Ástarsaga aldarinnar 13. október 2005 19:01 – Brúðkaup Karls Bretaprins verður einhver rómantískasti atburður allra tíma, brúðkaup þessarar aldar og hinnar síðustu. – Ha, hvað ertu að bulla? – Jú, þetta er algjört öskubuskuævintýri. Ástarsaga aldarinnar. – En hann er svo ósjarmerandi sjálfur og svo er hann að kvænast konu sem lítur út eins og hross. – Já, einmitt þess vegna. Þau hafa elskað hvort annað síðan þau voru unglingar, þau voru ætluð hvort öðru. Svo fengu þau ekki að eigast. Er það ekki rómantískt?. – En hann giftist svo fallegri konu, alvöru prinsessu? – Já, en hann vildi hana í rauninni ekki, var píndur í hjónaband með stelpuskjátunni sem var leidd undir hann eins og ... hryssa... – Gættu orða þinna. Þú ert að tala um Díönu. – Nú er hann orðinn karlfauskur um sextugt og fær loks konuna sem hann elskar, en kerlingarnornin mamma hans vill ekki koma í brúðkaupið. Lætur eins og hann sé óþekkur unglingur sem er að hlaupast á brott með Kamillu. – Það er dálítið langt gengið. – Hann fær heldur ekki að gera hana að drottningu. – Ha? Má hún ekki vera drottning? – Nei, hún er fráskilin, það má ekki hafa fráskilda drottningu. Það má bara hafa hreinar meyjar. Mömmu hans finnst þetta argasta lausung. – Er það ekki svolítið langt gengið svona í nútímanum? – Já, það er furðulegt að ekki skuli löngu búið að setja allt þetta dót af. – Þú segir það. Jæja, blessaður. – Blessaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið Halldór 30.11.2024 Halldór Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun
– Brúðkaup Karls Bretaprins verður einhver rómantískasti atburður allra tíma, brúðkaup þessarar aldar og hinnar síðustu. – Ha, hvað ertu að bulla? – Jú, þetta er algjört öskubuskuævintýri. Ástarsaga aldarinnar. – En hann er svo ósjarmerandi sjálfur og svo er hann að kvænast konu sem lítur út eins og hross. – Já, einmitt þess vegna. Þau hafa elskað hvort annað síðan þau voru unglingar, þau voru ætluð hvort öðru. Svo fengu þau ekki að eigast. Er það ekki rómantískt?. – En hann giftist svo fallegri konu, alvöru prinsessu? – Já, en hann vildi hana í rauninni ekki, var píndur í hjónaband með stelpuskjátunni sem var leidd undir hann eins og ... hryssa... – Gættu orða þinna. Þú ert að tala um Díönu. – Nú er hann orðinn karlfauskur um sextugt og fær loks konuna sem hann elskar, en kerlingarnornin mamma hans vill ekki koma í brúðkaupið. Lætur eins og hann sé óþekkur unglingur sem er að hlaupast á brott með Kamillu. – Það er dálítið langt gengið. – Hann fær heldur ekki að gera hana að drottningu. – Ha? Má hún ekki vera drottning? – Nei, hún er fráskilin, það má ekki hafa fráskilda drottningu. Það má bara hafa hreinar meyjar. Mömmu hans finnst þetta argasta lausung. – Er það ekki svolítið langt gengið svona í nútímanum? – Já, það er furðulegt að ekki skuli löngu búið að setja allt þetta dót af. – Þú segir það. Jæja, blessaður. – Blessaður.