Er Fréttablaðið í áróðri? Sigurjón Þórðarson skrifar 6. september 2006 06:00 Hvers vegna greinir Fréttablaðið einungis frá vissum viðhorfum til fiskveiðistjórnar á meðan blaðið þegir algerlega um önnur sjónarmið? Það er ekki hægt að skýra þessi vinnubrögð með öðru en að blaðið reki áróður. Að undanförnu hef ég bæði á heimasíðu minni og í pistlum á Útvarpi Sögu vakið athygli á þeirri breytingu sem hefur orðið á Fréttablaðinu með tilkomu Þorsteins Pálssonar, fyrrum formanns Sjálfstæðisflokksins, í ritstjórnarstól blaðsins. Mörgum blöskraði algerlega þegar Þorsteinn Pálsson hrakti í sumar einn hæfasta blaðamann Fréttablaðsins, Jóhann Hauksson, á brott eftir bein afskipti dómsmálaráðherra af skrifum Jóhanns um hlerunarmál föður dómsmálaráðherra. Eitthvað virðist sem þessi skrif séu farin að bíta Fréttablaðið þar sem það bregst ókvæða við gagnrýni á sig. Gert hefur verið lítið úr gagnrýni minni á að enginn innlendur fjölmiðill vilji gera grein fyrir viðhorfum mínum til fiskveiðistjórnar þótt t.d. fiskveiðinefnd Evrópusambandsins hafi séð ástæðu til að hlýða á erindi mitt um fiskveiðistjórn í Brussel í vor. Ferðin til Brussel var farin vegna þess að þau viðhorf sem ég, Jörgen Niclasen, fyrrum sjávarútvegsráðherra Færeyja, og Jón Kristjánsson fiskifræðingur stöndum fyrir eiga sér talsverðan hljómgrunn meðal sjómanna á Bretlandseyjum. Þeir komu því til leiðar að breskir þingmenn Íhaldsflokksins buðu okkur að halda erindi. Þess ber að geta að umrædd viðhorf eiga sér einnig talsverðan hljómgrunn á Íslandi og ekki síst meðal sjómanna. Ekki þótti ástæða til þess að birta eina línu um þau sjónarmið sem kynnt voru í Brussel í Fréttablaðinu og er það æði undarlegt ef borið er saman við þá gagnrýnislausu umfjöllun sem Ragnar Árnason prófessor fær æ ofan í æ. Áróður Ragnars snýst um hagkvæmi kvótakerfa og hvílir á vægast sagt mjög veikum grunni en á fundinum í Brussel sýndum við tölulega fram á það að landaður afli hafði alls staðar minnkað þar sem kvótakerfi hefur verið notað til að stýra fiskveiðum. Þetta ættu Íslendingar að vita manna best þar sem þorskaflinn nú er helmingi minni en fyrir daga kvótakerfisins. Í lítt unninni umfjöllun fjölmiðla um ráðstefnuna þar sem Ragnar Árnason kynnti sín sjónarmið kemur ekki fram að ráðstefnan var lokuð og virðist hafa verið tryggt að engum andmælendum yrði hleypt að. Sjálfseignarstofnunin sem hélt ráðstefnuna kallast RSE, rannsóknarmiðstöð um samfélags- og efnahagsmál, og þar er fyrrnefndur Ragnar Árnason einn af stofnendum miðstöðvarinnar ásamt því að vera formaður hennar núna. Á síðunni má finna mjög athyglisverðar upplýsingar. Ef farið er inn á rse.is, smellt á UM RSE og skoðað "Fulltrúaráð" sést hverjir fara þar með æðsta vald og fjárhag stofnunarinnar: Ágúst Guðmundsson, stjórnarformaður Bakkavarar, Ásdís Halla Bragadóttir, forstjóri BYKO, Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis, Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Símans, Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims, Heiðar Már Guðjónsson, Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri Íslandspósts, Jóhann J. Ólafsson, heildsali, Magnús Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sölusambands íslenskra fiskframleiðenda, Orri Hauksson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Símans, Sigurgeir B. Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, Rannveig Rist, forstjóri álversins í Straumi, Þorkell Sigurlaugsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Háskólans í Reykjavík. Það er greinilega mjög þröngur hópur sem stendur að RSE sem virðist hafa það að markmiði að búa sínar lífsskoðanir í einhvern fræðilegan búning þar sem Háskóla Íslands virðist vera ætlað handavinnuhlutverk við búningagerðina. Eitt er kristaltært, vísindi og fræði snúast um gagnrýna hugsun og þau fræði og fyrirlestrar sem þola ekki neina andmælendur dæma sig sjálf og verða aldrei betra en ómerkilegur