Hljóp 530 km í maí 2. júlí 2008 00:01 Börkur Árnason undirbýr sig nú af krafti fyrir 166 kílómetra hlaup í kringum Mont Blanc sem fer fram í lok ágúst. Mynd/ragnheiður guðmundsdóttir „Ég hljóp 530 kílómetra í maí, sem er met hjá mér, Ég reikna með að hlaupa 400 kílómetra á mánuði fram að Mont Blanc-hlaupinu í lok ágúst,“ segir Börkur Árnason, sjóðsstjóri hjá Íslenskum verðbréfum á Akureyri. Hann býr sig nú undir þátttöku í einu stærsta og erfiðasta fjallahlaupi í Evrópu, en hann tók einnig þátt í því í fyrra. ,,Hlaupið í fyrra var mikil upplifun enda frábært útsýni og mikil stemning í kringum þetta hlaup. Þetta var vissulega erfitt, mikill hiti var á tímabili sem gerði hlaupurum erfitt fyrir og sá ég þann kost vænstan að henda mér niður á dýnu í hálftíma eftir 25 klukkustundir á ferðinni til að safna smá orku fyrir „endasprettinn“ sem tók bara tíu tíma. En það var ólýsanlega gaman að koma í mark snemma á sunnudagsmorgun í Chamonix eftir að hafa farið þessa löngu og erfiðu leið,“ segir Börkur. Hlaupaleiðin liggur í kringum fjallið Mont Blanc, í gegnum Frakkland, Sviss og Ítalíu. Hlaupið er yfir fjöldann allan af fjöllum og fjallaskörðum og þar af eru fjögur fjöll sem eru í 2.500 metra hæð. Hlaupið er alls 166 kílómetrar að lengd. Hann segist fyrst hafa byrjað að hlaupa af einhverju marki árið 2002. Yfirleitt æfir hann ekki mikið í lok árs en byrjar aftur markvisst í kringum áramót. ,,Ég lagði meiri áherslu á styrktaræfingar í vetur en áður,“ segir Börkur. Börkur tók einnig þátt í fyrsta 100 kílómetra hlaupinu sem haldið var hérlendis í byrjun mánaðarins, sem og Mývatnsmaraþoni vikuna áður. Hann stefnir að því að taka þátt í Laugavegsmaraþoni og Jökulsárhlaupi nú í júlí en reiknar ekki með að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoni sem er haldið vikuna fyrir Mont Blanc-hlaupið. Hugsanlega bætist við eitt 180 km hlaup í Bretlandi seinna í haust. Þess má til gamans geta að Börkur tók ,,létt skokk“ um liðna helgi og hljóp Fimmvörðuhálsinn á innan við þremur klukkustundum. Héðan og þaðan Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira
„Ég hljóp 530 kílómetra í maí, sem er met hjá mér, Ég reikna með að hlaupa 400 kílómetra á mánuði fram að Mont Blanc-hlaupinu í lok ágúst,“ segir Börkur Árnason, sjóðsstjóri hjá Íslenskum verðbréfum á Akureyri. Hann býr sig nú undir þátttöku í einu stærsta og erfiðasta fjallahlaupi í Evrópu, en hann tók einnig þátt í því í fyrra. ,,Hlaupið í fyrra var mikil upplifun enda frábært útsýni og mikil stemning í kringum þetta hlaup. Þetta var vissulega erfitt, mikill hiti var á tímabili sem gerði hlaupurum erfitt fyrir og sá ég þann kost vænstan að henda mér niður á dýnu í hálftíma eftir 25 klukkustundir á ferðinni til að safna smá orku fyrir „endasprettinn“ sem tók bara tíu tíma. En það var ólýsanlega gaman að koma í mark snemma á sunnudagsmorgun í Chamonix eftir að hafa farið þessa löngu og erfiðu leið,“ segir Börkur. Hlaupaleiðin liggur í kringum fjallið Mont Blanc, í gegnum Frakkland, Sviss og Ítalíu. Hlaupið er yfir fjöldann allan af fjöllum og fjallaskörðum og þar af eru fjögur fjöll sem eru í 2.500 metra hæð. Hlaupið er alls 166 kílómetrar að lengd. Hann segist fyrst hafa byrjað að hlaupa af einhverju marki árið 2002. Yfirleitt æfir hann ekki mikið í lok árs en byrjar aftur markvisst í kringum áramót. ,,Ég lagði meiri áherslu á styrktaræfingar í vetur en áður,“ segir Börkur. Börkur tók einnig þátt í fyrsta 100 kílómetra hlaupinu sem haldið var hérlendis í byrjun mánaðarins, sem og Mývatnsmaraþoni vikuna áður. Hann stefnir að því að taka þátt í Laugavegsmaraþoni og Jökulsárhlaupi nú í júlí en reiknar ekki með að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoni sem er haldið vikuna fyrir Mont Blanc-hlaupið. Hugsanlega bætist við eitt 180 km hlaup í Bretlandi seinna í haust. Þess má til gamans geta að Börkur tók ,,létt skokk“ um liðna helgi og hljóp Fimmvörðuhálsinn á innan við þremur klukkustundum.
Héðan og þaðan Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira