Eykur eftirlit vegna rjúpnaveiða 14. október 2005 00:01 Lögregla um allt land hyggst auka eftirlit sitt vegna þess að rjúpnaveiðar hefjast á morgun að nýju eftir tveggja ára hlé. Veiðimenn á Vesturlandi eru varaðir við því að á sama tíma og þeir halda til veiða leita bændur fjár. Ríkislögreglustjóri hefur hvatt alla lögreglustjóra á landinu til að efla eftirlit með skotveiðimönnum í sínu umdæmi og hann hefur m.a. styrkt lið sitt á Suðvesturlandi og Norðurlandi á meðan á veiðitímabilið stendur, eða til 15. nóvember. Þá mun Ríkislögreglustjóri njóta aðstoðar Landhelgisgæslunnar sem mun fljúga yfir veiðilendur á annarri þyrlu sinni og fylgjast með að lög séu virt. Svipað verður uppi á teningnum á Miðvesturlandi en þar verður lögregla með eftirlit í Dalasýslu og Borgarfirði og hafa sýslumannsembættin í Borgarnesi og í Búðardal með sér samstarf af þeim sökum, en auk bíla verður flugvél notuð til eftirlits. Lögregla á þessum slóðum vekur athygli veiðimanna á því að þriðju leitir fara fram í Suðurdölum í Dalabyggð á morgun og sömuleiðis verða leitir hjá Mýramönnum og Borgfirðingum á sama tíma. Leitað verður á vinsælu rjúpnaveiðisvæði og eru veiðimenn beðnir um að sýna tillitssemi og varúð á þessu landsvæði. Þá greindi Bæjarins besta frá því að öll skotveiði hefur verið bönnuð á eignarjörðum Vesturbyggðar öðrum en einstaklingum sem eiga lögheimili í sveitarfélaginu frá og með morgundeginum. Sama gildir um nokkrar jarðir í Mývatnssveit. Lögregla brýnir einnig fyrir veiðimönnum að leita leyfis hjá bændum til veiða á landi þeirra og vekur hún sérstaklega athygli á því að fjalllendi er stundum háð eignarrétti líka þannig að þar þarf einnig að fá leyfi til veiða. Einnig er minnt á að utanvegaakstur er bannaður og sama gildir um veiðar á hvers kyns tækjum, eins og vélsleðum og fjórhjólum. Sú skylda hvílir á veiðimönnum að kynna sér hvar veiði er leyfð á hverjum stað og þá ber þeim einnig að fylgjast með því hvort breytingar eru gerðar á reglugerðum og lögum um veiðar á meðan á veiðitímabilinu stendur. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Á sér langa sögu eldfimra ummæla Innlent Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Innlent Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður Mestu flokkaflakkararnir Innlent Ölfusá orðin bakkafull af ís Innlent Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni „En ég heyri alveg gríðarlegan stuðning víða“ Hröð barátta og skortur á dýpt Samtöl við kjósendur standa upp úr Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Kjörsókn betri fyrir austan en menn þorðu að vona Tekist að opna alla kjörstaði í Norðausturkjördæmi „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Heyrir fleiri segja þörf á VG á þingi Heldur aftur af sér svo hún gangi ekki um syngjandi Ölfusá orðin bakkafull af ís Á sér langa sögu eldfimra ummæla Auðvelt val þótt hann geti ekki kosið sjálfan sig „Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“ Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Sjá meira
Lögregla um allt land hyggst auka eftirlit sitt vegna þess að rjúpnaveiðar hefjast á morgun að nýju eftir tveggja ára hlé. Veiðimenn á Vesturlandi eru varaðir við því að á sama tíma og þeir halda til veiða leita bændur fjár. Ríkislögreglustjóri hefur hvatt alla lögreglustjóra á landinu til að efla eftirlit með skotveiðimönnum í sínu umdæmi og hann hefur m.a. styrkt lið sitt á Suðvesturlandi og Norðurlandi á meðan á veiðitímabilið stendur, eða til 15. nóvember. Þá mun Ríkislögreglustjóri njóta aðstoðar Landhelgisgæslunnar sem mun fljúga yfir veiðilendur á annarri þyrlu sinni og fylgjast með að lög séu virt. Svipað verður uppi á teningnum á Miðvesturlandi en þar verður lögregla með eftirlit í Dalasýslu og Borgarfirði og hafa sýslumannsembættin í Borgarnesi og í Búðardal með sér samstarf af þeim sökum, en auk bíla verður flugvél notuð til eftirlits. Lögregla á þessum slóðum vekur athygli veiðimanna á því að þriðju leitir fara fram í Suðurdölum í Dalabyggð á morgun og sömuleiðis verða leitir hjá Mýramönnum og Borgfirðingum á sama tíma. Leitað verður á vinsælu rjúpnaveiðisvæði og eru veiðimenn beðnir um að sýna tillitssemi og varúð á þessu landsvæði. Þá greindi Bæjarins besta frá því að öll skotveiði hefur verið bönnuð á eignarjörðum Vesturbyggðar öðrum en einstaklingum sem eiga lögheimili í sveitarfélaginu frá og með morgundeginum. Sama gildir um nokkrar jarðir í Mývatnssveit. Lögregla brýnir einnig fyrir veiðimönnum að leita leyfis hjá bændum til veiða á landi þeirra og vekur hún sérstaklega athygli á því að fjalllendi er stundum háð eignarrétti líka þannig að þar þarf einnig að fá leyfi til veiða. Einnig er minnt á að utanvegaakstur er bannaður og sama gildir um veiðar á hvers kyns tækjum, eins og vélsleðum og fjórhjólum. Sú skylda hvílir á veiðimönnum að kynna sér hvar veiði er leyfð á hverjum stað og þá ber þeim einnig að fylgjast með því hvort breytingar eru gerðar á reglugerðum og lögum um veiðar á meðan á veiðitímabilinu stendur.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Á sér langa sögu eldfimra ummæla Innlent Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Innlent Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður Mestu flokkaflakkararnir Innlent Ölfusá orðin bakkafull af ís Innlent Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni „En ég heyri alveg gríðarlegan stuðning víða“ Hröð barátta og skortur á dýpt Samtöl við kjósendur standa upp úr Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Kjörsókn betri fyrir austan en menn þorðu að vona Tekist að opna alla kjörstaði í Norðausturkjördæmi „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Heyrir fleiri segja þörf á VG á þingi Heldur aftur af sér svo hún gangi ekki um syngjandi Ölfusá orðin bakkafull af ís Á sér langa sögu eldfimra ummæla Auðvelt val þótt hann geti ekki kosið sjálfan sig „Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“ Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Sjá meira