áróður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Þórðarson Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Hvers vegna greinir Fréttablaðið einungis frá vissum viðhorfum til fiskveiðistjórnar á meðan blaðið þegir algerlega um önnur sjónarmið? Það er ekki hægt að skýra þessi vinnubrögð með öðru en að blaðið reki áróður. Að undanförnu hef ég bæði á heimasíðu minni og í pistlum á Útvarpi Sögu vakið athygli á þeirri breytingu sem hefur orðið á Fréttablaðinu með tilkomu Þorsteins Pálssonar, fyrrum formanns Sjálfstæðisflokksins, í ritstjórnarstól blaðsins. Mörgum blöskraði algerlega þegar Þorsteinn Pálsson hrakti í sumar einn hæfasta blaðamann Fréttablaðsins, Jóhann Hauksson, á brott eftir bein afskipti dómsmálaráðherra af skrifum Jóhanns um hlerunarmál föður dómsmálaráðherra. Eitthvað virðist sem þessi skrif séu farin að bíta Fréttablaðið þar sem það bregst ókvæða við gagnrýni á sig. Gert hefur verið lítið úr gagnrýni minni á að enginn innlendur fjölmiðill vilji gera grein fyrir viðhorfum mínum til fiskveiðistjórnar þótt t.d. fiskveiðinefnd Evrópusambandsins hafi séð ástæðu til að hlýða á erindi mitt um fiskveiðistjórn í Brussel í vor. Ferðin til Brussel var farin vegna þess að þau viðhorf sem ég, Jörgen Niclasen, fyrrum sjávarútvegsráðherra Færeyja, og Jón Kristjánsson fiskifræðingur stöndum fyrir eiga sér talsverðan hljómgrunn meðal sjómanna á Bretlandseyjum. Þeir komu því til leiðar að breskir þingmenn Íhaldsflokksins buðu okkur að halda erindi. Þess ber að geta að umrædd viðhorf eiga sér einnig talsverðan hljómgrunn á Íslandi og ekki síst meðal sjómanna. Ekki þótti ástæða til þess að birta eina línu um þau sjónarmið sem kynnt voru í Brussel í Fréttablaðinu og er það æði undarlegt ef borið er saman við þá gagnrýnislausu umfjöllun sem Ragnar Árnason prófessor fær æ ofan í æ. Áróður Ragnars snýst um hagkvæmi kvótakerfa og hvílir á vægast sagt mjög veikum grunni en á fundinum í Brussel sýndum við tölulega fram á það að landaður afli hafði alls staðar minnkað þar sem kvótakerfi hefur verið notað til að stýra fiskveiðum. Þetta ættu Íslendingar að vita manna best þar sem þorskaflinn nú er helmingi minni en fyrir daga kvótakerfisins. Í lítt unninni umfjöllun fjölmiðla um ráðstefnuna þar sem Ragnar Árnason kynnti sín sjónarmið kemur ekki fram að ráðstefnan var lokuð og virðist hafa verið tryggt að engum andmælendum yrði hleypt að. Sjálfseignarstofnunin sem hélt ráðstefnuna kallast RSE, rannsóknarmiðstöð um samfélags- og efnahagsmál, og þar er fyrrnefndur Ragnar Árnason einn af stofnendum miðstöðvarinnar ásamt því að vera formaður hennar núna. Á síðunni má finna mjög athyglisverðar upplýsingar. Ef farið er inn á rse.is, smellt á UM RSE og skoðað "Fulltrúaráð" sést hverjir fara þar með æðsta vald og fjárhag stofnunarinnar: Ágúst Guðmundsson, stjórnarformaður Bakkavarar, Ásdís Halla Bragadóttir, forstjóri BYKO, Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis, Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Símans, Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims, Heiðar Már Guðjónsson, Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri Íslandspósts, Jóhann J. Ólafsson, heildsali, Magnús Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sölusambands íslenskra fiskframleiðenda, Orri Hauksson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Símans, Sigurgeir B. Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, Rannveig Rist, forstjóri álversins í Straumi, Þorkell Sigurlaugsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Háskólans í Reykjavík. Það er greinilega mjög þröngur hópur sem stendur að RSE sem virðist hafa það að markmiði að búa sínar lífsskoðanir í einhvern fræðilegan búning þar sem Háskóla Íslands virðist vera ætlað handavinnuhlutverk við búningagerðina. Eitt er kristaltært, vísindi og fræði snúast um gagnrýna hugsun og þau fræði og fyrirlestrar sem þola ekki neina andmælendur dæma sig sjálf og verða aldrei betra en ómerkilegur áróður.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar