Sendu Baugsgögn til skattsins 24. september 2005 00:01 Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins, og Jónína Benediktsdóttir komu sér saman um að senda gögn varðandi Baug, sem Styrmir hafði fengið send frá Jóni Geraldi Sullenberg, til tollstjórans í Reykjavík. Tollstjórinn og Jónína sammældust um að koma gögnunum áfram til skattrannsóknarstjóra. Jón Gerald sagðist í gær ekki hafa vitað til þess að gögn sem hann sendi Styrmi hafi verið send til tollstjóra og þaðan til skattrannsóknarstjóra. Skúli Eggert Þorvaldsson skattrannsóknarstjóri staðfestir að hann hafi fengið gögnin send frá Snorra Olsen, tollstjóranum í Reykjavík, en þar sem þau hafi ekki varðað hugsanleg skattalögbrot hafi hann ekkert aðhafst í málinu. Í tölvupósti 23. júlí spurði Jónína Jón Gerald hvort hann hafi sent Snorra gögnin en fær ekki svar. Næsta dag sagði hún í tölvupósti til Styrmis: "Það eru tvær leiðir. Þú sendir mér þetta sjálfur. Ég tek þitt nafn af þessu og áframsendi það. Þarna er ekkert sem ég ekki veit, þú tekur nafnið þitt út og setur þetta á pappír og kemur til mín." Styrmir svaraði samdægurs: "Ég sendi þér þetta á eftir og þú tekur mitt nafn út, hvernig sem þú gerir það. Ekki mundi ég kunna það." Eftir að gögnin voru send til tollstjóra voru bréfaskriftir um málið milli Jónínu og Styrmis. Jónína sagði í tölvupósti til Styrmis Gunnarssonar 31. júlí 2002: "Tryggvi er að laga til út um allt, bara þekki hann þrjótinn. Vont að þessi rannsókn geti ekki byrjað strax. Hélt að það nægði þeim eitt skjal og upplýsingar um hvar hin er að finna. Þeir fengu fjöldann allan og enn hefur ekkert gerst." Styrmir svarði: "Ég held, að þeim nægi eitt skjal. Hins vegar get ég ímyndað mér að í þessu litla kerfi okkar taki undirbúningur að svona málum tíma, þótt hann ætti ekki að gera það. Hugsanlega er skattrannsóknarstjóri að bíða eftir því að fjármálaráðherra komi úr sumarfríi. Veit það ekki. Held þó að það sé alveg ljóst að eitthvað hljóti að gerast á meðan þú ert í Portúgal. [...] Með Jón Gerald: talaði við hann í gærkvöldi og kvaðst vilja hitta hann, þegar hann kemur. Hann mun hitta Jón Steinar á þriðjudagsmorgni og fara yfir þau gögn sem hann er með. Vonandi og væntanlega enda þau hjá skattayfirvöldum." Þegar Styrmir var beðinn um að skýra innihald þessa tölvupósts sagðist hann ekki geta það. Baugsmálið Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Á sér langa sögu eldfimra ummæla Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Fleiri fréttir Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Kjörsókn betri fyrir austan en menn þorðu að vona Tekist að opna alla kjörstaði í Norðausturkjördæmi „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Heyrir fleiri segja þörf á VG á þingi Heldur aftur af sér svo hún gangi ekki um syngjandi Ölfusá orðin bakkafull af ís Á sér langa sögu eldfimra ummæla Auðvelt val þótt hann geti ekki kosið sjálfan sig „Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“ Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Sjá meira
Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins, og Jónína Benediktsdóttir komu sér saman um að senda gögn varðandi Baug, sem Styrmir hafði fengið send frá Jóni Geraldi Sullenberg, til tollstjórans í Reykjavík. Tollstjórinn og Jónína sammældust um að koma gögnunum áfram til skattrannsóknarstjóra. Jón Gerald sagðist í gær ekki hafa vitað til þess að gögn sem hann sendi Styrmi hafi verið send til tollstjóra og þaðan til skattrannsóknarstjóra. Skúli Eggert Þorvaldsson skattrannsóknarstjóri staðfestir að hann hafi fengið gögnin send frá Snorra Olsen, tollstjóranum í Reykjavík, en þar sem þau hafi ekki varðað hugsanleg skattalögbrot hafi hann ekkert aðhafst í málinu. Í tölvupósti 23. júlí spurði Jónína Jón Gerald hvort hann hafi sent Snorra gögnin en fær ekki svar. Næsta dag sagði hún í tölvupósti til Styrmis: "Það eru tvær leiðir. Þú sendir mér þetta sjálfur. Ég tek þitt nafn af þessu og áframsendi það. Þarna er ekkert sem ég ekki veit, þú tekur nafnið þitt út og setur þetta á pappír og kemur til mín." Styrmir svaraði samdægurs: "Ég sendi þér þetta á eftir og þú tekur mitt nafn út, hvernig sem þú gerir það. Ekki mundi ég kunna það." Eftir að gögnin voru send til tollstjóra voru bréfaskriftir um málið milli Jónínu og Styrmis. Jónína sagði í tölvupósti til Styrmis Gunnarssonar 31. júlí 2002: "Tryggvi er að laga til út um allt, bara þekki hann þrjótinn. Vont að þessi rannsókn geti ekki byrjað strax. Hélt að það nægði þeim eitt skjal og upplýsingar um hvar hin er að finna. Þeir fengu fjöldann allan og enn hefur ekkert gerst." Styrmir svarði: "Ég held, að þeim nægi eitt skjal. Hins vegar get ég ímyndað mér að í þessu litla kerfi okkar taki undirbúningur að svona málum tíma, þótt hann ætti ekki að gera það. Hugsanlega er skattrannsóknarstjóri að bíða eftir því að fjármálaráðherra komi úr sumarfríi. Veit það ekki. Held þó að það sé alveg ljóst að eitthvað hljóti að gerast á meðan þú ert í Portúgal. [...] Með Jón Gerald: talaði við hann í gærkvöldi og kvaðst vilja hitta hann, þegar hann kemur. Hann mun hitta Jón Steinar á þriðjudagsmorgni og fara yfir þau gögn sem hann er með. Vonandi og væntanlega enda þau hjá skattayfirvöldum." Þegar Styrmir var beðinn um að skýra innihald þessa tölvupósts sagðist hann ekki geta það.
Baugsmálið Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Á sér langa sögu eldfimra ummæla Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Fleiri fréttir Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Kjörsókn betri fyrir austan en menn þorðu að vona Tekist að opna alla kjörstaði í Norðausturkjördæmi „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Heyrir fleiri segja þörf á VG á þingi Heldur aftur af sér svo hún gangi ekki um syngjandi Ölfusá orðin bakkafull af ís Á sér langa sögu eldfimra ummæla Auðvelt val þótt hann geti ekki kosið sjálfan sig „Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“ Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Sjá meira