Frétti af áhuga Newcastle hér 15. júlí 2005 00:01 Almir Cosic er úrvals knattspyrnumaður að sögn Vilbergs Jónassonar, þjálfara Leiknis á Fáskrúðsfirði sem leikur í þriðju deildinni á Íslandsmótinu. Það vakti furðu margra þegar greint var frá því í fjölmiðlum fyrr í sumar að Leiknir væri með mann innanborðs sem stuttu áður hefði verið metinn á um 300 milljónir króna. Leikmaðurinn var á mála hjá Bosníuliðinu FC Zeljeznicar, en þar var hann ekki í náðinni og þurfti að sætta sig við að spila með varaliði félagsins. Hann kom til Fáskrúðsfjarðar í gegn um vin sinn sem þar var búsettur, en þegar heimamenn fóru að grenslast fyrir um Cosic á netinu, grófu þeir upp að lið hans hafði neitað stóru tilboði frá Newcastle í leikmanninn. Málið var að sögn Vilbergs hið gruggugasta, því lið hans í Bosníu hafði ætlað að selja hann án þess að hann fengi nokkuð fyrir sinn snúð. Nú er hinsvegar allt annað uppi á teningnum fyrir Cosic, sem nýtur lífsins í Búðahreppi til fullnustu og er smátt og smátt að komast inn í hinn íslenska 3. deildarbolta. "Þetta eru auðvitað mikil viðbrigði fyrir manninn. Hann er vanur því að spila á fullkomnum völlum fyrir tugþúsundir manna, en það er auðvitað allt annað uppi á teningnum í þessum kartöflugörðum sem sumir vellirnir hérna eru," sagði Vilberg. Maður skyldi ætla að maður sem metinn hefur verið á 300 milljónir króna væri yfirburðamaður í þriðju deildinni. "Hann er vissulega góður, það vantar ekki, en hann á enn eftir að aðlagast hlutunum betur. Það sem mér finnst best við hann er yfirferðin, hraðinn og dugnaðurinn í honum. Svo mætir hann alltaf á réttum tíma á æfingar og er aldrei með neina stjörnustæla," sagði Vilberg að lokum um dýrasta knattspyrnumann á Íslandi, sem hann segir eflaust geta staðið sig með prýði í Landsbankadeildinni eins og hver annar útlendinganna sem þar leika. Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Körfubolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig „Þetta var stórt og allir sigrar í þessari deild eru mikilvægir“ Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld „Þær eru bara hetjur“ Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Sjá meira
Almir Cosic er úrvals knattspyrnumaður að sögn Vilbergs Jónassonar, þjálfara Leiknis á Fáskrúðsfirði sem leikur í þriðju deildinni á Íslandsmótinu. Það vakti furðu margra þegar greint var frá því í fjölmiðlum fyrr í sumar að Leiknir væri með mann innanborðs sem stuttu áður hefði verið metinn á um 300 milljónir króna. Leikmaðurinn var á mála hjá Bosníuliðinu FC Zeljeznicar, en þar var hann ekki í náðinni og þurfti að sætta sig við að spila með varaliði félagsins. Hann kom til Fáskrúðsfjarðar í gegn um vin sinn sem þar var búsettur, en þegar heimamenn fóru að grenslast fyrir um Cosic á netinu, grófu þeir upp að lið hans hafði neitað stóru tilboði frá Newcastle í leikmanninn. Málið var að sögn Vilbergs hið gruggugasta, því lið hans í Bosníu hafði ætlað að selja hann án þess að hann fengi nokkuð fyrir sinn snúð. Nú er hinsvegar allt annað uppi á teningnum fyrir Cosic, sem nýtur lífsins í Búðahreppi til fullnustu og er smátt og smátt að komast inn í hinn íslenska 3. deildarbolta. "Þetta eru auðvitað mikil viðbrigði fyrir manninn. Hann er vanur því að spila á fullkomnum völlum fyrir tugþúsundir manna, en það er auðvitað allt annað uppi á teningnum í þessum kartöflugörðum sem sumir vellirnir hérna eru," sagði Vilberg. Maður skyldi ætla að maður sem metinn hefur verið á 300 milljónir króna væri yfirburðamaður í þriðju deildinni. "Hann er vissulega góður, það vantar ekki, en hann á enn eftir að aðlagast hlutunum betur. Það sem mér finnst best við hann er yfirferðin, hraðinn og dugnaðurinn í honum. Svo mætir hann alltaf á réttum tíma á æfingar og er aldrei með neina stjörnustæla," sagði Vilberg að lokum um dýrasta knattspyrnumann á Íslandi, sem hann segir eflaust geta staðið sig með prýði í Landsbankadeildinni eins og hver annar útlendinganna sem þar leika.
Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Körfubolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig „Þetta var stórt og allir sigrar í þessari deild eru mikilvægir“ Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld „Þær eru bara hetjur“ Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Sjá meira