Erfitt að manna framboð, það sem er gott fyrir bankana, skoðanakönnun um klám 27. febrúar 2007 12:23 Samkvæmt heimildum gengur erfiðlega að manna framboð hægri grænna. Það er dálítið stór ákvörðun að gefa kost á sér í alþingiskosningum. Margir eru hræddir við það. Hræddir við að það eyðileggi starfsferil sinn. Hræddir við að ná ekki kjöri - og kannski líka hræddir við að ná kjöri. Sumir óttast að lækka í launum - þingmannskaupið er ekki sérlega samkeppnishæft. Margir hafa hugsjónina, en reiða sig á að einhverjir aðrir taki slaginn. Það átti víst að vera búið að kynna framboðið - en það hefur ekki gerst vegna þess hve fólk er tvístígandi að taka sæti á lista. Samfylkingin krækti í nokkuð stóran bita þegar hún fékk Reyni Harðarson, stjórnarmann í Framtíðarlandinu, til að setjast á lista hjá sér. Þar er líka Sólveig Arnarsdóttir sem hefur verið starfsmaður Framtíðarlandsins. Hverjir eru þá eftir til að skipa lista hægri grænna? Ómar Ragnarsson? Margrét Sverrisdóttir sem engan rekur minni til að hafi haft sérlega sterkar skoðanir á umhverfismálum? Jakob Frímann Magnússon, nýgenginn úr Samfylkingunni? Jón Baldvin Hannibalsson? Ef hann fer í framboð á þessum vettvangi er ljóst að að margir kratar sem starfa í Samfylkingunni munu telja það svik við sig. Á móti kemur að einkennilegt er að ekki var hægt að finna Jóni stað á framboðslistum Samfylkingarinnar. Var honum hent þaðan út eftir viðtalið fræga í Silfrinu? --- --- --- Einu sinni var sagt í Ameríku: "Það sem er gott fyrir General Motors, er gott fyrir þjóðina." Ég er ekki viss um að þetta sé svona lengur. Á Íslandi er sagt: "Það sem er gott fyrir bankana, er gott fyrir þjóðina." Ég er ekki viss um að það sé alltaf satt. Nú segir lánshæfisfyrirtækið Moodys að það sé styrkur fyrir bankana að vera í landi sem hefur eigin mynt. Jú, jú. Það er örugglega rétt að bankarnir hafa stórgrætt á því að spila með krónuna. Hið sama verður ekki sagt um almenning í þessu landi. Reyndar hafa fjármagnsmarkaðir verið mjög fjörugir síðustu ár í löndum sem eru á jaðri evrusvæðisins - til dæmis í Ungverjalandi, Tyrklandi og á Íslandi. Samt hefur helsti bankamógúll Íslands, Sigurður Einarsson, margoft sagt að íslenska krónan sé á leiðinni út. --- --- --- Varaformaður Samfylkingarinnar, Ágúst Ólafur Ágústsson segir að allir vilji vinna í banka. Ég er ekki viss um að það sé satt. --- --- --- Niðurstaða skoðanakönnunar Fréttablaðsins í morgun er stórmerkileg. Og það er ekki síður merkilegt að hlutfall óákveðinna er fjarska lágt. Það er spurt hvort rétt hafi verið af Hótel Sögu að vísa frá gestum meintrar klámráðstefnu? Yfirgnæfandi meirihluti, 61 prósent, segir að það hafi verið rangt. Ákvörðunin nýtur ekki meirihluta meðal kvenna og ekki meðal kjósenda neins flokks – nema Vinstri grænna. Má hugsast að stjórnmálamenn hafi misst sig aðeins í hysteríunni út af þessum blessaða fundi? Mislásu stjórnmálamenn almenningsálitið? Þar á meðal borgarstjórinn í Reykjavík? Eru tök fyrirferðarmikils hóps femínista svona roslega mikil nú í aðdraganda kosninga? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Halldór 30.11.2024 Halldór Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun
Samkvæmt heimildum gengur erfiðlega að manna framboð hægri grænna. Það er dálítið stór ákvörðun að gefa kost á sér í alþingiskosningum. Margir eru hræddir við það. Hræddir við að það eyðileggi starfsferil sinn. Hræddir við að ná ekki kjöri - og kannski líka hræddir við að ná kjöri. Sumir óttast að lækka í launum - þingmannskaupið er ekki sérlega samkeppnishæft. Margir hafa hugsjónina, en reiða sig á að einhverjir aðrir taki slaginn. Það átti víst að vera búið að kynna framboðið - en það hefur ekki gerst vegna þess hve fólk er tvístígandi að taka sæti á lista. Samfylkingin krækti í nokkuð stóran bita þegar hún fékk Reyni Harðarson, stjórnarmann í Framtíðarlandinu, til að setjast á lista hjá sér. Þar er líka Sólveig Arnarsdóttir sem hefur verið starfsmaður Framtíðarlandsins. Hverjir eru þá eftir til að skipa lista hægri grænna? Ómar Ragnarsson? Margrét Sverrisdóttir sem engan rekur minni til að hafi haft sérlega sterkar skoðanir á umhverfismálum? Jakob Frímann Magnússon, nýgenginn úr Samfylkingunni? Jón Baldvin Hannibalsson? Ef hann fer í framboð á þessum vettvangi er ljóst að að margir kratar sem starfa í Samfylkingunni munu telja það svik við sig. Á móti kemur að einkennilegt er að ekki var hægt að finna Jóni stað á framboðslistum Samfylkingarinnar. Var honum hent þaðan út eftir viðtalið fræga í Silfrinu? --- --- --- Einu sinni var sagt í Ameríku: "Það sem er gott fyrir General Motors, er gott fyrir þjóðina." Ég er ekki viss um að þetta sé svona lengur. Á Íslandi er sagt: "Það sem er gott fyrir bankana, er gott fyrir þjóðina." Ég er ekki viss um að það sé alltaf satt. Nú segir lánshæfisfyrirtækið Moodys að það sé styrkur fyrir bankana að vera í landi sem hefur eigin mynt. Jú, jú. Það er örugglega rétt að bankarnir hafa stórgrætt á því að spila með krónuna. Hið sama verður ekki sagt um almenning í þessu landi. Reyndar hafa fjármagnsmarkaðir verið mjög fjörugir síðustu ár í löndum sem eru á jaðri evrusvæðisins - til dæmis í Ungverjalandi, Tyrklandi og á Íslandi. Samt hefur helsti bankamógúll Íslands, Sigurður Einarsson, margoft sagt að íslenska krónan sé á leiðinni út. --- --- --- Varaformaður Samfylkingarinnar, Ágúst Ólafur Ágústsson segir að allir vilji vinna í banka. Ég er ekki viss um að það sé satt. --- --- --- Niðurstaða skoðanakönnunar Fréttablaðsins í morgun er stórmerkileg. Og það er ekki síður merkilegt að hlutfall óákveðinna er fjarska lágt. Það er spurt hvort rétt hafi verið af Hótel Sögu að vísa frá gestum meintrar klámráðstefnu? Yfirgnæfandi meirihluti, 61 prósent, segir að það hafi verið rangt. Ákvörðunin nýtur ekki meirihluta meðal kvenna og ekki meðal kjósenda neins flokks – nema Vinstri grænna. Má hugsast að stjórnmálamenn hafi misst sig aðeins í hysteríunni út af þessum blessaða fundi? Mislásu stjórnmálamenn almenningsálitið? Þar á meðal borgarstjórinn í Reykjavík? Eru tök fyrirferðarmikils hóps femínista svona roslega mikil nú í aðdraganda kosninga?