Afa vill aðgerðir 20. nóvember 2006 05:00 Afa-samtökin, félag aðstandenda aldraðra, héldu blaðamannafundfyrir skömmu um ástandið í vistunarmálum aldraðra. Gagnrýndu þau harðlega „útspil" heilbrigðisráðherra en ráðherrann tilkynnti með miklum áróðurbrag fyrir skömmu ,að verja ætti 1,3 milljörðum í byggingu hjúkrunarheimila næstu 4 árin. Bentu samtökin á, að ríkið hefði tekið nær 3 milljarða úr framkvæmdasjóði aldraðra og notað í rekstur. Þessi fjárhæð, 1,3 milljarðar, er því aðeins brot þeirrar fjárhæðar. AFA-samtökin krefjast þess, að 3 milljörðunum verði skilað að fullu. Samtökin sögðu á blaðamannafundinum, að algert ófremdarástand ríkti í hjúkrunar- og vistunarmálum aldraðra. Biðlistar væru langir eftir rými og margir aldraðir þyrftu að vera í hverju herbergi. Í Danmörku þekkist ekki, að fleiri en einn sé í herbergi. Ísland er mörgum áratugum á eftir Danmörku í hjúkrunar- og vistunarmálum aldraðra. Afa-samtökin krefjast þess, að aðgerðir til úrbóta verði gerðar strax en ekki eftir mörg ár eins og stjórnvöld boða. Afa-samtökin hafa m.a. sagt, að heilbrigðisráðherra hafi ekki heimild til þess að ákveða þær aðgerðir sem hún hafi boðað í hjúkrunar- og vistunarmálum aldraðra. Heilbrigðisráðherra, Sif Friðleifsdóttir, segir, að um misskilning sé að ræða hjá Afa- samtökunum. Aðgerðir stjórnvalda séu í samræmi við samkomulag ríkisins og Landssambands eldri borgara frá í sumar. Hér gæti verið um misskilning að ræða hjá ráðherranum. Landssamband eldri borgara hefur ekkert umboð til þess að semja fyrir hönd allra eldri borgara um málefni þeirra. Samkomulagið eða yfirlýsingin frá í sumar hefur lítið gildi. Fulltrúar Landssambandsins voru þvingaðir með hótunum til þess að skrifa undir það. Landssambandið telur þar aðeins um fyrsta skref að ræða á langri braut og hefur þegar samþykkt nýjar kröfur á hendur ríkinu. Tekið skal undir kröfur Afa-samtakanna. Það verður að gera aðgerðir strax. Það dugar ekkert margra ára „plan". Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Halldór 30.11.2024 Halldór Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Sjá meira
Afa-samtökin, félag aðstandenda aldraðra, héldu blaðamannafundfyrir skömmu um ástandið í vistunarmálum aldraðra. Gagnrýndu þau harðlega „útspil" heilbrigðisráðherra en ráðherrann tilkynnti með miklum áróðurbrag fyrir skömmu ,að verja ætti 1,3 milljörðum í byggingu hjúkrunarheimila næstu 4 árin. Bentu samtökin á, að ríkið hefði tekið nær 3 milljarða úr framkvæmdasjóði aldraðra og notað í rekstur. Þessi fjárhæð, 1,3 milljarðar, er því aðeins brot þeirrar fjárhæðar. AFA-samtökin krefjast þess, að 3 milljörðunum verði skilað að fullu. Samtökin sögðu á blaðamannafundinum, að algert ófremdarástand ríkti í hjúkrunar- og vistunarmálum aldraðra. Biðlistar væru langir eftir rými og margir aldraðir þyrftu að vera í hverju herbergi. Í Danmörku þekkist ekki, að fleiri en einn sé í herbergi. Ísland er mörgum áratugum á eftir Danmörku í hjúkrunar- og vistunarmálum aldraðra. Afa-samtökin krefjast þess, að aðgerðir til úrbóta verði gerðar strax en ekki eftir mörg ár eins og stjórnvöld boða. Afa-samtökin hafa m.a. sagt, að heilbrigðisráðherra hafi ekki heimild til þess að ákveða þær aðgerðir sem hún hafi boðað í hjúkrunar- og vistunarmálum aldraðra. Heilbrigðisráðherra, Sif Friðleifsdóttir, segir, að um misskilning sé að ræða hjá Afa- samtökunum. Aðgerðir stjórnvalda séu í samræmi við samkomulag ríkisins og Landssambands eldri borgara frá í sumar. Hér gæti verið um misskilning að ræða hjá ráðherranum. Landssamband eldri borgara hefur ekkert umboð til þess að semja fyrir hönd allra eldri borgara um málefni þeirra. Samkomulagið eða yfirlýsingin frá í sumar hefur lítið gildi. Fulltrúar Landssambandsins voru þvingaðir með hótunum til þess að skrifa undir það. Landssambandið telur þar aðeins um fyrsta skref að ræða á langri braut og hefur þegar samþykkt nýjar kröfur á hendur ríkinu. Tekið skal undir kröfur Afa-samtakanna. Það verður að gera aðgerðir strax. Það dugar ekkert margra ára „plan".
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar