Þingið þarf að afsala sér valdi tímabundið 8. apríl 2009 05:45 Skilja ekki sjálfstæðisflokkinn Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra furða sig á málflutningi sjálfstæðismanna í stjórnarskrármálinu. „Þetta er raunverulega ekkert nema endurtekningar og ekkert annað en málþóf,“ sagði Jóhanna.fréttablaðið/pjetur Þar sem Alþingi hefur gert margar árangurslitlar tilraunir til að breyta stjórnarskránni á síðustu 40-50 árum er nauðsynlegt að taka stjórnarskrárgjafarvaldið tímabundið úr höndum þingsins og færa til þjóðarinnar. Þetta segir Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra, sem telur að aðeins með skipan stjórnlagaþings fáist ný stjórnarskrá sem sátt geti náðst um. Á fundi með blaðamönnum í gær tók Jóhanna sem dæmi að breyting á kosningaákvæðum stjórnarskrárinnar mætti ekki vera í höndum þingmanna. „Það eru þeirra hagsmunir hvernig kjördæmaskipanin er og það mál á að mínu viti hvergi heima nema á stjórnlagaþingi.“ Jóhanna og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra gefa lítið fyrir mýgrút athugasemda fræðimanna og annarra um að stjórnarskrármálið sé unnið í of miklum og óeðlilegum flýti. Ljóst hafi verið við upphaf ríkisstjórnarsamstarfs Samfylkingarinnar og VG að ráðast ætti í endurskoðun stjórnarskrárinnar, auk þess sem fjallað hafi verið um efnisatriði breytinganna – utan ákvæðisins um stjórnlagaþing – í mörg herrans ár. Steingrímur bendir á að talsverður hluti athugasemdanna hafi beinst að málsgreinum greinarinnar um auðlindaákvæðið sem nú, að tillögu meirihlutans, hafi verið fjarlægðar úr frumvarpinu. Þær eigi því ekki lengur við. Steingrímur ræddi um andstöðu sjálfstæðismanna við stjórnarskrárbreytingarnar og kvaðst ekki skilja í hverju hún væri fólgin. Hann hefði setið lengi undir ræðum þeirra – sem Jóhanna sagði endurtekningar og málþóf – í þeirri von að geta fræðst. Það hefði gengið illa. „Þrátt fyrir allan þennan málflutning er mér enn ekki ljóst hvers vegna þessi andstaða er af hálfu Sjálfstæðisflokksins. Vilja menn ekki sameign á náttúruauðlindunum? Vilja menn ekki beint lýðræði? Vilja menn ekki að þjóðin kjósi sjálf um stjórnarskrárbreytingar í sjálfstæðri kosningu? Geta menn ekki hugsað sér að þjóðin kjósi sér sitt eigið stjórnlagaþing?“ spurði Steingrímur. Kosningar 2009 Mest lesið „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Á sér langa sögu eldfimra ummæla Innlent Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Innlent Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður Mestu flokkaflakkararnir Innlent Ölfusá orðin bakkafull af ís Innlent Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni „En ég heyri alveg gríðarlegan stuðning víða“ Hröð barátta og skortur á dýpt Samtöl við kjósendur standa upp úr Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Kjörsókn betri fyrir austan en menn þorðu að vona Tekist að opna alla kjörstaði í Norðausturkjördæmi „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Heyrir fleiri segja þörf á VG á þingi Heldur aftur af sér svo hún gangi ekki um syngjandi Ölfusá orðin bakkafull af ís Á sér langa sögu eldfimra ummæla Auðvelt val þótt hann geti ekki kosið sjálfan sig „Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“ Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Sjá meira
Þar sem Alþingi hefur gert margar árangurslitlar tilraunir til að breyta stjórnarskránni á síðustu 40-50 árum er nauðsynlegt að taka stjórnarskrárgjafarvaldið tímabundið úr höndum þingsins og færa til þjóðarinnar. Þetta segir Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra, sem telur að aðeins með skipan stjórnlagaþings fáist ný stjórnarskrá sem sátt geti náðst um. Á fundi með blaðamönnum í gær tók Jóhanna sem dæmi að breyting á kosningaákvæðum stjórnarskrárinnar mætti ekki vera í höndum þingmanna. „Það eru þeirra hagsmunir hvernig kjördæmaskipanin er og það mál á að mínu viti hvergi heima nema á stjórnlagaþingi.“ Jóhanna og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra gefa lítið fyrir mýgrút athugasemda fræðimanna og annarra um að stjórnarskrármálið sé unnið í of miklum og óeðlilegum flýti. Ljóst hafi verið við upphaf ríkisstjórnarsamstarfs Samfylkingarinnar og VG að ráðast ætti í endurskoðun stjórnarskrárinnar, auk þess sem fjallað hafi verið um efnisatriði breytinganna – utan ákvæðisins um stjórnlagaþing – í mörg herrans ár. Steingrímur bendir á að talsverður hluti athugasemdanna hafi beinst að málsgreinum greinarinnar um auðlindaákvæðið sem nú, að tillögu meirihlutans, hafi verið fjarlægðar úr frumvarpinu. Þær eigi því ekki lengur við. Steingrímur ræddi um andstöðu sjálfstæðismanna við stjórnarskrárbreytingarnar og kvaðst ekki skilja í hverju hún væri fólgin. Hann hefði setið lengi undir ræðum þeirra – sem Jóhanna sagði endurtekningar og málþóf – í þeirri von að geta fræðst. Það hefði gengið illa. „Þrátt fyrir allan þennan málflutning er mér enn ekki ljóst hvers vegna þessi andstaða er af hálfu Sjálfstæðisflokksins. Vilja menn ekki sameign á náttúruauðlindunum? Vilja menn ekki beint lýðræði? Vilja menn ekki að þjóðin kjósi sjálf um stjórnarskrárbreytingar í sjálfstæðri kosningu? Geta menn ekki hugsað sér að þjóðin kjósi sér sitt eigið stjórnlagaþing?“ spurði Steingrímur.
Kosningar 2009 Mest lesið „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Á sér langa sögu eldfimra ummæla Innlent Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Innlent Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður Mestu flokkaflakkararnir Innlent Ölfusá orðin bakkafull af ís Innlent Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni „En ég heyri alveg gríðarlegan stuðning víða“ Hröð barátta og skortur á dýpt Samtöl við kjósendur standa upp úr Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Kjörsókn betri fyrir austan en menn þorðu að vona Tekist að opna alla kjörstaði í Norðausturkjördæmi „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Heyrir fleiri segja þörf á VG á þingi Heldur aftur af sér svo hún gangi ekki um syngjandi Ölfusá orðin bakkafull af ís Á sér langa sögu eldfimra ummæla Auðvelt val þótt hann geti ekki kosið sjálfan sig „Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“ Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Sjá meira