Skallapopp 15. maí 2006 22:01 Með umfjöllun Time um áhrifamesta fólk í heiminum er hræðileg mynd af Paul Simon með yfirgreiddan skalla, hárígræðsluna gömlu og strekkt andlit. Eins og geimvera eða eitthvað úr Nip/Tuck. Hann er 64 ára, nýbúinn að gefa út plötu - ég hef verið að hlusta á lög af henni. Upptökustjóri er sjálfur Brian Eno. Platan er bara fjári góð. Simon er náttúrlega snillingur. Það er að verða hálf öld síðan hann sló fyrst í gegn. Allt talið um hope I die before I get old er löngu úr sögunni. Ég rakst á nokkur tónlistarblöð í bókabúð um daginn. Á forsíðu eins var Bruce Springsteen, John Lennon á öðru - svo var eitt með Eric Clapton og annað með Clash. Það má alltaf hita gamla stöffið upp aftur. --- --- --- Það er svosem ágætt. Meðan þessir karlar eru enn að er maður kannski ekki kominn alveg á grafarbakkann sjálfur. Paul McCartney gaf út ágæta plötu í fyrra - hann verður sixty four í júní. Donald Fagen var að senda frá sér plötu sem er líka nokkuð góð. Maður hefur ekki tölu á plötunum sem Van Morrison gefur út. Keith Richards datt ofan úr tré um daginn. Því er haldið fram í hvert sinn sem Rolling Stones koma með nýja plötu að það sé sú besta síðan Some Girls. Það er alveg örugglega ósatt. Poppmúsík er fyrst og fremst ungs manns gaman - sagan sýnir að hægt er að ná ótrúlegum árangri á þessu sviði á mjög ungum aldri. Flestir ofantaldir tónlistarmenn unnu bestu verk sín þegar þeir voru innan við þrítugt. Bob Dylan um tvítugt var eins og náttúruafl. Það sem þeir eru að gera núna getur varla talist sérstaklega ferskt - þeir eru kannski ekki beinlínis að endurtaka sig, heldur að vinna úr stefjum sem maður kannast við, hlutum sem þeir voru kannski ekki alveg búnir að klára. Samt getur maður ekki varist þeirri tilhugsun að nýjustu plötur McCartneys, Simons og Fagens myndu teljast meistaraverk ef þær hefðu verið gefnar út í nafni yngri manna. --- --- --- Frumleikinn er tæplega sterkasta hlið dægurtónlistarinnar núorðið. Sá tími er löngu liðinn. Í rauninni er fátt ófrumlegra (og leiðinlegra?) en ungir menn með gítara - nema þá kannski hópur af blökkumönnum að rappa. Það er ekki furða að fortíðarþráin sé allsráðandi. Kannski er eftirsjáin ekki síst eftir þeim tíma þegar tónlistarmenn spiluðu fyrir næstum alla æsku heimsins, höfðu áhrif á tísku og viðhorf. Nú hefur þetta splundrast í þúsund póstmódernískar agnir, hver tónlistarkimi á sinn hóp sem hlustar ekki á tónlist hins. Með tilkomu netsins hefur markaðurinn verið að leysast upp í hundrað milljón útvarpsstöðvar. Því er er í raun fáránlegt að halda úti tónlistarstöðvum sem reyna að miðstýra hlustuninni eins og til dæmis Rás 2. Hún fer að verða álíka mikil tímaskekkja og Lög unga fólksins. --- --- --- Svo rekur þá á fjörur okkar í sumar Iggy Pop, Roger Waters, Ian Anderson og Roger Hodgson. Hefur maður áhuga á að sjá þessa listamenn spila gamla stöffið sitt? Ég veit ekki. Maður hefði ekki slegið hendinni við Pink Floyd, Jethro Tull eða Supertramp á sínum tíma. Þetta er kannski dálítið eins og að hafa öskuker á sviðinu. Enginn þessara tónlistamanna er sérlega skapandi lengur. Það er auglýst að þeir muni spila gömlu lögin. Hins vegar viðurkenni ég að í hittifyrra fór ég á tónleika með útgáfu af Beach Boys sem innihélt ekki annan upprunalegan meðlim sveitarinnar en Mike Love - drakk í mig nostalgíuna og fannst það gott. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Halldór 30.11.2024 Halldór Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun
Með umfjöllun Time um áhrifamesta fólk í heiminum er hræðileg mynd af Paul Simon með yfirgreiddan skalla, hárígræðsluna gömlu og strekkt andlit. Eins og geimvera eða eitthvað úr Nip/Tuck. Hann er 64 ára, nýbúinn að gefa út plötu - ég hef verið að hlusta á lög af henni. Upptökustjóri er sjálfur Brian Eno. Platan er bara fjári góð. Simon er náttúrlega snillingur. Það er að verða hálf öld síðan hann sló fyrst í gegn. Allt talið um hope I die before I get old er löngu úr sögunni. Ég rakst á nokkur tónlistarblöð í bókabúð um daginn. Á forsíðu eins var Bruce Springsteen, John Lennon á öðru - svo var eitt með Eric Clapton og annað með Clash. Það má alltaf hita gamla stöffið upp aftur. --- --- --- Það er svosem ágætt. Meðan þessir karlar eru enn að er maður kannski ekki kominn alveg á grafarbakkann sjálfur. Paul McCartney gaf út ágæta plötu í fyrra - hann verður sixty four í júní. Donald Fagen var að senda frá sér plötu sem er líka nokkuð góð. Maður hefur ekki tölu á plötunum sem Van Morrison gefur út. Keith Richards datt ofan úr tré um daginn. Því er haldið fram í hvert sinn sem Rolling Stones koma með nýja plötu að það sé sú besta síðan Some Girls. Það er alveg örugglega ósatt. Poppmúsík er fyrst og fremst ungs manns gaman - sagan sýnir að hægt er að ná ótrúlegum árangri á þessu sviði á mjög ungum aldri. Flestir ofantaldir tónlistarmenn unnu bestu verk sín þegar þeir voru innan við þrítugt. Bob Dylan um tvítugt var eins og náttúruafl. Það sem þeir eru að gera núna getur varla talist sérstaklega ferskt - þeir eru kannski ekki beinlínis að endurtaka sig, heldur að vinna úr stefjum sem maður kannast við, hlutum sem þeir voru kannski ekki alveg búnir að klára. Samt getur maður ekki varist þeirri tilhugsun að nýjustu plötur McCartneys, Simons og Fagens myndu teljast meistaraverk ef þær hefðu verið gefnar út í nafni yngri manna. --- --- --- Frumleikinn er tæplega sterkasta hlið dægurtónlistarinnar núorðið. Sá tími er löngu liðinn. Í rauninni er fátt ófrumlegra (og leiðinlegra?) en ungir menn með gítara - nema þá kannski hópur af blökkumönnum að rappa. Það er ekki furða að fortíðarþráin sé allsráðandi. Kannski er eftirsjáin ekki síst eftir þeim tíma þegar tónlistarmenn spiluðu fyrir næstum alla æsku heimsins, höfðu áhrif á tísku og viðhorf. Nú hefur þetta splundrast í þúsund póstmódernískar agnir, hver tónlistarkimi á sinn hóp sem hlustar ekki á tónlist hins. Með tilkomu netsins hefur markaðurinn verið að leysast upp í hundrað milljón útvarpsstöðvar. Því er er í raun fáránlegt að halda úti tónlistarstöðvum sem reyna að miðstýra hlustuninni eins og til dæmis Rás 2. Hún fer að verða álíka mikil tímaskekkja og Lög unga fólksins. --- --- --- Svo rekur þá á fjörur okkar í sumar Iggy Pop, Roger Waters, Ian Anderson og Roger Hodgson. Hefur maður áhuga á að sjá þessa listamenn spila gamla stöffið sitt? Ég veit ekki. Maður hefði ekki slegið hendinni við Pink Floyd, Jethro Tull eða Supertramp á sínum tíma. Þetta er kannski dálítið eins og að hafa öskuker á sviðinu. Enginn þessara tónlistamanna er sérlega skapandi lengur. Það er auglýst að þeir muni spila gömlu lögin. Hins vegar viðurkenni ég að í hittifyrra fór ég á tónleika með útgáfu af Beach Boys sem innihélt ekki annan upprunalegan meðlim sveitarinnar en Mike Love - drakk í mig nostalgíuna og fannst það gott.