Yrði nefndin óháð? 26. september 2005 00:01 Stjórnarskrá Íslands gerir ráð fyrir að Alþingismenn sitji í rannsóknarnefnd um Baugsmálið ef til þess kemur að slík nefnd verði skipuð. Sigurður Líndal lagaprófessor telur að það yrði mjög erfitt að sannfæra almenning um að nefndin yrði í raun og veru óháð. Slík nefnd var síðast skipuð fyrir fimmtíu árum. Alþingismenn Samfylkingarinnar hafa sagst fylgjandi því að óháð nefnd verði skipuð til að skoða Baugsmálið ofan í kjölinn. Aðrir, þeirra á meðal Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hafa lýst yfir efasemdum, því að nefnd af þessu tagi yrði aldrei óháð, hvernig sem hún yrði skipuð. Í 39 grein stjórnarskrárinnar er fjallað um möguleikann á slíkri nefnd. Þar segir: Alþingi getur skipað nefndir alþingismanna til að rannsaka mikilvæg mál, er almenning varða. Alþingi getur veitt nefndum þessum rétt til að heimta skýrslur, munnlegar og bréflegar, bæði af embættismönnum og einstökum mönnum. Í stjórnarskránni er sem sagt gert ráð fyrir að nefndin yrði skipuð Alþingismönnum. Það eitt myndi veikja tiltrú almennings að mati Sigurðar Líndals, lagaprófessors. En að mati Sigurðar er það eitt víst að almenningur myndi seinlega trúa því að alþingismennirnir væru óháðir. Eftir umræðu síðustu daga yrði jafnvel enn erfiðara en ella að sannfæra almenning að mati Sigurðar. Hann segir þó alltaf mögulegt að setja lög um að aðrir en þingmenn myndu sitja í nefndinni en hann kunni því þó ekki dæmi. Alþingi getur sett lög um að skipa slíka nefnd og sett henni starfsreglur og skilgreint verkefni hennar. Sigurður segir að dæmi séu um slíkar nefndir erlendis. Hann telur samt að það yrði alltaf erfitt að koma ákvæðinu í stjórnarskrá, því að mjög erfitt yrði að skilgreina við hvaða tilefni ætti að skipa slíka nefnd. Síðast var skipuð rannsóknarnefnd vegna okurmálsins svokallaða, þegar hópur manna reyndi að nýta sér verðbólguástand með því að selja skuldabréf með afföllum. Það var árið 1955, eða fyrir fimmtíu árum. Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent „Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“ Innlent Fleiri fréttir Auðvelt val þótt hann geti ekki kosið sjálfan sig „Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“ Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Sjá meira
Stjórnarskrá Íslands gerir ráð fyrir að Alþingismenn sitji í rannsóknarnefnd um Baugsmálið ef til þess kemur að slík nefnd verði skipuð. Sigurður Líndal lagaprófessor telur að það yrði mjög erfitt að sannfæra almenning um að nefndin yrði í raun og veru óháð. Slík nefnd var síðast skipuð fyrir fimmtíu árum. Alþingismenn Samfylkingarinnar hafa sagst fylgjandi því að óháð nefnd verði skipuð til að skoða Baugsmálið ofan í kjölinn. Aðrir, þeirra á meðal Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hafa lýst yfir efasemdum, því að nefnd af þessu tagi yrði aldrei óháð, hvernig sem hún yrði skipuð. Í 39 grein stjórnarskrárinnar er fjallað um möguleikann á slíkri nefnd. Þar segir: Alþingi getur skipað nefndir alþingismanna til að rannsaka mikilvæg mál, er almenning varða. Alþingi getur veitt nefndum þessum rétt til að heimta skýrslur, munnlegar og bréflegar, bæði af embættismönnum og einstökum mönnum. Í stjórnarskránni er sem sagt gert ráð fyrir að nefndin yrði skipuð Alþingismönnum. Það eitt myndi veikja tiltrú almennings að mati Sigurðar Líndals, lagaprófessors. En að mati Sigurðar er það eitt víst að almenningur myndi seinlega trúa því að alþingismennirnir væru óháðir. Eftir umræðu síðustu daga yrði jafnvel enn erfiðara en ella að sannfæra almenning að mati Sigurðar. Hann segir þó alltaf mögulegt að setja lög um að aðrir en þingmenn myndu sitja í nefndinni en hann kunni því þó ekki dæmi. Alþingi getur sett lög um að skipa slíka nefnd og sett henni starfsreglur og skilgreint verkefni hennar. Sigurður segir að dæmi séu um slíkar nefndir erlendis. Hann telur samt að það yrði alltaf erfitt að koma ákvæðinu í stjórnarskrá, því að mjög erfitt yrði að skilgreina við hvaða tilefni ætti að skipa slíka nefnd. Síðast var skipuð rannsóknarnefnd vegna okurmálsins svokallaða, þegar hópur manna reyndi að nýta sér verðbólguástand með því að selja skuldabréf með afföllum. Það var árið 1955, eða fyrir fimmtíu árum.
Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent „Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“ Innlent Fleiri fréttir Auðvelt val þótt hann geti ekki kosið sjálfan sig „Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“ Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Sjá meira