Segir hafa verið valið úr tölvupóstum til birtingar 29. nóvember 2005 15:58 Jónína Benediktsdóttir gaf skýrslu fyrir dómi í dag líkt og ritstjóri og fréttaritstjóri Fréttablaðsins. Jónína Benediktsdóttir sagði við skýrslutöku í aðalmeðferð máls hennar gegn Fréttablaðinu að blaðið hefði haldið hlífiskildi yfir eigendum sínum með því að birta ekki tölvupósta þar sem fjallað væri um Thee Viking. Hvorki ritstjóri né fréttaritstjóri Fréttablaðsins sögðust muna eftir slíkum tölvupóstum. Jónína Benediktsdóttir sagði við skýrslutöku í aðalmeðferð máls hennar gegn Fréttablaðinu að blaðið hefði haldið hlífiskildi yfir eigendum sínum með því að birta ekki tölvupósta sem kæmu þeim illa. Hún sagði þetta vera tölvupóst frá Jóni Ásgeiri Jóhannessyni til Jóns Geralds Sullenberger þar sem fjallað væri um snekkjuna Thee Viking. Hvorki Kári Jónasson ritstjóri Fréttablaðsins né Sigurjón M. Egilsson fréttaritstjóri sögðust reka minni til að hafa séð umræddan póst. Jónína fékk í gær að skoða tölvupóstana sem sýslumaður gerði upptæka hjá Fréttablaðinu 30. september síðast liðinn. Hún sagði fréttaflutning Fréttablaðsins og birtingar úr tölvupóstinum hafa valdið sér gríðarlegum skaða og verið í óþökk sinni. Hún sagði að í hvert sinn sem hún reyndi að rísa á fætur fengi hún nýtt spark og virtist við það að bresta í grát. Hún sagði fréttir um tölvupóstana hafa verið villandi og teknar úr samhengi en neitaði að svara þegar lögmaður Fréttablaðsins bað hana um að útlista með hvaða hætti fréttirnar væru villandi eða aðeins sagður hálfsannleikur. Kári Jónasson ritstjóri Fréttablaðsins sagði að gögnin hefðu borið með sér að vera mikið innlegg í umræðuna um Baugsmálin og staðfest ýmislegt sem hefði verið rætt um hverjir komu Baugsmálinu af stað. Eftir að staðfest hafði verið að um raunverulega tölvupósta væri að ræða en ekki falsanir hefði verið ákveðið að vinna fréttir um það sem hefði skýrt fréttagildi en aldrei hefði komið til greina að fjalla um viðkvæm persónuleg mál. Sigurjón M. Egilsson, fréttaritstjóri Fréttablaðsins, staðfesti að afrit af tölvupóstinum hefðu borist sér en neitaði að segja hvernig það hefði gerst. Baugsmálið Dómsmál Fréttir Innlent Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent „Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“ Innlent Fleiri fréttir Auðvelt val þótt hann geti ekki kosið sjálfan sig „Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“ Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Sjá meira
Jónína Benediktsdóttir sagði við skýrslutöku í aðalmeðferð máls hennar gegn Fréttablaðinu að blaðið hefði haldið hlífiskildi yfir eigendum sínum með því að birta ekki tölvupósta þar sem fjallað væri um Thee Viking. Hvorki ritstjóri né fréttaritstjóri Fréttablaðsins sögðust muna eftir slíkum tölvupóstum. Jónína Benediktsdóttir sagði við skýrslutöku í aðalmeðferð máls hennar gegn Fréttablaðinu að blaðið hefði haldið hlífiskildi yfir eigendum sínum með því að birta ekki tölvupósta sem kæmu þeim illa. Hún sagði þetta vera tölvupóst frá Jóni Ásgeiri Jóhannessyni til Jóns Geralds Sullenberger þar sem fjallað væri um snekkjuna Thee Viking. Hvorki Kári Jónasson ritstjóri Fréttablaðsins né Sigurjón M. Egilsson fréttaritstjóri sögðust reka minni til að hafa séð umræddan póst. Jónína fékk í gær að skoða tölvupóstana sem sýslumaður gerði upptæka hjá Fréttablaðinu 30. september síðast liðinn. Hún sagði fréttaflutning Fréttablaðsins og birtingar úr tölvupóstinum hafa valdið sér gríðarlegum skaða og verið í óþökk sinni. Hún sagði að í hvert sinn sem hún reyndi að rísa á fætur fengi hún nýtt spark og virtist við það að bresta í grát. Hún sagði fréttir um tölvupóstana hafa verið villandi og teknar úr samhengi en neitaði að svara þegar lögmaður Fréttablaðsins bað hana um að útlista með hvaða hætti fréttirnar væru villandi eða aðeins sagður hálfsannleikur. Kári Jónasson ritstjóri Fréttablaðsins sagði að gögnin hefðu borið með sér að vera mikið innlegg í umræðuna um Baugsmálin og staðfest ýmislegt sem hefði verið rætt um hverjir komu Baugsmálinu af stað. Eftir að staðfest hafði verið að um raunverulega tölvupósta væri að ræða en ekki falsanir hefði verið ákveðið að vinna fréttir um það sem hefði skýrt fréttagildi en aldrei hefði komið til greina að fjalla um viðkvæm persónuleg mál. Sigurjón M. Egilsson, fréttaritstjóri Fréttablaðsins, staðfesti að afrit af tölvupóstinum hefðu borist sér en neitaði að segja hvernig það hefði gerst.
Baugsmálið Dómsmál Fréttir Innlent Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent „Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“ Innlent Fleiri fréttir Auðvelt val þótt hann geti ekki kosið sjálfan sig „Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“ Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Sjá meira