Mikil spenna á heimsmótinu í Ohio 3. ágúst 2008 10:48 Vijay Singh NordcPhotos/GettyImages Kylfingarnir Lee Westwood, Vijay Singh og Phil Mickelson eru efstir og jafnir fyrir lokahringinn á heimsmótinu í golfi á PGA mótaröðinni sem fram fer í Akron í Ohio í Bandaríkjunum. Mikil spenna er á mótinu þar sem í boði eru sigurlaun upp á 108 milljónir króna. Margir af bestu kylfingum heims keppast nú að því að hirða titilinn hans Tiger Woods á þessu stórmóti sem Woods vann í fyrra en hann er ekki með á þessu móti þar sem hann er enn að jafna sig eftir hnéaðgerð. Spánverjinn Miguel-Angel Jimenez náði snemma forystu eftir frábæra byrjun, en hann lék þó af sér undir lokin og er ásamt fjórum öðrum kylfingum í sjöunda sæti, fjórum höggum á eftir efstu mönnum. Phil Mickelson er staðráðinn í að nýta sér fjarveru Tiger Woods og fuglar á fjórtándu, fimmtándu og sextándu virtust ætla að skila honum forystu fyrir lokahringinn. Hann fékk hins vegar skolla á lokaholunni og fór hringinn á tveimur höggum undir pari og er samtals á átta höggum undir pari eftir þrjá hringi. Það þyðir að Fijimaðurinn Vijay Singh og Englendingurinn Lee Westwood eru jafnir Mickelson í efsta sæti fyrir lokahringinn. Westwood var í hópi þeirra kylfinga sem stóðu sig best í gær. Hann fór hringinn á þremur höggum undir pari. Singh sem hafði eins höggs forystu fyrir gærdaginn gekk upp og ofan í gær. Hann lék hringinn á einu höggi undir pari og er jafn þeim Westwood og Mickelson fyrir lokahringinn sem verður leikinn í dag og verður í beinni útsendingu á Stöð2 sport klukkan sex. Staðan á mótinu. Golf Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Fleiri fréttir Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Kylfingarnir Lee Westwood, Vijay Singh og Phil Mickelson eru efstir og jafnir fyrir lokahringinn á heimsmótinu í golfi á PGA mótaröðinni sem fram fer í Akron í Ohio í Bandaríkjunum. Mikil spenna er á mótinu þar sem í boði eru sigurlaun upp á 108 milljónir króna. Margir af bestu kylfingum heims keppast nú að því að hirða titilinn hans Tiger Woods á þessu stórmóti sem Woods vann í fyrra en hann er ekki með á þessu móti þar sem hann er enn að jafna sig eftir hnéaðgerð. Spánverjinn Miguel-Angel Jimenez náði snemma forystu eftir frábæra byrjun, en hann lék þó af sér undir lokin og er ásamt fjórum öðrum kylfingum í sjöunda sæti, fjórum höggum á eftir efstu mönnum. Phil Mickelson er staðráðinn í að nýta sér fjarveru Tiger Woods og fuglar á fjórtándu, fimmtándu og sextándu virtust ætla að skila honum forystu fyrir lokahringinn. Hann fékk hins vegar skolla á lokaholunni og fór hringinn á tveimur höggum undir pari og er samtals á átta höggum undir pari eftir þrjá hringi. Það þyðir að Fijimaðurinn Vijay Singh og Englendingurinn Lee Westwood eru jafnir Mickelson í efsta sæti fyrir lokahringinn. Westwood var í hópi þeirra kylfinga sem stóðu sig best í gær. Hann fór hringinn á þremur höggum undir pari. Singh sem hafði eins höggs forystu fyrir gærdaginn gekk upp og ofan í gær. Hann lék hringinn á einu höggi undir pari og er jafn þeim Westwood og Mickelson fyrir lokahringinn sem verður leikinn í dag og verður í beinni útsendingu á Stöð2 sport klukkan sex. Staðan á mótinu.
Golf Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Fleiri fréttir Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira