Draugar fortíðar 16. október 2006 08:59 Það hlýtur að teljast þolanlega sanngjörn krafa ef menn ætla að stofna leynilögreglu - eða hvað menn vilja kalla það - að upplýst verði hvað var hérna fyrir. Því það er einhver draugagangur úr fortíðinni, leifar af einhverju sem menn vilja ekki að komi fram í dagsljósið. Sumir segja, ja, við vissum þetta alltaf, það var eitthvað verið að bauka á gráu svæði í löggunni og Sjálfstæðisflokknum, en nei það er ekki rétt, þetta komst aldrei af kjaftasögustiginu. Er nokkuð vandamál að segja frá þessu öllu? Hví er þörf á slíku leynipukri í hinu smáa og friðsama landi? Hvenær var þetta? Til hvers? Hvenær hætti það - eða hætti það alls ekki? Hvaða upplýsingum var safnað og hvernig voru þær notaðar? Ef þetta kemur ekki fram er ekki hægt að stofna þessa lögregludeild sem Björn Bjarnason dreymir um. --- --- --- Tveir stríðsjálkar úr kalda stríðinu, Kjartan Ólafsson og Þór Whitehead, hafa deilt um hvort eðlilegt var að fylgjast með vinstri mönnum á tíma þess? Svarið er já - upp að vissu marki. Deilurnar hafa að miklu leyti snúist um hvort íslenskir kommúnistar hafi verið þjálfaðir í vopnaburði. Kannski fengu nokkrir þeirra slíka þjálfun, dagpart í undirróðursskólum í Moskvu, en um það eru litlar heimildir. Aðalatriðið er þó að kommúnistar trúðu á vopnaða byltingu, þeir voru partur af alheimshreyfinu sem boðaði byltingu, hugmyndin var - allt í lagi, við förum eftir lýðræðislegum leikreglum þegar okkur hentar, en við aðrar aðstæður notum við vopn og tökum völdin. Áttu menn ekki að trúa kommúnistum, og kannski hugsa sem svo - þeir meina ekkert með þessu greyin? Ef slíkur stjórnmálaflokkur væri starfandi núna, segjum til dæmis hreyfing herskárra íslamista, þá væri varla furða þótt menn væru tortryggnir. --- --- --- Hins vegar höfum við ekkert tilefni til að álíta að slík starfsemi hafi skotið hér rótum. Hvert á þá að vera tilgangur nýrrar öryggislögreglu, annar en eðlislæg tilhneiging svona stofnana til að blása út, breiða úr sér og hafa ofurtrú á mikilvægi sínu? Því má ekki gleyma að þótt Ísland sé afar merklegt land, og jafnist að fullu á við önnur lönd, þá er íbúafjöldinn hérna áþekkur og í Stoke en talsvert minni en í Bergen. Það er talað um að alþjóðleg glæpastarfsemi sé komin hingað. Hún felst líklega í því að nokkrir Austur-Evrópumenn eru að smygla dópi eða kannski framleiða eitthvað af því hér. Þetta verður þó varla nokkurn tímann sérlega umfangsmeikil starfsemi. Markaðurinn er barasta svo smár. Og kannski er bara allt í lagi að hafa þetta áfram í verkahring fíknó og rannsóknarlögreglunnar. Kannski spilar þarna inn í smáþjóðargorgeir, við verðum að ná máli, vera samkeppnisfær, lika hvað varðar glæpastarfsemi og hryðjuverk og ógnir - rétt eins og við teljum okkur hafa umferðarhnúta á heimsmælikvarða. --- --- --- Í alþjóðlegri skýrslu sem var gerð fyrir stuttu stóð að álíka mikil ógn steðjaði að Íslandi og ríkjum eins og San Marino og Liechtenstein, ríkjum sem keppa með okkur á smáþjóðaleikunum. Við verðum að sætta okkur við að hryðjuverkamenn þekkja ekki landið, vegna legu sinnar hentar það illa til hryðjuverka, hér eru afar fá skotmörk sem teljast áhugaverð. Við þetta má bæta að ótti við hryðjuverk er útblásið hugarástandi - við lifum á friðartímum hér í Evrópu, þeir sem hafa beðið bana í hryðjuverkum eru sárafáir. Miðað við framgöngu hins borðalagða og stjörnum prýdda ríkislögreglustjóra í ýmsum málum er heldur ekki traustvekjandi að starfsemi af þessu tagi verði undir hans stjórn - þótt ljóst sé að hann langar ofsalega mikið. Það er heldur ekki traustvekjandi að þetta gerist í nánu samstarfi við Bandaríkin eins og segir víst í hinum nýja og mjög svo leynilega varnarsamningi. Ógnir eins og hryðjuverk hafa í gegnum alla mannkynssöguna verið kassísk aðferð fyrir valdamenn til að auka áhrif sín. Í Róm fornu veifaði Pompeius ógninni sem stafaði af sjóræningjum, það var upphafið að endalokum lýðveldisins. Í Bandaríkjunum er hryðjuverkaógnin notuð til að ganga á borgaraleg réttindi, jafnvel löghelga pyntingar. Henni er notuð við hentugleika, nánast eins og nasistar flögguðu þinghúsbrunanum. Lýðræðiskerfið gengur beinlínis út á að stemma stigu við þessum tilhneigingum stjórnmálamannanna. Því eins og sagði í Róm: Quis custodiet ipsos custodes? Hver á að gæta varðanna? Þessi pistill var fluttur í Silfri Egils á Stöð 2 15. október 2006. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Halldór 30.11.2024 Halldór Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun
Það hlýtur að teljast þolanlega sanngjörn krafa ef menn ætla að stofna leynilögreglu - eða hvað menn vilja kalla það - að upplýst verði hvað var hérna fyrir. Því það er einhver draugagangur úr fortíðinni, leifar af einhverju sem menn vilja ekki að komi fram í dagsljósið. Sumir segja, ja, við vissum þetta alltaf, það var eitthvað verið að bauka á gráu svæði í löggunni og Sjálfstæðisflokknum, en nei það er ekki rétt, þetta komst aldrei af kjaftasögustiginu. Er nokkuð vandamál að segja frá þessu öllu? Hví er þörf á slíku leynipukri í hinu smáa og friðsama landi? Hvenær var þetta? Til hvers? Hvenær hætti það - eða hætti það alls ekki? Hvaða upplýsingum var safnað og hvernig voru þær notaðar? Ef þetta kemur ekki fram er ekki hægt að stofna þessa lögregludeild sem Björn Bjarnason dreymir um. --- --- --- Tveir stríðsjálkar úr kalda stríðinu, Kjartan Ólafsson og Þór Whitehead, hafa deilt um hvort eðlilegt var að fylgjast með vinstri mönnum á tíma þess? Svarið er já - upp að vissu marki. Deilurnar hafa að miklu leyti snúist um hvort íslenskir kommúnistar hafi verið þjálfaðir í vopnaburði. Kannski fengu nokkrir þeirra slíka þjálfun, dagpart í undirróðursskólum í Moskvu, en um það eru litlar heimildir. Aðalatriðið er þó að kommúnistar trúðu á vopnaða byltingu, þeir voru partur af alheimshreyfinu sem boðaði byltingu, hugmyndin var - allt í lagi, við förum eftir lýðræðislegum leikreglum þegar okkur hentar, en við aðrar aðstæður notum við vopn og tökum völdin. Áttu menn ekki að trúa kommúnistum, og kannski hugsa sem svo - þeir meina ekkert með þessu greyin? Ef slíkur stjórnmálaflokkur væri starfandi núna, segjum til dæmis hreyfing herskárra íslamista, þá væri varla furða þótt menn væru tortryggnir. --- --- --- Hins vegar höfum við ekkert tilefni til að álíta að slík starfsemi hafi skotið hér rótum. Hvert á þá að vera tilgangur nýrrar öryggislögreglu, annar en eðlislæg tilhneiging svona stofnana til að blása út, breiða úr sér og hafa ofurtrú á mikilvægi sínu? Því má ekki gleyma að þótt Ísland sé afar merklegt land, og jafnist að fullu á við önnur lönd, þá er íbúafjöldinn hérna áþekkur og í Stoke en talsvert minni en í Bergen. Það er talað um að alþjóðleg glæpastarfsemi sé komin hingað. Hún felst líklega í því að nokkrir Austur-Evrópumenn eru að smygla dópi eða kannski framleiða eitthvað af því hér. Þetta verður þó varla nokkurn tímann sérlega umfangsmeikil starfsemi. Markaðurinn er barasta svo smár. Og kannski er bara allt í lagi að hafa þetta áfram í verkahring fíknó og rannsóknarlögreglunnar. Kannski spilar þarna inn í smáþjóðargorgeir, við verðum að ná máli, vera samkeppnisfær, lika hvað varðar glæpastarfsemi og hryðjuverk og ógnir - rétt eins og við teljum okkur hafa umferðarhnúta á heimsmælikvarða. --- --- --- Í alþjóðlegri skýrslu sem var gerð fyrir stuttu stóð að álíka mikil ógn steðjaði að Íslandi og ríkjum eins og San Marino og Liechtenstein, ríkjum sem keppa með okkur á smáþjóðaleikunum. Við verðum að sætta okkur við að hryðjuverkamenn þekkja ekki landið, vegna legu sinnar hentar það illa til hryðjuverka, hér eru afar fá skotmörk sem teljast áhugaverð. Við þetta má bæta að ótti við hryðjuverk er útblásið hugarástandi - við lifum á friðartímum hér í Evrópu, þeir sem hafa beðið bana í hryðjuverkum eru sárafáir. Miðað við framgöngu hins borðalagða og stjörnum prýdda ríkislögreglustjóra í ýmsum málum er heldur ekki traustvekjandi að starfsemi af þessu tagi verði undir hans stjórn - þótt ljóst sé að hann langar ofsalega mikið. Það er heldur ekki traustvekjandi að þetta gerist í nánu samstarfi við Bandaríkin eins og segir víst í hinum nýja og mjög svo leynilega varnarsamningi. Ógnir eins og hryðjuverk hafa í gegnum alla mannkynssöguna verið kassísk aðferð fyrir valdamenn til að auka áhrif sín. Í Róm fornu veifaði Pompeius ógninni sem stafaði af sjóræningjum, það var upphafið að endalokum lýðveldisins. Í Bandaríkjunum er hryðjuverkaógnin notuð til að ganga á borgaraleg réttindi, jafnvel löghelga pyntingar. Henni er notuð við hentugleika, nánast eins og nasistar flögguðu þinghúsbrunanum. Lýðræðiskerfið gengur beinlínis út á að stemma stigu við þessum tilhneigingum stjórnmálamannanna. Því eins og sagði í Róm: Quis custodiet ipsos custodes? Hver á að gæta varðanna? Þessi pistill var fluttur í Silfri Egils á Stöð 2 15. október 2006.