Sjálfsagðir hlutir í lög leiddir af illri nauðsyn Óli Kristján Ármannsson skrifar 18. febrúar 2009 00:01 Viðskiptanefnd Alþingis hefur nú til umfjöllunar frumvarp forsætisráðherra um Seðlabanka Íslands þar sem fjallað er um skipulag yfirstjórnar og peningastefnunefnd. Þótt mikilvægt sé að koma á breytingum í yfirstjórn bankans þá er ekki síður mikilvægt að lögin séu vel úr garði gerð. Bankastjórar Seðlabankans, væntanlega fráfarandi, gagnrýndu í gær harðlega frumvarpið eins og það var fyrst sett fram. Margt er í þeirri gagnrýni sem má til sanns vegar færa, án þess þó að sú gagnrýni fái skyggt á nauðsyn þess fyrir trúverðugleika stjórnar peningamála í landinu að breytingar verði gerðar á yfirstjórn bankans. Eitt af því sem tekist hefur verið á um í umræðu um nýju lögin eru ákvæði í þeim þar sem menntun seðlabankastjóra er skilgreind. Hárrétt athugað er að skilgreining sú að seðlabankastjóri þurfi að hafa meistarapróf í hagfræði er allt of þröng. Og raunar er það svo að í öðrum löndum hefur ekki viðgengist að skilgreina menntun seðlabankastjóra í lögum um seðlabankan. Um leið er rétt að hafa í huga (eins og sést á bakgrunni flestra seðlabankastjóra) hvernig stjórnvöld annarra landa velja í þetta embætti. Erlendis tíðkast einfaldlega ekki að ráða menn sem ekki hafa bakgrunn í því fagi sem seðlabankastjórn snýst um. Þegar auglýst var eftir nýjum seðlabankastjóra í Kanada árið 2007 (í tímaritinu Economist) var tekið fram hver verkefni bankans væru og að nýr bankastjóri yrði meðal annars að hafa sérfræðigrunn og orðspor sem hagfræðingur,með menntun og reynslu á sviði seðlabanka og væri leiðandi á því sviði. Ekkert stendur þó um þessar kröfur í lögum um Seðlabanka Kanada. Hér hafa stjórnvöld hins vegar ekki borið gæfu til að hafa alltaf að leiðarljósi fagleg sjónarmið við skipan í æðstu embætti, líkt og ráða hefur mátt af skipan seðlabankastjóra, dómara, sendiherra og mögulega forstjóra ríkisfyrirtækja síðustu ár, án þess að tínd séu til einstök dæmi. Og ef staðan er þannig að stjórnmálamönnum landsins sé ekki treystandi til að láta þjóðarhag ráða í embættisveitingum, í stað þess að á þær sé litið sem pólitíska bitlinga þá er næstbesti kosturinn að binda hendur þeirra sem frekast er unnt með lögum. Það kann að vera lakur kostur að negla niður kröfur um menntun seðlabankastjóra í lög um bankann og vandasamt að sníða þau ákvæði þannig til að útiloki ekki hæfa einstaklinga til starfans. En ef það er eina leiðin sem er fær til þess að fagleg sjónarmið fái orðið ofan á í valinu, þá er það illskárri leið en að gera það ekki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óli Kr. Ármannsson Mest lesið Halldór 30.11.2024 Halldór Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun
Viðskiptanefnd Alþingis hefur nú til umfjöllunar frumvarp forsætisráðherra um Seðlabanka Íslands þar sem fjallað er um skipulag yfirstjórnar og peningastefnunefnd. Þótt mikilvægt sé að koma á breytingum í yfirstjórn bankans þá er ekki síður mikilvægt að lögin séu vel úr garði gerð. Bankastjórar Seðlabankans, væntanlega fráfarandi, gagnrýndu í gær harðlega frumvarpið eins og það var fyrst sett fram. Margt er í þeirri gagnrýni sem má til sanns vegar færa, án þess þó að sú gagnrýni fái skyggt á nauðsyn þess fyrir trúverðugleika stjórnar peningamála í landinu að breytingar verði gerðar á yfirstjórn bankans. Eitt af því sem tekist hefur verið á um í umræðu um nýju lögin eru ákvæði í þeim þar sem menntun seðlabankastjóra er skilgreind. Hárrétt athugað er að skilgreining sú að seðlabankastjóri þurfi að hafa meistarapróf í hagfræði er allt of þröng. Og raunar er það svo að í öðrum löndum hefur ekki viðgengist að skilgreina menntun seðlabankastjóra í lögum um seðlabankan. Um leið er rétt að hafa í huga (eins og sést á bakgrunni flestra seðlabankastjóra) hvernig stjórnvöld annarra landa velja í þetta embætti. Erlendis tíðkast einfaldlega ekki að ráða menn sem ekki hafa bakgrunn í því fagi sem seðlabankastjórn snýst um. Þegar auglýst var eftir nýjum seðlabankastjóra í Kanada árið 2007 (í tímaritinu Economist) var tekið fram hver verkefni bankans væru og að nýr bankastjóri yrði meðal annars að hafa sérfræðigrunn og orðspor sem hagfræðingur,með menntun og reynslu á sviði seðlabanka og væri leiðandi á því sviði. Ekkert stendur þó um þessar kröfur í lögum um Seðlabanka Kanada. Hér hafa stjórnvöld hins vegar ekki borið gæfu til að hafa alltaf að leiðarljósi fagleg sjónarmið við skipan í æðstu embætti, líkt og ráða hefur mátt af skipan seðlabankastjóra, dómara, sendiherra og mögulega forstjóra ríkisfyrirtækja síðustu ár, án þess að tínd séu til einstök dæmi. Og ef staðan er þannig að stjórnmálamönnum landsins sé ekki treystandi til að láta þjóðarhag ráða í embættisveitingum, í stað þess að á þær sé litið sem pólitíska bitlinga þá er næstbesti kosturinn að binda hendur þeirra sem frekast er unnt með lögum. Það kann að vera lakur kostur að negla niður kröfur um menntun seðlabankastjóra í lög um bankann og vandasamt að sníða þau ákvæði þannig til að útiloki ekki hæfa einstaklinga til starfans. En ef það er eina leiðin sem er fær til þess að fagleg sjónarmið fái orðið ofan á í valinu, þá er það illskárri leið en að gera það ekki.