hópur og frekar fagnaðarlítil tilvera í flokknum. Nú vill Gunnar Örlygsson verða varaformaður, segist ætla að horfa til hægri. Vissulega er nokkuð til í því hjá honum að flokkurinn hefur verið furðu langt til vinstri í mörgum málum - nánast alltaf samhljóma Samfylkingu eða VG. Kannski stafar það meðal annars af beiskju flokksmanna í garð Sjálfstæðisflokksins - þaðan sem þeir margir komu. Gunnar virðist eiga draum um popúlískan hægri flokk - hann er búinn að smala fólki á flokksþingið til að fella Magnús Hafsteinsson. Ég hef ekki hugmynd um hvort það tekst - formaðurinn, hann AddiKittiGau, stendur með Magnúsi. Ef þetta tekst ekki hjá Gunnari má eins búast við að hann endi í Sjálfstæðisflokknum. Þar skilur kannski ekki annað á milli en kvótakerfið, en raunar er eins og allur vindur sé úr umræðunni um það - síðasta rispan var líklega í kosningunum 2003. Maður horfir líka til Margrétar Sverrisdóttur sem er ein frambærilegasta stjórnmálakona á Íslandi; hefur bæði einlægni og réttlætiskennd til að bera. Svolítið hefur maður á tilfinningunni að helsta von Frjálslyndra um framhaldslíf gæti verið að koma henni til metorða. En maður gæti svosem séð Margréti fyrir sér í einhverjum öðrum flokki - að minnsta kosti held ég að hún eigi meiri samleið með krötunum í Samfylkingunni en hægri flokknum sem Gunnar Örlygsson dreymir um. --- --- --- Kári vill bjóða Guttormi, nautinu í Húsdýragarðinum í afmælið sitt - ég veit ekki hvernig mér líst á það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið Halldór 30.11.2024 Halldór Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun
Ég pantaði á Amazon bók sem heitir Collapse - How Societies Chose to Fail or Survive eftir bandaríska landafræðinginn Jared Diamond. Þetta er langt og ansi stórt í sniðum - Diamond er maður með stóra sýn á mannkynssöguna og dregur saman mikið af fróðleik til að renna stoðum undir hana. Þema bókarinnar er samspil manns og umhverfisins, hvernig sum samfélög hafa lifað af þrátt fyrir umhverfisógnir og náttúruspjöll en önnur hafa tortímst. Þarna er til dæmis kafli um Ísland (vegna gróðureyðingar er Ísland talið meðal landsvæða sem verst voru leikin af íbúum sínum á fyrri tíð) og afdrif norrænna manna á Grænlandi. Enn er ég þó ekki kominn lengra en að lesa um þann dularfulla stað Páskaeyju. Á þessari afskekktu eyju varð eitthvert versta umhverfisslys allra tíma. Íbúarnir sem komu þangað með nokkuð ótrúlegum hætti frá Pólynesíu eyddu smátt og smátt öllum skógi á eyjunni og útrýmdu dýrategundum uns lítið sem ekkert var eftir til að lifa af. Diamond veltir fyrir sér hvað þeir hafi hugsað þegar þeir felldu síðasta tréð - kemur kannski brátt ný tækni sem leysir vandamál okkar, við finnum bara eitthvað annað en tré? Þegar íbúar Páskaeyju voru flestir voru þeir líklega um 15 þúsund talsins og reistu hinar mikilfenglegu styttur sem hafa verið mikil ráðgáta. Síðan hófust voðatímar þegar náttúruauðlindirnar þvarr, vindar gnauðuðu um eyjarnar, þeir lögðust í mannát og stanslausan ófrið - hann fólst meðal annars í því að fella stytturnar fyrir óvinunum. Síðar urðu þeir fórnarlömb pesta og þrælakaupmanna frá Suður-Ameríku. 1872 voru ekki nema 111 eyjarskeggjar eftir. Ég er að hugsa um að fjalla um þessa bók í þætti hjá mér eftir páskana - og líklega einnig aðra bók sem ég hef skrifað stuttlega um: Our Final Century eftir Martin Rees, prófessor við háskólann í Cambridge. --- --- --- Í ljósi landsfundar Frjálslynda flokksins um næstu helgi er forvitnilegt að skoða hvaða örlög eru búin smáflokkum á Alþingi - þeim sem ekki tiheyra hinum hefðbundna fjórflokkamynstri. Hlutskipti þeirra er ófrávíkjanlega að tvístrast - yfirleitt eftir nokkuð skamman tíma. Þetta er frekar döpur saga. Smáflokkatilveran er ekkert sældarlíf. Flokkarnir eru dæmdir til áhrifaleysis - meðlimirnir fá lítt eða ekki svalað metnaði sínum. Lítum aðeins á afdrif smáflokka síðasta aldarfjórðunginn. Í kosningunum 1983 fékk Bandalag jafnaðarmanna fjóra þingmenn. Stuttu eftir kosningarnar féll leiðtoginn Vilmundur Gylfason frá. Þingflokkurinn hvarf 1986, en þá gengu þrír þingmannanna í Alþýðuflokkinn en einn í Sjálfstæðisflokkinn. Borgaraflokkurinn fékk hvorki meira né minna en sjö þingmenn í kosningunum 1987. Það er stærsti sigur smáflokks í alþingiskosningum. Samt var flokkurinn ekki lengi að þurrkast út. 1989 lét leiðtoginn Albert Guðmundsson sig hverfa, varð sendiherra í París. Sonur hans, Ingi Björn, stofnaði ásamt Hreggviði Jónssyni þingflokk Frjálslyndra hægrimanna sem síðar gekk inn í Sjálfstæðisflokkinn. Þeir sem eftir voru tóku þátt í ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar. Missættið var slíkt að í næstu kosningum var Borgaraflokkurinn gufaður upp. Þjóðvaki var stofnaður af Jóhönnu Sigurðardóttur 1994, eftir að hún gekk úr Alþýðuflokknum. Fékk fjóra þingmenn í kosningunum 1995 og kom sennilega í veg fyrir að Alþýðuflokkurinn sæti áfram í ríkisstjórn. Ágreiningurinn var þó ekki meiri en svo að 1996 tók Þjóðvaki saman við Alþýðuflokkinn og úr varð þingflokkur jafnaðarmanna sem seinna rann inn í Samfylkinguna. Kvennalistinn þraukaði langlengst af smáflokkunum. Náði kjöri á þing í fernum kosningum. Stærsti sigurinn var 1987 þegar flokkurinn fékk sex þingmenn. Í kosningunum 1995 hafði fjarað verulega undan flokknum. Hann rétt náði þremur konum á þing; þær tvístruðust svo í allar áttir þegar hluti Kvennalistans gekk inn í Samfylkinguna. Það má auðvitað fara enn lengra aftur í tímann og nefna Þjóðvarnaflokkinn sem kom tveimur mönnum á þing 1953 en endaði loks inni í Alþýðubandalaginu og Samtök frjálslyndra og vinstri manna. Samtökin náðu að lafa inni á tveimur þingum milli 1971 og 1978 við stöðug innanflokksátök; undir lokin var meðal þeirra sem kom stuttlega inn á þing fyrir flokkinn Ólafur Ragnar Grímsson. --- --- --- Maður veltir fyrir sér hvort Frjálslynda flokknum kunni að vera svipuð örlög búin. Frjálslyndir náðu óvænt að rétta úr kútnum í síðustu kosningum - juku fylgið og komu fjórum mönnum á þing. En þetta virðist vera einstaklega ósamstæður hópur og frekar fagnaðarlítil tilvera í flokknum. Nú vill Gunnar Örlygsson verða varaformaður, segist ætla að horfa til hægri. Vissulega er nokkuð til í því hjá honum að flokkurinn hefur verið furðu langt til vinstri í mörgum málum - nánast alltaf samhljóma Samfylkingu eða VG. Kannski stafar það meðal annars af beiskju flokksmanna í garð Sjálfstæðisflokksins - þaðan sem þeir margir komu. Gunnar virðist eiga draum um popúlískan hægri flokk - hann er búinn að smala fólki á flokksþingið til að fella Magnús Hafsteinsson. Ég hef ekki hugmynd um hvort það tekst - formaðurinn, hann AddiKittiGau, stendur með Magnúsi. Ef þetta tekst ekki hjá Gunnari má eins búast við að hann endi í Sjálfstæðisflokknum. Þar skilur kannski ekki annað á milli en kvótakerfið, en raunar er eins og allur vindur sé úr umræðunni um það - síðasta rispan var líklega í kosningunum 2003. Maður horfir líka til Margrétar Sverrisdóttur sem er ein frambærilegasta stjórnmálakona á Íslandi; hefur bæði einlægni og réttlætiskennd til að bera. Svolítið hefur maður á tilfinningunni að helsta von Frjálslyndra um framhaldslíf gæti verið að koma henni til metorða. En maður gæti svosem séð Margréti fyrir sér í einhverjum öðrum flokki - að minnsta kosti held ég að hún eigi meiri samleið með krötunum í Samfylkingunni en hægri flokknum sem Gunnar Örlygsson dreymir um. --- --- --- Kári vill bjóða Guttormi, nautinu í Húsdýragarðinum í afmælið sitt - ég veit ekki hvernig mér líst á það.