Ólíku saman að jafna Auðunn Arnórsson skrifar 18. maí 2009 06:00 Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, varaði við því í þingsetningarræðu sinni á föstudag að umræðan um aðild Íslands að Evrópusambandinu gæti orðið efniviður í svo alvarlegan ágreining að hún gæti skipt þjóðinni í tvær andstæðar fylkingar. Vísaði hann þar til þess hvernig á liðnum áratugum „ágreiningur um tengslin við önnur ríki klauf þjóðina í herðar niður, sundraði samstöðu á örlagastundum". Því þurfi „öll meðferð málsins að vera með þeim hætti að sem flestir verði sáttir". Undir þessi orð forsetans má taka. En gagnrýna má þá samlíkingu sem hann dregur milli umræðunnar um aðild að Evrópusambandinu og umræðunnar um veru erlends herliðs hér á landi, sem hann var augljóslega að vísa til. Nær væri að líta á umræðuna sem átti sér stað í kringum tvö stærstu skrefin sem Ísland hefur stigið til þessa til þátttöku í evrópskum samstarfsstofnunum. Bæði í aðdraganda þess að Ísland gekk í EFTA árið 1970 (áratug síðar en næstu nágrannaríkin) og í Evrópska efnahagssvæðið árið 1994 veittu viss öfl í íslenzku stjórnmálalífi hatramma andstöðu gegn því að þessi skref væru stigin. Sú andstaða nánast gufaði upp í kjölfar þess að skrefin voru stigin. Af þessari reynslu að dæma liggur nærri að ætla að svipað muni eiga sér stað varðandi næsta skref, sem nú er til umræðu: innganga í Evrópusambandið. Með öðrum orðum: fyrri átök um Evrópumál skildu ekki eftir sig ámóta gjá og átökin um hersetuna og NATO-aðild ollu. Að þessu leytinu má gagnrýna varnaðarorð forsetans í þingsetningarræðunni. En sú hætta á klofningi sem hann varar við er þó tvímælalaust fyrir hendi, ekki sízt vegna þess einmitt að það stendur til að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um hinn væntanlega aðildarsamning við ESB. Þar með er nefnilega líka fyrirsjáanlegt að hér myndist þverpólitískar „já"- og „nei"-hreyfingar svipað og þekkist frá Noregi, þar sem fullgerður aðildarsamningur hefur tvisvar verið naumlega felldur í þjóðaratkvæðagreiðslu. Norsku nei-in tvö eru reyndar einu dæmin úr sögu Evrópusambandsins þar sem aðildarsamningar hafa verið felldir. Reynsla Norðmanna og annarra þjóða af slíkum atkvæðagreiðslum er sú, að í áróðursstríðinu vill gjarnan fara svo að tilfinningarök og upphrópanir vega þyngra þegar á reynir en yfirveguð skynsemisrök. Það liggur einfaldlega í hlutarins eðli að slíkt fylgir atkvæðagreiðslu, þar sem tekizt er á um stórt mál sem varðar hagsmuni margra sérhagsmunahópa og höfðar til tilfinninga kjósenda. Í áróðursstríðinu eru rökin gjarnan einfölduð og valkostirnir - sem eru jú aðeins tveir - málaðir í svart-hvítu. „Við þurfum öll að hafa í huga, hvaða stöðu sem við gegnum eða hver sem afstaðan er til aðildar, að í þessum efnum er það þjóðin sem ræður. Okkar skylda er fyrst og fremst að búa málið vel í hennar dóm, að forðast eftir fremsta megni að úrslitin skilji eftir djúpstæða gjá." Vonandi taka sem flestir þessi orð forsetans til sín og láta heildarhag íslenzku þjóðarinnar verða sér leiðarljós í þeim slag sem framundan er. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auðunn Arnórsson Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, varaði við því í þingsetningarræðu sinni á föstudag að umræðan um aðild Íslands að Evrópusambandinu gæti orðið efniviður í svo alvarlegan ágreining að hún gæti skipt þjóðinni í tvær andstæðar fylkingar. Vísaði hann þar til þess hvernig á liðnum áratugum „ágreiningur um tengslin við önnur ríki klauf þjóðina í herðar niður, sundraði samstöðu á örlagastundum". Því þurfi „öll meðferð málsins að vera með þeim hætti að sem flestir verði sáttir". Undir þessi orð forsetans má taka. En gagnrýna má þá samlíkingu sem hann dregur milli umræðunnar um aðild að Evrópusambandinu og umræðunnar um veru erlends herliðs hér á landi, sem hann var augljóslega að vísa til. Nær væri að líta á umræðuna sem átti sér stað í kringum tvö stærstu skrefin sem Ísland hefur stigið til þessa til þátttöku í evrópskum samstarfsstofnunum. Bæði í aðdraganda þess að Ísland gekk í EFTA árið 1970 (áratug síðar en næstu nágrannaríkin) og í Evrópska efnahagssvæðið árið 1994 veittu viss öfl í íslenzku stjórnmálalífi hatramma andstöðu gegn því að þessi skref væru stigin. Sú andstaða nánast gufaði upp í kjölfar þess að skrefin voru stigin. Af þessari reynslu að dæma liggur nærri að ætla að svipað muni eiga sér stað varðandi næsta skref, sem nú er til umræðu: innganga í Evrópusambandið. Með öðrum orðum: fyrri átök um Evrópumál skildu ekki eftir sig ámóta gjá og átökin um hersetuna og NATO-aðild ollu. Að þessu leytinu má gagnrýna varnaðarorð forsetans í þingsetningarræðunni. En sú hætta á klofningi sem hann varar við er þó tvímælalaust fyrir hendi, ekki sízt vegna þess einmitt að það stendur til að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um hinn væntanlega aðildarsamning við ESB. Þar með er nefnilega líka fyrirsjáanlegt að hér myndist þverpólitískar „já"- og „nei"-hreyfingar svipað og þekkist frá Noregi, þar sem fullgerður aðildarsamningur hefur tvisvar verið naumlega felldur í þjóðaratkvæðagreiðslu. Norsku nei-in tvö eru reyndar einu dæmin úr sögu Evrópusambandsins þar sem aðildarsamningar hafa verið felldir. Reynsla Norðmanna og annarra þjóða af slíkum atkvæðagreiðslum er sú, að í áróðursstríðinu vill gjarnan fara svo að tilfinningarök og upphrópanir vega þyngra þegar á reynir en yfirveguð skynsemisrök. Það liggur einfaldlega í hlutarins eðli að slíkt fylgir atkvæðagreiðslu, þar sem tekizt er á um stórt mál sem varðar hagsmuni margra sérhagsmunahópa og höfðar til tilfinninga kjósenda. Í áróðursstríðinu eru rökin gjarnan einfölduð og valkostirnir - sem eru jú aðeins tveir - málaðir í svart-hvítu. „Við þurfum öll að hafa í huga, hvaða stöðu sem við gegnum eða hver sem afstaðan er til aðildar, að í þessum efnum er það þjóðin sem ræður. Okkar skylda er fyrst og fremst að búa málið vel í hennar dóm, að forðast eftir fremsta megni að úrslitin skilji eftir djúpstæða gjá." Vonandi taka sem flestir þessi orð forsetans til sín og láta heildarhag íslenzku þjóðarinnar verða sér leiðarljós í þeim slag sem framundan er.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun