Vel mannað Silfur 10. febrúar 2007 19:03 Geir H. Haarde forsætisráðherra verður sérstakur gestur í Silfri Egils á morgun. Þátturinn er einstaklega vel mannaður en af öðrum gestum má nefna hinn óljúgfróða bóksala, Braga Kristjónsson, sem rýnir í stjórnmálin með sínu einstaka lagi. Á vettvangi dagsins sitja að þessu sinni Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, skákdrottning og frambjóðandi Vinstri grænna, Össur Skarphéðinsson alþingismaður, Guðrún Pétursdóttir lífeðlisfræðingur og Bjarni Harðarsson, blaðamaður, bóksali og frambjóðandi hjá Framsóknarflokki. Þátturinn hefst á leiðara dagsins sem að þessu sinni fjallar um nýstárlega stéttabaráttu. Silfrið er sýnt á Stöð 2, í óruglaðri dagskrá, og hefst klukkan 12.25 að loknum hádegisfréttum. Einnig má horfa á það hér á Veftívíinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Halldór 30.11.2024 Halldór Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun
Geir H. Haarde forsætisráðherra verður sérstakur gestur í Silfri Egils á morgun. Þátturinn er einstaklega vel mannaður en af öðrum gestum má nefna hinn óljúgfróða bóksala, Braga Kristjónsson, sem rýnir í stjórnmálin með sínu einstaka lagi. Á vettvangi dagsins sitja að þessu sinni Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, skákdrottning og frambjóðandi Vinstri grænna, Össur Skarphéðinsson alþingismaður, Guðrún Pétursdóttir lífeðlisfræðingur og Bjarni Harðarsson, blaðamaður, bóksali og frambjóðandi hjá Framsóknarflokki. Þátturinn hefst á leiðara dagsins sem að þessu sinni fjallar um nýstárlega stéttabaráttu. Silfrið er sýnt á Stöð 2, í óruglaðri dagskrá, og hefst klukkan 12.25 að loknum hádegisfréttum. Einnig má horfa á það hér á Veftívíinu.