Ævintýraleg ávöxtun hlutabréfa Annas Sigmundsson skrifar 23. júlí 2008 06:00 Gylfi Magnússon Hann segir ávöxtun hérlendis ævintýralega í alþjóðlegum samanburði. Gylfi telur ólíklegt að uppsveilfa verði á markaðinum næstu mánuði.markaðurinn/gva „Það hefur verið alveg ævintýraleg ávöxtun á íslenska hlutabréfamarkaðinum í alþjóðlegum samanburði. Hún er það ennþá þrátt fyrir að úrvalsvísitalan hafi lækkað um helming frá því í fyrra,“ segir Gylfi Magnússon, hagfræðingur og dósent við Háskóla Íslands. Íslenski hlutabréfamarkaðurinn hefur á síðustu tuttugu árum skilað 17,9 prósenta raunávöxtun á ári. Svo há ávöxtun er líklega einsdæmi í samanburði við nágrannalönd okkar. Raunávöxtun Dow Jones vísitölunnar hefur á sama tíma verið 7,4 prósent. „Þegar bréf hafa verið verðlaus þar sem enginn markaður er fyrir þau verður mikið svigrúm til þess að þau hækki mikið í fyrstu. Það er hins vegar ekki svigrúm til þess að markaðurinn skili fimmtán til tuttugu prósenta raunávöxtun til lengri tíma,“ segir Gylfi. Nokkur ár eru með yfir 50 prósenta ávöxtun. Gylfi segir að það sem skýri það sé að þá hafi markaðir verið í mikilli uppsveiflu og fyrirtæki skilað góðum hagnaði. Væntingar um vöxt hafi þá líka verið miklar. Varðandi ævintýralega ávöxtun á árunum 2003 til 2005 segir hann meginskýringuna liggja í einkavæðingu ríkisbankanna. „Einnig það mikla fjármagn sem streymdi inn á markaðinn og þá sérstaklega erlent lánsfé. Miklar væntingar voru líka til stóriðju. Margt spilaði því saman,“ segir Gylfi. Hann telur að íslenski markaðurinn sé farinn að fylgja meira þeim erlendu undanfarinn ár. Sú var ekki raunin í fyrstu þegar markaðurinn hófst hér í lok níunda áratugarins. „Þegar netbólan sprakk í Bandaríkjunum fylgdi sá íslenski. Hið sama á við núna. Hins vegar er niðursveiflan núna mun meiri en víðast annars staðar,“ segir hann. Hann telur að íslenski hlutabréfamarkaðurinn eigi eftir að vera töluvert sveiflukenndur áfram. „Það eru það margir óvissuþættir. Sagan segir að þegar markaðir hafa verið í miklum sveiflum séu þeir lengi að róast aftur,“ segir Gylfi. Hann telur ólíklegt að uppsveifla verði á markaðinum næstu mánuði og jafnvel lengur. „Það er það mikið sem á eftir að greiða úr og ekki víst hvernig spilast. Það blasir við að mörg fyrirtæki eru illa stödd. Við eigum eftir að sjá meira af gjaldþrotum og afskriftum. Atvinnuhorfur eru heldur ekki góðar. Fyrirtæki verða fyrir áföllum vegna þess að viðskiptavinir fara á hausinn. Það sér ekki fyrir endann á þessu ferli. Líklegast erum við rétt farin að sjá byrjunina,“ segir Gylfi. Hann segir ómögulegt að segja hvenær fyrirtæki verði búin að klára að hreinsa til í sínum rekstri. „Það er lítil von til þess að hlutabréfamarkaðurinn fari eitthvað að glæðast fyrr en við förum að sjá fyrir endann á þessum vandræðum,“ segir Gylfi. Það sem skapi ef til vill meiri vandræði hér sé mikill fjöldi af lánum í erlendri mynt. „Gengi krónu hefur svo sterk áhrif á stöðu lántakenda. Það hefur valdið verulegum vandræðum. Síðan erum við með þessa gífurlega háu stýrivexti,“ segir hann. Þessi staða sé hvorki uppi í Bandaríkjunum né Evrópu. „Þetta setur okkur þrengri skorður,“ bætir hann við. Birtist í Fréttablaðinu Héðan og þaðan Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira
„Það hefur verið alveg ævintýraleg ávöxtun á íslenska hlutabréfamarkaðinum í alþjóðlegum samanburði. Hún er það ennþá þrátt fyrir að úrvalsvísitalan hafi lækkað um helming frá því í fyrra,“ segir Gylfi Magnússon, hagfræðingur og dósent við Háskóla Íslands. Íslenski hlutabréfamarkaðurinn hefur á síðustu tuttugu árum skilað 17,9 prósenta raunávöxtun á ári. Svo há ávöxtun er líklega einsdæmi í samanburði við nágrannalönd okkar. Raunávöxtun Dow Jones vísitölunnar hefur á sama tíma verið 7,4 prósent. „Þegar bréf hafa verið verðlaus þar sem enginn markaður er fyrir þau verður mikið svigrúm til þess að þau hækki mikið í fyrstu. Það er hins vegar ekki svigrúm til þess að markaðurinn skili fimmtán til tuttugu prósenta raunávöxtun til lengri tíma,“ segir Gylfi. Nokkur ár eru með yfir 50 prósenta ávöxtun. Gylfi segir að það sem skýri það sé að þá hafi markaðir verið í mikilli uppsveiflu og fyrirtæki skilað góðum hagnaði. Væntingar um vöxt hafi þá líka verið miklar. Varðandi ævintýralega ávöxtun á árunum 2003 til 2005 segir hann meginskýringuna liggja í einkavæðingu ríkisbankanna. „Einnig það mikla fjármagn sem streymdi inn á markaðinn og þá sérstaklega erlent lánsfé. Miklar væntingar voru líka til stóriðju. Margt spilaði því saman,“ segir Gylfi. Hann telur að íslenski markaðurinn sé farinn að fylgja meira þeim erlendu undanfarinn ár. Sú var ekki raunin í fyrstu þegar markaðurinn hófst hér í lok níunda áratugarins. „Þegar netbólan sprakk í Bandaríkjunum fylgdi sá íslenski. Hið sama á við núna. Hins vegar er niðursveiflan núna mun meiri en víðast annars staðar,“ segir hann. Hann telur að íslenski hlutabréfamarkaðurinn eigi eftir að vera töluvert sveiflukenndur áfram. „Það eru það margir óvissuþættir. Sagan segir að þegar markaðir hafa verið í miklum sveiflum séu þeir lengi að róast aftur,“ segir Gylfi. Hann telur ólíklegt að uppsveifla verði á markaðinum næstu mánuði og jafnvel lengur. „Það er það mikið sem á eftir að greiða úr og ekki víst hvernig spilast. Það blasir við að mörg fyrirtæki eru illa stödd. Við eigum eftir að sjá meira af gjaldþrotum og afskriftum. Atvinnuhorfur eru heldur ekki góðar. Fyrirtæki verða fyrir áföllum vegna þess að viðskiptavinir fara á hausinn. Það sér ekki fyrir endann á þessu ferli. Líklegast erum við rétt farin að sjá byrjunina,“ segir Gylfi. Hann segir ómögulegt að segja hvenær fyrirtæki verði búin að klára að hreinsa til í sínum rekstri. „Það er lítil von til þess að hlutabréfamarkaðurinn fari eitthvað að glæðast fyrr en við förum að sjá fyrir endann á þessum vandræðum,“ segir Gylfi. Það sem skapi ef til vill meiri vandræði hér sé mikill fjöldi af lánum í erlendri mynt. „Gengi krónu hefur svo sterk áhrif á stöðu lántakenda. Það hefur valdið verulegum vandræðum. Síðan erum við með þessa gífurlega háu stýrivexti,“ segir hann. Þessi staða sé hvorki uppi í Bandaríkjunum né Evrópu. „Þetta setur okkur þrengri skorður,“ bætir hann við.
Birtist í Fréttablaðinu Héðan og þaðan Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira