Afskipti lykilmanna umhugsunarverð 4. október 2005 00:01 Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, segir í samtali við Fréttablaðið að ýmislegt athyglisvert hafi komið í ljós með umfjöllun Fréttablaðsins um aðdragandann að Baugsmálinu. „Meðal annars það að lykilmenn í Sjálfstæðisflokknum hafi tengst aðdragandanum að málinu beint og er ég þá ekki síst að tala um Styrmi Gunnarsson, ritstjóra Morgunblaðsins,“ segir Valgerður. Hún segir að sér hafi þótt sérstaklega athyglisvert það sem fram kom í einum tölvupósti hans að hann hafi talið að skattalögreglan væri að bíða með Baugsmálið þar til fjármálaráðherra komi úr sumarfríi. „Þetta kom mér ekki að öllu leyti á óvart því ég átti í ritdeilu við Styrmi Gunnarsson í sumar, sem snerist einmitt um sjálfstæði eftirlitsstofnana, sem ég legg mikla áherslu á og tel að sé algjört grundvallaratriði. Í máli Styrmis kom hins vegar fram að hann beinlínis telur að pólitísk afskipti eigi að vera af eftirlitsstofnunum,“ sagði Valgerður. „Styrmir endaði þessar deilur, þegar hann var orðinn rökþrota, með því að segja að það skipti engu máli hvað ég segði, það tæki hvort eð er enginn mark á mér,“ sagði Valgerður. Deilurnar sem hún vitnaði til snerust um gagnrýni Morgunblaðsins á Valgerði, sem birt var í Staksteinum blaðsins, vegna þess að hún hafði neitað að ræða úrskurð Samkeppnisráðs um samruna FL Group, Bláfugls og Flugflutninga, sem stofnunin heimilaði í sumar, við Morgunblaðið. Hún sagðist ekki ræða úrskurði Samkeppnisráðs til að veikja ekki sjálfstæði stofnunarinnar. „Styrmir virtist telja að það væri eðlilegt að stjórnvöld hefðu afskipti af eftirlitsstofnunum,“ segir Valgerður. Spurð hvort hún telji þetta viðhorf hafa endurspeglast í aðkomu Styrmis að aðdraganda Baugsmálsins segir hún: „Það sem ég las í þessum tölvupósti fannst mér í nokkru samræmi við það sem kom fram í sumar, um þetta gundvallaratriði, sem er sjálfstæði eftirlitsstofnana. Auðvitað á hið sama við um lögreglu og skattalögreglu, svo ekki sé fleira nefnt,“ segir hún. Valgerður segir aðspurð að Fréttablaðið og Morgunblaðið hefðu tekist á um málið og væru orðnir gerendur í því. Hún sagði það jafnframt ekki að ástæðulausu að Sjálfstæðisflokknum og Samfylkingunni hefði verið blandað inn í umræðuna um Baugsmálið. „Samfylkingin hefur tekið mjög málstað Baugs í umræðunni almennt, meðal annars þegar samkeppnislög voru til umræðu á þinginu,“ segir hún. Þá sé augljóst hver aðkoma lykilmanna í Sjálfstæðisflokknum að aðdraganda málsins sé. Spurð hvaða áhrif umræðan hefði á ríkisstjórnarsamstarfið segir hún: „Ég er ekki að halda því fram að ráðherrar í ríkisstjórn hafi komið að málinu en hins vegar það, að lykilmenn hafi komið að því í aðdraganda málsins, er umhugsunarefni, þótt ég segi ekki meira.“ Baugsmálið Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent „Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“ Innlent Fleiri fréttir Auðvelt val þótt hann geti ekki kosið sjálfan sig „Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“ Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Sjá meira
Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, segir í samtali við Fréttablaðið að ýmislegt athyglisvert hafi komið í ljós með umfjöllun Fréttablaðsins um aðdragandann að Baugsmálinu. „Meðal annars það að lykilmenn í Sjálfstæðisflokknum hafi tengst aðdragandanum að málinu beint og er ég þá ekki síst að tala um Styrmi Gunnarsson, ritstjóra Morgunblaðsins,“ segir Valgerður. Hún segir að sér hafi þótt sérstaklega athyglisvert það sem fram kom í einum tölvupósti hans að hann hafi talið að skattalögreglan væri að bíða með Baugsmálið þar til fjármálaráðherra komi úr sumarfríi. „Þetta kom mér ekki að öllu leyti á óvart því ég átti í ritdeilu við Styrmi Gunnarsson í sumar, sem snerist einmitt um sjálfstæði eftirlitsstofnana, sem ég legg mikla áherslu á og tel að sé algjört grundvallaratriði. Í máli Styrmis kom hins vegar fram að hann beinlínis telur að pólitísk afskipti eigi að vera af eftirlitsstofnunum,“ sagði Valgerður. „Styrmir endaði þessar deilur, þegar hann var orðinn rökþrota, með því að segja að það skipti engu máli hvað ég segði, það tæki hvort eð er enginn mark á mér,“ sagði Valgerður. Deilurnar sem hún vitnaði til snerust um gagnrýni Morgunblaðsins á Valgerði, sem birt var í Staksteinum blaðsins, vegna þess að hún hafði neitað að ræða úrskurð Samkeppnisráðs um samruna FL Group, Bláfugls og Flugflutninga, sem stofnunin heimilaði í sumar, við Morgunblaðið. Hún sagðist ekki ræða úrskurði Samkeppnisráðs til að veikja ekki sjálfstæði stofnunarinnar. „Styrmir virtist telja að það væri eðlilegt að stjórnvöld hefðu afskipti af eftirlitsstofnunum,“ segir Valgerður. Spurð hvort hún telji þetta viðhorf hafa endurspeglast í aðkomu Styrmis að aðdraganda Baugsmálsins segir hún: „Það sem ég las í þessum tölvupósti fannst mér í nokkru samræmi við það sem kom fram í sumar, um þetta gundvallaratriði, sem er sjálfstæði eftirlitsstofnana. Auðvitað á hið sama við um lögreglu og skattalögreglu, svo ekki sé fleira nefnt,“ segir hún. Valgerður segir aðspurð að Fréttablaðið og Morgunblaðið hefðu tekist á um málið og væru orðnir gerendur í því. Hún sagði það jafnframt ekki að ástæðulausu að Sjálfstæðisflokknum og Samfylkingunni hefði verið blandað inn í umræðuna um Baugsmálið. „Samfylkingin hefur tekið mjög málstað Baugs í umræðunni almennt, meðal annars þegar samkeppnislög voru til umræðu á þinginu,“ segir hún. Þá sé augljóst hver aðkoma lykilmanna í Sjálfstæðisflokknum að aðdraganda málsins sé. Spurð hvaða áhrif umræðan hefði á ríkisstjórnarsamstarfið segir hún: „Ég er ekki að halda því fram að ráðherrar í ríkisstjórn hafi komið að málinu en hins vegar það, að lykilmenn hafi komið að því í aðdraganda málsins, er umhugsunarefni, þótt ég segi ekki meira.“
Baugsmálið Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent „Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“ Innlent Fleiri fréttir Auðvelt val þótt hann geti ekki kosið sjálfan sig „Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“ Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Sjá meira