Við þurfum stuðning bæjarbúa 23. júlí 2007 09:00 Mjög margir íbúar á Kársnesinu hafa gripið til þess ráðs að hengja borða utan á hús sín þar sem mótmælt er hugmyndum núverandi meirihluta Sjálfstæðismanna og Framsóknarmanna um gríðarlega þéttingu byggðar á Kársnesinu með tilheyrandi umhverfisspjöllum og auknum umferðarþunga. Á einum borðanum stendur að umferðarþunginn muni aukast upp í átjánþúsund bíla á dag. Það er í takt við það sem hönnuðir þessa hugmynda hafa fullyrt. Ég hef áður á þessum vettfagni lýst andstöðu minni og Frjálslynda flokksins við þessar hugmyndir varðandi Kársnesið en líka rifjað upp samskonar mál úr fortíð þessa meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í Kópavogi. Samskonar deilumál hafa síðan fylgt þessum meirhluta til þessa dags. Ég nefni deilur um uppbyggingu við Lund, við Kópavogstúnið, Heiðmerkurmálið, Glaðheimamálið og nú síðast óánægju vegna hugmynda um nýtt skipulag fyrir Nónhæð. Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks er búinn að missa alla framtíðarsýn og veruleikaskyn. Trú þessa meirhluta er ekki lengur á einkaframtakið, ekki lengur á umhverfismál, ekki á íbúa lýðræði eða lýðræði yfir höfuð. Ef Sjálfstæðisflokkurinn hefði trú á lýðræði, frelsi einstaklingsins og umhverfinu þá væri fólk í vesturbæ Kópavogs ekki að hengja borða utan á hús sín til varnar lýðræðinu, umhverfinu og rétti sínum sem einstaklingar. Hefði þessi meirhluti trú á einstaklingnum og umhverfi hans þá sæi hann til þess að gamalgróin strandlengja vesturbæjar Kópavogs fengi að halda sér, í takt við vilja íbúana. Hann sæi til þess að fólk sem keypti sér lóð eða íbúð á skipulögðu svæði ætti það ekki á hættu að fá í bakið að skipulaginu væri bara breytt, með ofbeldi, eins og er að gerast í vesturbæ Kópavogs. Ég skora á alla Kópavogsbúa að setja sig í spor okkar sem búa í vesturbænum og styðja okkur gegn þessum áformum. Viljið þið fá átjánþúsund bíla á dag fram hjá bakgarðinum ykkar? Værir þú sáttur við að fá skyndilega fimmþúsund manna byggð í bakgarðinn hjá þér? Nei, ekki ég heldur! Höfundur er formaður Frjálslynda flokksins í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Halldór 30.11.2024 Halldór Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Sjá meira
Mjög margir íbúar á Kársnesinu hafa gripið til þess ráðs að hengja borða utan á hús sín þar sem mótmælt er hugmyndum núverandi meirihluta Sjálfstæðismanna og Framsóknarmanna um gríðarlega þéttingu byggðar á Kársnesinu með tilheyrandi umhverfisspjöllum og auknum umferðarþunga. Á einum borðanum stendur að umferðarþunginn muni aukast upp í átjánþúsund bíla á dag. Það er í takt við það sem hönnuðir þessa hugmynda hafa fullyrt. Ég hef áður á þessum vettfagni lýst andstöðu minni og Frjálslynda flokksins við þessar hugmyndir varðandi Kársnesið en líka rifjað upp samskonar mál úr fortíð þessa meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í Kópavogi. Samskonar deilumál hafa síðan fylgt þessum meirhluta til þessa dags. Ég nefni deilur um uppbyggingu við Lund, við Kópavogstúnið, Heiðmerkurmálið, Glaðheimamálið og nú síðast óánægju vegna hugmynda um nýtt skipulag fyrir Nónhæð. Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks er búinn að missa alla framtíðarsýn og veruleikaskyn. Trú þessa meirhluta er ekki lengur á einkaframtakið, ekki lengur á umhverfismál, ekki á íbúa lýðræði eða lýðræði yfir höfuð. Ef Sjálfstæðisflokkurinn hefði trú á lýðræði, frelsi einstaklingsins og umhverfinu þá væri fólk í vesturbæ Kópavogs ekki að hengja borða utan á hús sín til varnar lýðræðinu, umhverfinu og rétti sínum sem einstaklingar. Hefði þessi meirhluti trú á einstaklingnum og umhverfi hans þá sæi hann til þess að gamalgróin strandlengja vesturbæjar Kópavogs fengi að halda sér, í takt við vilja íbúana. Hann sæi til þess að fólk sem keypti sér lóð eða íbúð á skipulögðu svæði ætti það ekki á hættu að fá í bakið að skipulaginu væri bara breytt, með ofbeldi, eins og er að gerast í vesturbæ Kópavogs. Ég skora á alla Kópavogsbúa að setja sig í spor okkar sem búa í vesturbænum og styðja okkur gegn þessum áformum. Viljið þið fá átjánþúsund bíla á dag fram hjá bakgarðinum ykkar? Værir þú sáttur við að fá skyndilega fimmþúsund manna byggð í bakgarðinn hjá þér? Nei, ekki ég heldur! Höfundur er formaður Frjálslynda flokksins í Kópavogi.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar