Engin íhaldssemi hjá Strætó 27. júlí 2005 00:01 Nú keyra nýir strætóar nýjar leiðir hér í borg og þvílíkt írafár í kring um það. Sjálf sé ég mikið eftir gamla strætókerfinu enda þekkti ég það mjög vel. Ég gat gengið um hvaða götu Reykjavíkur sem er, vitað hvaða strætó færi næst mér og hvernig best væri að skipta úr honum. Meira að segja hafði ég töluvert víðtæka þekkingu á því hvenær strætóinn kæmi og góða tilfinningu fyrir því í hvaða röð þeir lentu á stóru stöðvunum. Hundfúl hérna í síðustu viku býsnaðist ég yfir því að sexan mín keyrði mig ekki lengur alla leið í vinnuna og að nýja leiðakerfið boðaði ekkert nema endalaus vandræði um ókomna tíð. En hlutirnir eru fljótir að breytast. Eftir tvo daga var mér snúinn hugur í þessum efnum enda sýndi kerfið mér strax í fyrstu ferð að hér er um mjög góða breytingu að ræða. Styttri ferðatími var boðaður og ég sem notandi get fullyrt að ég hef fundið fyrir því svo um munar. Sérstaklega í fyrstu ferðinni minni sem tók þrisvar sinnum styttri tíma en ég er vön. Gagnrýni hefur komið fram um að stoppustöðvum hafi verið fækkað og nú sé lengra að labba út á stöð. Ég verð að segja að ég er guðslifandi fegin að búið er að færa hluta leiðanna aðeins út fyrir hverfin vegna þess að ég sé núna hversu mikil áhrif á ferðatímann það hefur að keyra allar þessar krókaleiðir. Að vísu er búið að færa eina góða stöð sem ég notaði mikið nokkra tugi metra en eins og góðar konur og menn hafa löngum sagt - það er ekki bæði hægt að eiga kökuna og éta hana. En ekki eru allir á eitt sáttir með kerfið sem nú, í staðinn fyrir að vera tekið opnum örmum af borgarbúum, hefur verið úthúðað í mörgum fjölmiðlum. Í Kastljósinu fyrr í vikunni mætti Ásgeir Eiríksson, framkvæmdastjóri Strætó b.s. Gísla Marteini Baldurssyni, varaborgarfulltrúa, í þeim allra furðurlegasta Kastljósþætti sem ég hef á ævi minni séð. Þar var Ásgeiri, embættismanninum hjá borginni, stillt upp eins og hann ætti að verja pólitískar ákvarðanir meirihlutans í borginni. Gísli Marteinn fékk síðan að rasa út um ágæti eigin pólitísku hugmynda, til dæmis um ágæti einkabílsins, án þess að nokkurt pólitískt mótvægi væri við hans skoðanir. Þrátt fyrir kjöraðstöðu tókst Gísla Marteini ekki að vera neitt annað en hjákátlegur í þessum þætti. Rök hans gegn strætókerfinu mynduðu iðulega innri þversagnir. Hann sagði að breytingarnar væru of dýrar en talaði samt fyrir því að tölvustýrðum tímamælum yrði komið fyrir á öllum stoppustöðvum. Hann sagði að strætó ætti að vera valkostur fyrir alla en að fólk væri samt búið að velja einkabílinn. Hann sagði að strætó ætti að vera sniðinn að þörfum dyggasta kúnnahóps strætó eða gamals fólks og krakka þegar sá hópur telur samanlagt 4% farþega. Hann talaði ákaft fyrir því að gamla kerfið hafi verið betra en þetta nýja en allir sem hafa á því minnsta vit sáu að Gísli Marteinn þekkir hvorki gamla né nýja kerfið. Svo virðist sem íhaldið beri nafn með rentu því ef hatrömm barátta gegn breytingum sem maður getur ekki mælt gegn er ekki íhaldsemi þá veit ég ekki hvað er það. Gísli Marteinn er langt frá því að vera sá eini sem talar svona um almenningssamgöngur í Reykjavík. Ég hef heyrt ótrúlegasta fólk semja níðvísur um nýja kerfið, fólk sem hefur ekki komið í strætó í tuttugu ár. Sjálf verð ég mjög sár við slíkar fullyrðingar enda tel ég mig vita betur. Gulu góðu vagnarnir eru mín veröld og þess vegna tel ég mig hafa rétt á því að reka gagnrýni annarra aftur til baka, að minnsta kosti þegar hún er byggð á röngum forsendum. Ég nýt betri þjónustu vegna þess að hjá Strætó vinnur gott fólk sem eftir langa umhugsun er búið að gefa út gott leiðakerfi. Og Gísli Marteinn, ég er fegnust að íhaldið ræður ekki ríkjum í almenningssamgöngum hér í borg. Anna Tryggvadóttir - [email protected] Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gestapennar Í brennidepli Skoðanir Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Nú keyra nýir strætóar nýjar leiðir hér í borg og þvílíkt írafár í kring um það. Sjálf sé ég mikið eftir gamla strætókerfinu enda þekkti ég það mjög vel. Ég gat gengið um hvaða götu Reykjavíkur sem er, vitað hvaða strætó færi næst mér og hvernig best væri að skipta úr honum. Meira að segja hafði ég töluvert víðtæka þekkingu á því hvenær strætóinn kæmi og góða tilfinningu fyrir því í hvaða röð þeir lentu á stóru stöðvunum. Hundfúl hérna í síðustu viku býsnaðist ég yfir því að sexan mín keyrði mig ekki lengur alla leið í vinnuna og að nýja leiðakerfið boðaði ekkert nema endalaus vandræði um ókomna tíð. En hlutirnir eru fljótir að breytast. Eftir tvo daga var mér snúinn hugur í þessum efnum enda sýndi kerfið mér strax í fyrstu ferð að hér er um mjög góða breytingu að ræða. Styttri ferðatími var boðaður og ég sem notandi get fullyrt að ég hef fundið fyrir því svo um munar. Sérstaklega í fyrstu ferðinni minni sem tók þrisvar sinnum styttri tíma en ég er vön. Gagnrýni hefur komið fram um að stoppustöðvum hafi verið fækkað og nú sé lengra að labba út á stöð. Ég verð að segja að ég er guðslifandi fegin að búið er að færa hluta leiðanna aðeins út fyrir hverfin vegna þess að ég sé núna hversu mikil áhrif á ferðatímann það hefur að keyra allar þessar krókaleiðir. Að vísu er búið að færa eina góða stöð sem ég notaði mikið nokkra tugi metra en eins og góðar konur og menn hafa löngum sagt - það er ekki bæði hægt að eiga kökuna og éta hana. En ekki eru allir á eitt sáttir með kerfið sem nú, í staðinn fyrir að vera tekið opnum örmum af borgarbúum, hefur verið úthúðað í mörgum fjölmiðlum. Í Kastljósinu fyrr í vikunni mætti Ásgeir Eiríksson, framkvæmdastjóri Strætó b.s. Gísla Marteini Baldurssyni, varaborgarfulltrúa, í þeim allra furðurlegasta Kastljósþætti sem ég hef á ævi minni séð. Þar var Ásgeiri, embættismanninum hjá borginni, stillt upp eins og hann ætti að verja pólitískar ákvarðanir meirihlutans í borginni. Gísli Marteinn fékk síðan að rasa út um ágæti eigin pólitísku hugmynda, til dæmis um ágæti einkabílsins, án þess að nokkurt pólitískt mótvægi væri við hans skoðanir. Þrátt fyrir kjöraðstöðu tókst Gísla Marteini ekki að vera neitt annað en hjákátlegur í þessum þætti. Rök hans gegn strætókerfinu mynduðu iðulega innri þversagnir. Hann sagði að breytingarnar væru of dýrar en talaði samt fyrir því að tölvustýrðum tímamælum yrði komið fyrir á öllum stoppustöðvum. Hann sagði að strætó ætti að vera valkostur fyrir alla en að fólk væri samt búið að velja einkabílinn. Hann sagði að strætó ætti að vera sniðinn að þörfum dyggasta kúnnahóps strætó eða gamals fólks og krakka þegar sá hópur telur samanlagt 4% farþega. Hann talaði ákaft fyrir því að gamla kerfið hafi verið betra en þetta nýja en allir sem hafa á því minnsta vit sáu að Gísli Marteinn þekkir hvorki gamla né nýja kerfið. Svo virðist sem íhaldið beri nafn með rentu því ef hatrömm barátta gegn breytingum sem maður getur ekki mælt gegn er ekki íhaldsemi þá veit ég ekki hvað er það. Gísli Marteinn er langt frá því að vera sá eini sem talar svona um almenningssamgöngur í Reykjavík. Ég hef heyrt ótrúlegasta fólk semja níðvísur um nýja kerfið, fólk sem hefur ekki komið í strætó í tuttugu ár. Sjálf verð ég mjög sár við slíkar fullyrðingar enda tel ég mig vita betur. Gulu góðu vagnarnir eru mín veröld og þess vegna tel ég mig hafa rétt á því að reka gagnrýni annarra aftur til baka, að minnsta kosti þegar hún er byggð á röngum forsendum. Ég nýt betri þjónustu vegna þess að hjá Strætó vinnur gott fólk sem eftir langa umhugsun er búið að gefa út gott leiðakerfi. Og Gísli Marteinn, ég er fegnust að íhaldið ræður ekki ríkjum í almenningssamgöngum hér í borg. Anna Tryggvadóttir - [email protected]
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar