Hefur skilning og pólitískt þor Magnús Már Guðmundsson skrifar 23. júlí 2008 16:09 Kristján Möller, samgönguráðherra. „Ég hef skilning á náttúruverndar- sjónarmiðum og pólitískt þor en það ekki þar með sagt að það þurfi að vera nákvæmlega það sama og menn biðja um hverju sinni,“ segir Kristján Möller, samgönguráðherra, í kjölfar yfirlýsingar Bergs Sigurðssonar, framkvæmdastjóra Landverndar, frá því fyrr í dag. Bergur sagði Kristján skorta skilning á náttúruvernd eða pólitískt þor til að taka tillit til náttúruverndarsjónarmiða. Hann sagði Vegagerðina vera ríki í ríkinu sem væri að hefja náttúruspjöll með framkvæmdum við Gjábakkaveg, veg um Teigskóg og Dettifossveg. Kristján segist tvívegis hafa átt fundi með fulltrúum Landverndar um framkvæmdirnar og hlustað á sjónarmið samtakanna. ,,Ég hef lesið öll þau gögn sem til eru varðandi þessa vegi en ég er hinsvegar ekki sammála þeirra sjónarmiðum og byggi ég þá skoðun mína á því að mat á umhverfisáhrifum við allar þessar framkvæmdir hefur farið fram." Í staðinn fyrir veg um Teigskóg hefur verið rætt um jarðgöng. ,,Ég hef ekkert á móti jarðgöngum en það er miklu meiri kostnaður sem fylgir þeim," segir Kristján og bætir við að það er mat hans hans að framkvæmdir við veginn eigi að hefjast sem fyrst. Auk þess hafi umhverfisráðherra úrskurðað um framkvæmdina og Vegagerðin breytt áætlunum sínum í framhaldinu. Um Dettifossveg segir Kristján að það hafi verið sameiginleg niðurstaða starfshóps sem í voru fulltrúar sveitarfélaga, Náttúruverndar ríkisins, Ferðamálaráðs og Samtaka ferðaþjónustunnar að leggja veginn vestan Jökulsár. Áður en útboð um veg um Gjábakka hófst segist Kristján hafa farið vel yfir öll gögn sem hafi komið inn á hans borð. ,,Ef skoðaðar eru niðurstöður umhverfismats sést að meirihluti nítratmengunar sem fer í Þingvallavatn er vegna landbúnaðar, sumarhúsa og umferðar sem fylgir skráningu Þingvalla á heimsminjaskrá UNESCO. Þessi atriði hafa meiri áhrif heldur en staðsetning vegar um Gjábakka," segir Kristján. Kristján segist hafa farið vel yfir fyrirhugaðar framkvæmdir við fyrrnefnda vegi. ,,Umhverfismat liggur fyrir og umhverfisráðherra er búinn að úrskurða í kærumálum þannig að þessi verk ganga eftir. Búið er að semja við verktaka um lagningu Gjábakkavegar og Dettifossvegar.“ Teigsskógur Tengdar fréttir Vegagerðin er ekki eins og ríki í ríkinu Ákvarðanir um vegalagningu, til dæmis varðandi Dettifossveg, Lyngdalsheiðarveg og Vestfjarðaveg um Teigsskóg, eru ekki teknar að óathuguðu máli. Í öllum þessum tilvikum hefur farið fram ítarlegt mat og skoðun á mögulegum veglínum. 23. júlí 2008 12:58 Segir samgönguráðherra skorta skilning eða pólitískt þor Kristján L. Möller skortir skilning á náttúruvernd eða pólitískt þor til að taka tillit til náttúruverndarsjónarmiða, að sögn Bergs Sigurðssonar framkvæmdastjóra Landverndar. Hann segir Vegagerðina vera ríki í ríkinu. 23. júlí 2008 10:37 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
„Ég hef skilning á náttúruverndar- sjónarmiðum og pólitískt þor en það ekki þar með sagt að það þurfi að vera nákvæmlega það sama og menn biðja um hverju sinni,“ segir Kristján Möller, samgönguráðherra, í kjölfar yfirlýsingar Bergs Sigurðssonar, framkvæmdastjóra Landverndar, frá því fyrr í dag. Bergur sagði Kristján skorta skilning á náttúruvernd eða pólitískt þor til að taka tillit til náttúruverndarsjónarmiða. Hann sagði Vegagerðina vera ríki í ríkinu sem væri að hefja náttúruspjöll með framkvæmdum við Gjábakkaveg, veg um Teigskóg og Dettifossveg. Kristján segist tvívegis hafa átt fundi með fulltrúum Landverndar um framkvæmdirnar og hlustað á sjónarmið samtakanna. ,,Ég hef lesið öll þau gögn sem til eru varðandi þessa vegi en ég er hinsvegar ekki sammála þeirra sjónarmiðum og byggi ég þá skoðun mína á því að mat á umhverfisáhrifum við allar þessar framkvæmdir hefur farið fram." Í staðinn fyrir veg um Teigskóg hefur verið rætt um jarðgöng. ,,Ég hef ekkert á móti jarðgöngum en það er miklu meiri kostnaður sem fylgir þeim," segir Kristján og bætir við að það er mat hans hans að framkvæmdir við veginn eigi að hefjast sem fyrst. Auk þess hafi umhverfisráðherra úrskurðað um framkvæmdina og Vegagerðin breytt áætlunum sínum í framhaldinu. Um Dettifossveg segir Kristján að það hafi verið sameiginleg niðurstaða starfshóps sem í voru fulltrúar sveitarfélaga, Náttúruverndar ríkisins, Ferðamálaráðs og Samtaka ferðaþjónustunnar að leggja veginn vestan Jökulsár. Áður en útboð um veg um Gjábakka hófst segist Kristján hafa farið vel yfir öll gögn sem hafi komið inn á hans borð. ,,Ef skoðaðar eru niðurstöður umhverfismats sést að meirihluti nítratmengunar sem fer í Þingvallavatn er vegna landbúnaðar, sumarhúsa og umferðar sem fylgir skráningu Þingvalla á heimsminjaskrá UNESCO. Þessi atriði hafa meiri áhrif heldur en staðsetning vegar um Gjábakka," segir Kristján. Kristján segist hafa farið vel yfir fyrirhugaðar framkvæmdir við fyrrnefnda vegi. ,,Umhverfismat liggur fyrir og umhverfisráðherra er búinn að úrskurða í kærumálum þannig að þessi verk ganga eftir. Búið er að semja við verktaka um lagningu Gjábakkavegar og Dettifossvegar.“
Teigsskógur Tengdar fréttir Vegagerðin er ekki eins og ríki í ríkinu Ákvarðanir um vegalagningu, til dæmis varðandi Dettifossveg, Lyngdalsheiðarveg og Vestfjarðaveg um Teigsskóg, eru ekki teknar að óathuguðu máli. Í öllum þessum tilvikum hefur farið fram ítarlegt mat og skoðun á mögulegum veglínum. 23. júlí 2008 12:58 Segir samgönguráðherra skorta skilning eða pólitískt þor Kristján L. Möller skortir skilning á náttúruvernd eða pólitískt þor til að taka tillit til náttúruverndarsjónarmiða, að sögn Bergs Sigurðssonar framkvæmdastjóra Landverndar. Hann segir Vegagerðina vera ríki í ríkinu. 23. júlí 2008 10:37 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Vegagerðin er ekki eins og ríki í ríkinu Ákvarðanir um vegalagningu, til dæmis varðandi Dettifossveg, Lyngdalsheiðarveg og Vestfjarðaveg um Teigsskóg, eru ekki teknar að óathuguðu máli. Í öllum þessum tilvikum hefur farið fram ítarlegt mat og skoðun á mögulegum veglínum. 23. júlí 2008 12:58
Segir samgönguráðherra skorta skilning eða pólitískt þor Kristján L. Möller skortir skilning á náttúruvernd eða pólitískt þor til að taka tillit til náttúruverndarsjónarmiða, að sögn Bergs Sigurðssonar framkvæmdastjóra Landverndar. Hann segir Vegagerðina vera ríki í ríkinu. 23. júlí 2008 10:37