Helst illa á ráðherrum 6. mars 2006 12:00 Síðasta ríkisstjórnin sem fór óbreytt í gegnum kjörtímabil var stjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sem var við völd frá 1974 til 1978. MYND/stjr.is Það þarf að leita allt aftur til áttunda áratugar síðustu aldar til að finna ríkisstjórn sem situr í fjögur ár án þess að einn eða fleiri ráðherrar láti af embætti. Árni Magnússon er fjórði ráðherrann til að láta af embætti á þessu kjörtímabili.Eftir afsögn Árna Magnússonar félagsmálaráðherra þarf aðeins einn ráðherra til viðbótar að láta af embætti til að Íslandsmet verði slegið. Fjórir ráðherrar sem tóku sæti í ríkisstjórn í upphafi þessa kjörtímabils hafa látið af embætti og hefur það aðeins einu sinni gerst áður.Fyrsti ráðherrann til að láta af embætti á þessu kjörtímabili var Tómas Ingi Olrich sem varð sendiherra sjö mánuðum eftir kosningar. Siv Friðleifsdóttir fór úr umhverfisráðuneytinu þegar Halldór Ásgrímsson tók við forsætisráðuneytinu af Davíð Oddssyni haustið 2004 og sjálfur hvarf Davíð úr stjórnmálum ári seinna og fór í Seðlabankann. Árni er svo sá fjórði til að láta af embætti.Þrír ráðherrar hættu á síðasta kjörtímabili, Finnur Ingólfsson fór í Seðlabankann, Ingibjörg Pálmadóttir dró sig í hlé eftir veikindi og Björn Bjarnason leiddi Sjálfstæðismenn í Reykjavík í borgarstjórnarkosningum.Friðrik Sophusson lét af embætti fjármálaráðherra þegar langt var liðið á fyrsta kjörtímabil ríkisstjórna Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Hann var eini ráðherrann til að láta af embætti áður en það kjörtímabil rann út.Fjórir ráðherrar létu af embætti þegar Alþýðuflokkur og Sjálfstæðisflokkur voru síðast saman í stjórn og allir voru þeir kratar. Jón Sigurðsson varð Seðlabankastjóri og Eiður Guðnason sendiherra þegar kjörtímabilið var hálfnað. Jóhanna Sigurðardóttir lét af embætti og sagði sig úr Alþýðuflokknum. Guðmundur Árni Stefánsson, sagði svo af sér eftir mikla spillingarumræðu.Kjörtímabilið 1987 til 1991 urðu stjórnarskipti eftir rúmt ár. Sjálfstæðisflokkur fór úr stjórn en Framsóknarflokkur og Alþýðuflokkur fengu Alþýðubandalagið til liðs við sig. Fjórði stjórnarflokkurinn, Borgaraflokkurinn, bættist við stjórnina þegar nokkuð var liðið á kjörtímabilið.Tveir ráðherrar Sjálfstæðisflokks, Albert Guðmundsson og Matthías Á. Mathiesen, létu af embætti í október 1985 til að koma Þorsteini Pálssyni, þá nýkjörnum formanni flokksins, í stól ráðherra. Geir Hallgrímsson, fráfarandi formaður, fór í Seðlabankann skömmu síðar og rétt fyrir kosningar lét Albert Guðmundsson af embætti eftir ásakanir um skattsvik. Hann er eini ráðherrann til að láta tvisvar af embætti á sama kjörtímabilinu.Þrjár ríkisstjórnir sátu við völd á árunum 1978 til 1983 og engin þeirra heilt kjörtímabil. Síðasta ríkisstjórn sem tók engum breytingum á heilu kjörtímabili var ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks undir forsæti Geirs Hallgrímssonar á árunum 1974 til 1978. Fréttir Innlent Ríkisstjórn Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Það þarf að leita allt aftur til áttunda áratugar síðustu aldar til að finna ríkisstjórn sem situr í fjögur ár án þess að einn eða fleiri ráðherrar láti af embætti. Árni Magnússon er fjórði ráðherrann til að láta af embætti á þessu kjörtímabili.Eftir afsögn Árna Magnússonar félagsmálaráðherra þarf aðeins einn ráðherra til viðbótar að láta af embætti til að Íslandsmet verði slegið. Fjórir ráðherrar sem tóku sæti í ríkisstjórn í upphafi þessa kjörtímabils hafa látið af embætti og hefur það aðeins einu sinni gerst áður.Fyrsti ráðherrann til að láta af embætti á þessu kjörtímabili var Tómas Ingi Olrich sem varð sendiherra sjö mánuðum eftir kosningar. Siv Friðleifsdóttir fór úr umhverfisráðuneytinu þegar Halldór Ásgrímsson tók við forsætisráðuneytinu af Davíð Oddssyni haustið 2004 og sjálfur hvarf Davíð úr stjórnmálum ári seinna og fór í Seðlabankann. Árni er svo sá fjórði til að láta af embætti.Þrír ráðherrar hættu á síðasta kjörtímabili, Finnur Ingólfsson fór í Seðlabankann, Ingibjörg Pálmadóttir dró sig í hlé eftir veikindi og Björn Bjarnason leiddi Sjálfstæðismenn í Reykjavík í borgarstjórnarkosningum.Friðrik Sophusson lét af embætti fjármálaráðherra þegar langt var liðið á fyrsta kjörtímabil ríkisstjórna Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Hann var eini ráðherrann til að láta af embætti áður en það kjörtímabil rann út.Fjórir ráðherrar létu af embætti þegar Alþýðuflokkur og Sjálfstæðisflokkur voru síðast saman í stjórn og allir voru þeir kratar. Jón Sigurðsson varð Seðlabankastjóri og Eiður Guðnason sendiherra þegar kjörtímabilið var hálfnað. Jóhanna Sigurðardóttir lét af embætti og sagði sig úr Alþýðuflokknum. Guðmundur Árni Stefánsson, sagði svo af sér eftir mikla spillingarumræðu.Kjörtímabilið 1987 til 1991 urðu stjórnarskipti eftir rúmt ár. Sjálfstæðisflokkur fór úr stjórn en Framsóknarflokkur og Alþýðuflokkur fengu Alþýðubandalagið til liðs við sig. Fjórði stjórnarflokkurinn, Borgaraflokkurinn, bættist við stjórnina þegar nokkuð var liðið á kjörtímabilið.Tveir ráðherrar Sjálfstæðisflokks, Albert Guðmundsson og Matthías Á. Mathiesen, létu af embætti í október 1985 til að koma Þorsteini Pálssyni, þá nýkjörnum formanni flokksins, í stól ráðherra. Geir Hallgrímsson, fráfarandi formaður, fór í Seðlabankann skömmu síðar og rétt fyrir kosningar lét Albert Guðmundsson af embætti eftir ásakanir um skattsvik. Hann er eini ráðherrann til að láta tvisvar af embætti á sama kjörtímabilinu.Þrjár ríkisstjórnir sátu við völd á árunum 1978 til 1983 og engin þeirra heilt kjörtímabil. Síðasta ríkisstjórn sem tók engum breytingum á heilu kjörtímabili var ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks undir forsæti Geirs Hallgrímssonar á árunum 1974 til 1978.
Fréttir Innlent Ríkisstjórn Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira