Kaupin á West Ham efst í huga 28. desember 2006 07:00 Björgólfur Guðmundsson ásamt Eggerti Magnússyni. Björgólfi eru efst í huga kaup hans og Eggerts Magnússonar á enska knattspyrnufélaginu West Ham í nóvember. Árið sem við nú kveðjum er enn ein staðfestingin á því hve íslenskt atvinnulíf er öflugt og hversu mikil gæfa það var að binda enda á bein afskipti stjórnmálaafla að rekstri fyrirtækja. Flest öflugustu íslensku fyrirtækin starfa nú í harðri en eðlilegri alþjóðlegri samkeppni þar sem þau vaxa og eflast dag frá degi. Á árinu 2006 kom það fyllilega í ljós að alþjóðlegu fyrirtækin okkar þola vel ágjöf en jafnframt að starfsumhverfi þeirra hér á landi er viðkvæmt. Það ætti að vera stjórnmálamönnum umhugsunarefni með hvaða hætti tryggja megi að þessi fyrirtæki verði áfram íslensk og að þau telji hag sínum best borgið með því að skrá höfuðstöðvar sínar hér á landi. Ánægjulegt var að sjá á árinu aukna vitund stjórnenda í íslensku atvinnulífi um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja. Augljóst er að samhliða örum vexti fyrirtækja er mikilvægt að aðrir þættir samfélagsins dafni sömuleiðis. Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja er sjálfsábyrgð sem tryggir öflugt, frjótt og skemmtilegt umhverfi til að starfa í. Líti ég sjálfur um öxl eru kaup okkar Eggerts Magnússonar á enska knattspyrnufélaginu West Ham mér efst í huga. Mér kom mjög á óvart sú mikla og jákvæða athygli sem viðskipti þessi fengu í Bretlandi. Ég er sannfærður um að aukin vitund um Íslendinga í bresku athafnalífi eigi eftir fjölga til muna tækifærum fyrir öll íslensk fyrirtæki þar í landi. Þó svo að áhugi minn á fótbolta hafi miklu skipt um þá ákvörðun að festa fé í þessari starfsemi þá má heldur ekki horfa fram hjá því að fótbolti í sjónvarpi er sá þáttur í afþreyingargreinum sem vex hve hraðast í heiminum í dag. Ég er því sannfærður um að í þessari starfsemi felast fjöldamörg viðskiptatækifæri sem West Ham mun nýta. Ætli ég minnist ársins 2006 því ekki helst fyrir það að þá runnu saman í eitt hjá mér áhugamál og starf. Birtist í Fréttablaðinu Héðan og þaðan Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Árið sem við nú kveðjum er enn ein staðfestingin á því hve íslenskt atvinnulíf er öflugt og hversu mikil gæfa það var að binda enda á bein afskipti stjórnmálaafla að rekstri fyrirtækja. Flest öflugustu íslensku fyrirtækin starfa nú í harðri en eðlilegri alþjóðlegri samkeppni þar sem þau vaxa og eflast dag frá degi. Á árinu 2006 kom það fyllilega í ljós að alþjóðlegu fyrirtækin okkar þola vel ágjöf en jafnframt að starfsumhverfi þeirra hér á landi er viðkvæmt. Það ætti að vera stjórnmálamönnum umhugsunarefni með hvaða hætti tryggja megi að þessi fyrirtæki verði áfram íslensk og að þau telji hag sínum best borgið með því að skrá höfuðstöðvar sínar hér á landi. Ánægjulegt var að sjá á árinu aukna vitund stjórnenda í íslensku atvinnulífi um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja. Augljóst er að samhliða örum vexti fyrirtækja er mikilvægt að aðrir þættir samfélagsins dafni sömuleiðis. Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja er sjálfsábyrgð sem tryggir öflugt, frjótt og skemmtilegt umhverfi til að starfa í. Líti ég sjálfur um öxl eru kaup okkar Eggerts Magnússonar á enska knattspyrnufélaginu West Ham mér efst í huga. Mér kom mjög á óvart sú mikla og jákvæða athygli sem viðskipti þessi fengu í Bretlandi. Ég er sannfærður um að aukin vitund um Íslendinga í bresku athafnalífi eigi eftir fjölga til muna tækifærum fyrir öll íslensk fyrirtæki þar í landi. Þó svo að áhugi minn á fótbolta hafi miklu skipt um þá ákvörðun að festa fé í þessari starfsemi þá má heldur ekki horfa fram hjá því að fótbolti í sjónvarpi er sá þáttur í afþreyingargreinum sem vex hve hraðast í heiminum í dag. Ég er því sannfærður um að í þessari starfsemi felast fjöldamörg viðskiptatækifæri sem West Ham mun nýta. Ætli ég minnist ársins 2006 því ekki helst fyrir það að þá runnu saman í eitt hjá mér áhugamál og starf.
Birtist í Fréttablaðinu Héðan og þaðan Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira