Segir samkeppni hafa minnkað 13. október 2005 19:15 Flugfargjöld hafa hækkað um fimmtung frá því fyrra. Það staðhæfir Helgi Jóhannsson framkvæmdastjóri Sumarferða. Hann segir að allt útlit sé fyrir að samkeppnin hafi minnkað og flugfélögin geri lítið til að bjóða neytendum betri kjör. Helgi Jóhannsson segir að innkoma Iceland Express hafi breytt mjög miklu í upphafi en núna virðist hafa dregið saman með félögunum. Ef flugfargjöld milli ára séu borin saman geti enginn þrætt fyrir það að þau hafi hækkað. Sumferðir kaupi ferðir bæði aðra leiðina og báðar og ef menn beri saman reikningana þá hafi sannarlega orðið hækkun. Helgi segir að almenn fargjöld hafi hækkað mun meira en önnur og fólk finni fyrir því. Þá sé ekki greinileg samkeppni. Honum finnist það ótrúlega skemmitleg tilviljun hvað verðið hafi hækkað hjá Iceland Express og Icelandair í svipuðum takti. Það geti vel verið að það sé tilviljunin ein sem ráði því en þetta veki að minnsta kosti athygli. Birgir Jónsson, framkvæmdastjóri Iceland Express, segir að flugmiðar hafi almennt hækkað vegna hærra olíuverðs. Þá sé dýrara að panta með skömmum fyrirvara. Aðspuður hvort úti sé um samkeppnina segir Birgir að því fari fjarri. Hann hvetji alla sem hafi áhuga á málinu að kíkja á heimasíðu félagsins og skoða vetrarfargjöldin. Þá séu ekki nema þrír mánuðir síðan starfsmenn Flugleiða hafi klippt út auglýsingar félagsins í erlendum miðlum og það sýni berlega að samkeppnin sé enn fyrir hendi. Aðspurður hvort fargjöld hafi hækkað um fimmtung, eins og framkvæmdastjóri Sumarferða haldi fram, segir Birgir að fargjöldin hafi ekki hækkað um það ein og sér. Á sama tíma á þessu ári hafi olíuverð hækkað um 35 prósent. Þá hafi Íslendingar ferðast talsvert meira en áður og þar af leiðandi hafi eftirspurnin verið meiri en framboðið sé stöðugt. Fólk sem kaupi með stuttum fyrirvara greiði hlutfallslega hærri fargjöld en það gerði á sama tíma í fyrra. Innlent Viðskipti Mest lesið Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Viðskipti innlent Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir Viðskipti innlent Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Viðskipti innlent Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Viðskipti innlent Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Viðskipti innlent KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Viðskipti innlent Kaup Símans á Noona gengin í gegn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Forstjóri Dominos til N1 Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Halli upp á tugi milljarða hjá hinu opinbera Segir að vel væri hægt að lækka vexti Sjá meira
Flugfargjöld hafa hækkað um fimmtung frá því fyrra. Það staðhæfir Helgi Jóhannsson framkvæmdastjóri Sumarferða. Hann segir að allt útlit sé fyrir að samkeppnin hafi minnkað og flugfélögin geri lítið til að bjóða neytendum betri kjör. Helgi Jóhannsson segir að innkoma Iceland Express hafi breytt mjög miklu í upphafi en núna virðist hafa dregið saman með félögunum. Ef flugfargjöld milli ára séu borin saman geti enginn þrætt fyrir það að þau hafi hækkað. Sumferðir kaupi ferðir bæði aðra leiðina og báðar og ef menn beri saman reikningana þá hafi sannarlega orðið hækkun. Helgi segir að almenn fargjöld hafi hækkað mun meira en önnur og fólk finni fyrir því. Þá sé ekki greinileg samkeppni. Honum finnist það ótrúlega skemmitleg tilviljun hvað verðið hafi hækkað hjá Iceland Express og Icelandair í svipuðum takti. Það geti vel verið að það sé tilviljunin ein sem ráði því en þetta veki að minnsta kosti athygli. Birgir Jónsson, framkvæmdastjóri Iceland Express, segir að flugmiðar hafi almennt hækkað vegna hærra olíuverðs. Þá sé dýrara að panta með skömmum fyrirvara. Aðspuður hvort úti sé um samkeppnina segir Birgir að því fari fjarri. Hann hvetji alla sem hafi áhuga á málinu að kíkja á heimasíðu félagsins og skoða vetrarfargjöldin. Þá séu ekki nema þrír mánuðir síðan starfsmenn Flugleiða hafi klippt út auglýsingar félagsins í erlendum miðlum og það sýni berlega að samkeppnin sé enn fyrir hendi. Aðspurður hvort fargjöld hafi hækkað um fimmtung, eins og framkvæmdastjóri Sumarferða haldi fram, segir Birgir að fargjöldin hafi ekki hækkað um það ein og sér. Á sama tíma á þessu ári hafi olíuverð hækkað um 35 prósent. Þá hafi Íslendingar ferðast talsvert meira en áður og þar af leiðandi hafi eftirspurnin verið meiri en framboðið sé stöðugt. Fólk sem kaupi með stuttum fyrirvara greiði hlutfallslega hærri fargjöld en það gerði á sama tíma í fyrra.
Innlent Viðskipti Mest lesið Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Viðskipti innlent Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir Viðskipti innlent Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Viðskipti innlent Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Viðskipti innlent Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Viðskipti innlent KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Viðskipti innlent Kaup Símans á Noona gengin í gegn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Forstjóri Dominos til N1 Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Halli upp á tugi milljarða hjá hinu opinbera Segir að vel væri hægt að lækka vexti Sjá meira