Það sem skiptir máli 10. maí 2006 20:58 Það er hreinn brandari að halda fram að Viðey sé náttúruperla. Útsýnið úr eyjunni er vissulega ágætt, en sjálf er eyjan lítið annað en þúfur. Viðey var aldrei yfirgefið náttúruvætti - þarna voru meira að segja verksmiðjur á fyrri hluta 20. aldar. Hins vegar finnst mér vond hugmynd að setja golfvöll út í eyjuna. En það er kannski bara af því mér þykir golf svo leiðinlegt. --- --- --- Nú þykjast allir eiga Löngusker. Lengi vel vissi enginn af tilvist þeirra. Þau eru líka náttúruperla - það stendur til að að friðlýsa þau eftir nokkur ár. En fyrir hvern? Gegn hverju? Það er fáránlegt ef ekki má byggja eða hreyfa við steini á höfuðborgarsvæðinu, nema þar sem er verst við að hafast fyrir fólk. Uppi á heiðum þar sem vorar þremur vikum síðar en niður með sjónum. Í hrjóstrunum á Geldinganesi. Rokinu á Kjalarnesi. Nú eru öll bæjarfélögin hér í kring að tékka á því hver hafði "nytjar" af Lönguskerjum í gamla daga. Það er ys og þys á skjalasöfnunum. En ætlar Jónmundur að fara að nytja skerin aftur? Kannski getur Seltjarnarnesbær stofnað einhvers konar rekstur um þetta ævintýri? --- --- --- Jón Ormur Halldórsson skrifar ágæta grein í Fréttablaðið í morgun. Í auglýsingum frá stjórnmálaflokkunum hefur maður heyrt sagt að Reykjavík sé mjög falleg borg. Annað stjórnmálaafl auglýsir að Reykjavík sé "frábær" Þetta er nokkuð langt gengið - eins og Jón Ormur bendir á. Hann segir að höfuðborgarsvæðið minni meira að samvaxna smábæi í Bandaríkjunum en á evrópska borg."Fyrst þarf að viðurkenna stærð vandans. Sjálfum verður mér hugsað til samtals að kvöldi ráðstefnudags fyrir nokkrum árum. Þarna voru sjö eða átta norrænir kollegar mínir og við ræddum um borgir í Asíu og Evrópu. Einn þeirra sagði að Reykjavík væri ljótasta borg Norðurlanda. Hinir tóku undir þetta hver af öðrum. Aðeins einn maður hreyfði mótmælum, Norðmaður sem sagði að tiltekin iðnaðarborg í Finnlandi væri enn ljótari. Rökin voru þau sömu hjá öllum, landið væri fagurt og frítt en að annað eins samsafn af skipulagsslysum í kringum dekur við bíla væri vandfundið í Evrópu." --- --- --- Jón Ormur vekur máls á því að það sé með ólíkindum að skipulag höfuðborgarsvæðisins hafi ekki áður verið alvöru umræðuefni fyrir kosningar."Ekkert málefni á sveitarstjórnarstigi skiptir meira máli. Mistök á því sviði eyðileggja borgir og gera þær óspennandi, óþægilegar, ljótar, óyndislegar og jafnvel mannfjandsamlegar. Geta menn mótmælt því að einhver þessara orða lýsi stórum hlutum höfuðborgarsvæðisins?" Þetta er rétt. Maður á ekki að segja að þessar kosningar séu leiðinlegar. Það er verið að tala um hluti sem skipta máli. Og það er frábært að frambjóðendur séu tilbúnir að leggja fram konkret, alvöru hugmyndir - ekki bara moð sem stuðar ekki neinn og miðar að því að hafa miðjuna góða. Í raun er miklu meira vit í þessu núna en síðast þegar kosningarnar gengu út á persónulegt skæklatog milli Ingibjargar Sólrúnar og Björns Bjarna. --- --- --- Hér á Framsóknarflokkurinn sérstaklega hrós skilið. Kosningabarátta hans hefur verið býsna kjarkmikil. Hann hefur þorað að setja fram hugmyndir sem hafa vakið mikil viðbrögð. Þær eru ekki endilega hinar einu réttu, en þær hafa sett mjög eindreginn svip á kosningarnar. Maður getur jafnvel leyft sér að vona að kosningarnar eigi eftir að skipta sköpum um framtíðarskipulag borgarinnar - verði einhvers konar vatnaskil. Mig langar líka að hrósa Vinstri grænum. Í dag las ég að þeir hefðu sett fram hugmyndir um að staðsetning nýja Landspítans verði endurskoðuð. Það eru orð í tíma töluð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Halldór 30.11.2024 Halldór Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun
Það er hreinn brandari að halda fram að Viðey sé náttúruperla. Útsýnið úr eyjunni er vissulega ágætt, en sjálf er eyjan lítið annað en þúfur. Viðey var aldrei yfirgefið náttúruvætti - þarna voru meira að segja verksmiðjur á fyrri hluta 20. aldar. Hins vegar finnst mér vond hugmynd að setja golfvöll út í eyjuna. En það er kannski bara af því mér þykir golf svo leiðinlegt. --- --- --- Nú þykjast allir eiga Löngusker. Lengi vel vissi enginn af tilvist þeirra. Þau eru líka náttúruperla - það stendur til að að friðlýsa þau eftir nokkur ár. En fyrir hvern? Gegn hverju? Það er fáránlegt ef ekki má byggja eða hreyfa við steini á höfuðborgarsvæðinu, nema þar sem er verst við að hafast fyrir fólk. Uppi á heiðum þar sem vorar þremur vikum síðar en niður með sjónum. Í hrjóstrunum á Geldinganesi. Rokinu á Kjalarnesi. Nú eru öll bæjarfélögin hér í kring að tékka á því hver hafði "nytjar" af Lönguskerjum í gamla daga. Það er ys og þys á skjalasöfnunum. En ætlar Jónmundur að fara að nytja skerin aftur? Kannski getur Seltjarnarnesbær stofnað einhvers konar rekstur um þetta ævintýri? --- --- --- Jón Ormur Halldórsson skrifar ágæta grein í Fréttablaðið í morgun. Í auglýsingum frá stjórnmálaflokkunum hefur maður heyrt sagt að Reykjavík sé mjög falleg borg. Annað stjórnmálaafl auglýsir að Reykjavík sé "frábær" Þetta er nokkuð langt gengið - eins og Jón Ormur bendir á. Hann segir að höfuðborgarsvæðið minni meira að samvaxna smábæi í Bandaríkjunum en á evrópska borg."Fyrst þarf að viðurkenna stærð vandans. Sjálfum verður mér hugsað til samtals að kvöldi ráðstefnudags fyrir nokkrum árum. Þarna voru sjö eða átta norrænir kollegar mínir og við ræddum um borgir í Asíu og Evrópu. Einn þeirra sagði að Reykjavík væri ljótasta borg Norðurlanda. Hinir tóku undir þetta hver af öðrum. Aðeins einn maður hreyfði mótmælum, Norðmaður sem sagði að tiltekin iðnaðarborg í Finnlandi væri enn ljótari. Rökin voru þau sömu hjá öllum, landið væri fagurt og frítt en að annað eins samsafn af skipulagsslysum í kringum dekur við bíla væri vandfundið í Evrópu." --- --- --- Jón Ormur vekur máls á því að það sé með ólíkindum að skipulag höfuðborgarsvæðisins hafi ekki áður verið alvöru umræðuefni fyrir kosningar."Ekkert málefni á sveitarstjórnarstigi skiptir meira máli. Mistök á því sviði eyðileggja borgir og gera þær óspennandi, óþægilegar, ljótar, óyndislegar og jafnvel mannfjandsamlegar. Geta menn mótmælt því að einhver þessara orða lýsi stórum hlutum höfuðborgarsvæðisins?" Þetta er rétt. Maður á ekki að segja að þessar kosningar séu leiðinlegar. Það er verið að tala um hluti sem skipta máli. Og það er frábært að frambjóðendur séu tilbúnir að leggja fram konkret, alvöru hugmyndir - ekki bara moð sem stuðar ekki neinn og miðar að því að hafa miðjuna góða. Í raun er miklu meira vit í þessu núna en síðast þegar kosningarnar gengu út á persónulegt skæklatog milli Ingibjargar Sólrúnar og Björns Bjarna. --- --- --- Hér á Framsóknarflokkurinn sérstaklega hrós skilið. Kosningabarátta hans hefur verið býsna kjarkmikil. Hann hefur þorað að setja fram hugmyndir sem hafa vakið mikil viðbrögð. Þær eru ekki endilega hinar einu réttu, en þær hafa sett mjög eindreginn svip á kosningarnar. Maður getur jafnvel leyft sér að vona að kosningarnar eigi eftir að skipta sköpum um framtíðarskipulag borgarinnar - verði einhvers konar vatnaskil. Mig langar líka að hrósa Vinstri grænum. Í dag las ég að þeir hefðu sett fram hugmyndir um að staðsetning nýja Landspítans verði endurskoðuð. Það eru orð í tíma töluð.