Persónuleg vandamál hrjá Singh 29. desember 2006 20:15 Vihay Singh hefur mátt muna sinn fífil fegri. MYND/Getty Ekki er langt síðan kylfingurinn Vijay Singh var fyrir ofan Tiger Woods á heimslistanum í golfi eftir að hafa unnið 17 mót á árunum 2003-2005. Á síðustu misserum hefur Singh horfið af sjónarsviðinu, vegna þess sem hann sjálfur kallar "persónuleg vandamál." Singh sigraði aðeins á einu móti á þessu ári og er sem stendur í 7. sæti heimslistans. Í samtali við heimasíðu GolfWeek segir kylfingurinn að ástæðan fyrir slöku gengi sínu séu vandamál í sínu persónulega lífi. "Það hafa verið atvik sem eiga ekkert skylt við golfið sem hafa haft mikil áhrif á minn leik. Í þessari íþrótt verður maður að vera 100% einbeittur að því sem maður er að gera - alltaf. Ég hef einfaldlega ekki getað það vegna þess sem hefur verið að gerast í mínu lífi," segir Singh. "Þegar einbeitingin er ekki algjör þá reynir golfið miklu meira á líkamann. Og þá verða til meiðslin, sem ég hef fengið að kynnast upp á síðkstið. Hnén og mjaðmirnar hafa verið sérstaklega slæmar við mig." Hinn 43 ára gamli Singh segist þó allur vera að koma til. "Mér líður betur og ég er að leysa úr mínum vandamálum utan golfsins. Ég vonast til þess að árið 2007 verði mér gæfuríkt." Golf Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Jenas missir annað starf Fótbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Körfubolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Fleiri fréttir Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Ekki er langt síðan kylfingurinn Vijay Singh var fyrir ofan Tiger Woods á heimslistanum í golfi eftir að hafa unnið 17 mót á árunum 2003-2005. Á síðustu misserum hefur Singh horfið af sjónarsviðinu, vegna þess sem hann sjálfur kallar "persónuleg vandamál." Singh sigraði aðeins á einu móti á þessu ári og er sem stendur í 7. sæti heimslistans. Í samtali við heimasíðu GolfWeek segir kylfingurinn að ástæðan fyrir slöku gengi sínu séu vandamál í sínu persónulega lífi. "Það hafa verið atvik sem eiga ekkert skylt við golfið sem hafa haft mikil áhrif á minn leik. Í þessari íþrótt verður maður að vera 100% einbeittur að því sem maður er að gera - alltaf. Ég hef einfaldlega ekki getað það vegna þess sem hefur verið að gerast í mínu lífi," segir Singh. "Þegar einbeitingin er ekki algjör þá reynir golfið miklu meira á líkamann. Og þá verða til meiðslin, sem ég hef fengið að kynnast upp á síðkstið. Hnén og mjaðmirnar hafa verið sérstaklega slæmar við mig." Hinn 43 ára gamli Singh segist þó allur vera að koma til. "Mér líður betur og ég er að leysa úr mínum vandamálum utan golfsins. Ég vonast til þess að árið 2007 verði mér gæfuríkt."
Golf Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Jenas missir annað starf Fótbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Körfubolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Fleiri fréttir Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira