Breyting á viðmiðum myndi auka verðbólgu Ingimar Karl Helgason og Björn Þór Sigbjörnsson skrifar 16. apríl 2008 00:01 Guðmundur Bjarnason, forstjóri Íbúðalánasjóðs „Það eru engin rök fyrir þessu viðmiði og það ætti að hafa verið afnumið fyrir lifandis löngu," segir Guðmundur Bjarnason, forstjóri Íbúðalánasjóðs. Þar vísar hann til þess að lán sjóðsins eru tiltekið hlutfall af fasteigna- og brunabótamati, en ekki markaðsvirði. Viðmiðið er bundið í reglugerð og er því hægt að breyta því án þess að breyta lögum. Gumundur segir að þetta viðmið sé flókið og ógegnsætt. „Eigi að halda lánum sjóðsins niðri, þá er eðlilegt að gera það bara með hámarksláni," segir Guðmundur. „Breyting á lánaviðmiðum er eitt af því sem við höfum horft til hér í ráðuneytinu," segir Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra. Hún segir að ýmis rök séu fyrir þessu „enda algengt að lánshlutfallið sé ekki nema 50 eða 60 prósent af kaupverði og jafnvel enn minna hér á höfuðborgarsvæðinu". Hins vegar hafi ekkert verið ákveðið í þessum efnum enn. „Við þurfum að sjá hvenær rétt er að grípa til aðgerða til að örva fasteignamarkaðinn," segir Jóhanna og bætir við að engum sé greiði gerður með því að ýta undir verðbólgu með sérstökum aðgerðum. „Svona breyting myndi örugglega gera það." Vextir af lánum Íbúðalánasjóðs eru nú 5,5 prósent. Sjóðurinn lánar mest 18 milljónir króna eða 80 prósent af fasteigna- og brunabótamati húsnæðis. Meðalupphæð þeirra kaupsaminga sem gerðir voru á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku var ríflega 29 milljónir króna. Bresk stjórnvöld hafa sett þrýsting á banka þar í landi um að lækka vexti húsnæðislána. Vextir af húsnæðislánum hér, sem raunar eru verðtryggðir, hafa farið hækkandi. Íbúðalánasjóður fjármagnar sín lán með útboði íbúðabréfa. Vextir á lánum sjóðsins ákvarðast af kjörum á markaði, að viðbættu álagi sjóðsins, sem er 0,45 prósent, sé ekki gert ráð fyrir því að fólk greiði lánin upp. Til stóð að sjóðurinn byði út ellefu til þrettán milljarða króna á fyrsta fjórðingu ársins. Því var frestað. „Það eru sveiflur í ávöxtunarkröfunni, en ég geri ráð fyrir að hún myndi lækka færum við í útboð nú," segir Guðmundur og bætir því við að svo hefði einnig orðið hefði sjóðurinn farið í útboð snemma á fyrsta fjórðungi. Hann neitar því að stjórnvöld hafi komið í veg fyrir útboð sem hefði haft í för með sér lækkun vaxta. „Ég hafna því alfarið að stjórnvöld hafi sett þrýsting á sjóðinn. Útboðin hafa eingöngu farið eftir fjárþörf sjóðsins." Héðan og þaðan Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira
„Það eru engin rök fyrir þessu viðmiði og það ætti að hafa verið afnumið fyrir lifandis löngu," segir Guðmundur Bjarnason, forstjóri Íbúðalánasjóðs. Þar vísar hann til þess að lán sjóðsins eru tiltekið hlutfall af fasteigna- og brunabótamati, en ekki markaðsvirði. Viðmiðið er bundið í reglugerð og er því hægt að breyta því án þess að breyta lögum. Gumundur segir að þetta viðmið sé flókið og ógegnsætt. „Eigi að halda lánum sjóðsins niðri, þá er eðlilegt að gera það bara með hámarksláni," segir Guðmundur. „Breyting á lánaviðmiðum er eitt af því sem við höfum horft til hér í ráðuneytinu," segir Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra. Hún segir að ýmis rök séu fyrir þessu „enda algengt að lánshlutfallið sé ekki nema 50 eða 60 prósent af kaupverði og jafnvel enn minna hér á höfuðborgarsvæðinu". Hins vegar hafi ekkert verið ákveðið í þessum efnum enn. „Við þurfum að sjá hvenær rétt er að grípa til aðgerða til að örva fasteignamarkaðinn," segir Jóhanna og bætir við að engum sé greiði gerður með því að ýta undir verðbólgu með sérstökum aðgerðum. „Svona breyting myndi örugglega gera það." Vextir af lánum Íbúðalánasjóðs eru nú 5,5 prósent. Sjóðurinn lánar mest 18 milljónir króna eða 80 prósent af fasteigna- og brunabótamati húsnæðis. Meðalupphæð þeirra kaupsaminga sem gerðir voru á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku var ríflega 29 milljónir króna. Bresk stjórnvöld hafa sett þrýsting á banka þar í landi um að lækka vexti húsnæðislána. Vextir af húsnæðislánum hér, sem raunar eru verðtryggðir, hafa farið hækkandi. Íbúðalánasjóður fjármagnar sín lán með útboði íbúðabréfa. Vextir á lánum sjóðsins ákvarðast af kjörum á markaði, að viðbættu álagi sjóðsins, sem er 0,45 prósent, sé ekki gert ráð fyrir því að fólk greiði lánin upp. Til stóð að sjóðurinn byði út ellefu til þrettán milljarða króna á fyrsta fjórðingu ársins. Því var frestað. „Það eru sveiflur í ávöxtunarkröfunni, en ég geri ráð fyrir að hún myndi lækka færum við í útboð nú," segir Guðmundur og bætir því við að svo hefði einnig orðið hefði sjóðurinn farið í útboð snemma á fyrsta fjórðungi. Hann neitar því að stjórnvöld hafi komið í veg fyrir útboð sem hefði haft í för með sér lækkun vaxta. „Ég hafna því alfarið að stjórnvöld hafi sett þrýsting á sjóðinn. Útboðin hafa eingöngu farið eftir fjárþörf sjóðsins."
Héðan og þaðan Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira