Gatið hægra megin 27. nóvember 2009 06:00 Í kjölfar búsáhaldabyltingarinnar töldu margir að nýtt pólitískt landslag yrði til á Íslandi. Niðurstaðan í kosningunum í vor varð þó önnur. Eftir að talið hafði verið upp úr kjörkössunum kom í ljós að hinn gamalgróni fjórflokkur hafði styrkt sig í sessi. Sú staða varð svo enn traustari þegar hinn meinti umbótaflokkur Borgarahreyfingin fór í sjálfsmorðsleiðangur og afsalaði sér öllum trúverðugleika á mettíma. Hinir flokkarnir fjórir voru undrafljótir aftur í gömlu hjólförin. Allra sneggstur var Framsóknarflokkurinn, þar sem varð þó mesta endurnýjun á þingliðinu. Á þeim bæ er engu líkara en sumir telji stjórnmálin einhvers konar leikjafræði, frekar en vettvang til að láta gott af sér leiða. Vinstri flokkarnir tveir eru yngstir fjórflokkanna, en hvíla auðvitað báðir á gömlum grunni. Eftir fátkennda byrjun þar sem lá við að upp úr syði í stjórnarsamstarfinu, virðast Samfylkingin og VG vera að ná því lágmarks taumhaldi á sjálfum sér, sem þarf til að stýra landinu. En samstarfið er greinilega brothætt og stefnumörkunin umdeild eins og óhjákvæmilegt er við núverandi aðstæður. Það er ekki beinlínis traustvekjandi hversu langt er á milli ríkissjórnarflokkanna í ýmsum mikilvægum málum. Sjálfstæðisflokkurinn er elsti flokkur landsins og heldur upp á áttræðisafmæli sitt á þessu ári. Tilefni til fagnaðarláta hafa þó verið fá. Flokknum var skutlað út úr ríkisstjórn í byrjun árs, og fékk svo verstu útkomu sögu sinnar í kosningunum í vor. Sjálfstæðismenn geta þó huggað sig við að flokkurinn þeirra nýtur nú mest fylgis í skoðanakönnunum. Líklega er ástæðan fyrir þeim stuðningi fremur óánægja með stjórnarflokkana, en traust á forystu flokksins. Kannanir hafa sýnt að það er af mjög skornum skammti. Það blasir líka við öllum sem kæra sig um að sjá, að Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki farið í það innra uppgjör sem hlýtur að bíða hans eftir hið stórkostlega skipbrot sem varð síðasta haust og batt enda á átján ára samfellda stjórn hans á landinu. Ýmis mál úr fortíð eru óuppgerð og sömuleiðis er stefnan til framtíðar á reiki. Flokkurinn hefur til dæmis ekki enn sett fram sannfærandi peningamálastefnu. Þar spilar stærstu rullu mjög mismunandi afstaða innan flokksins til Evrópusambandsins og hvort krónan sé nothæfur gjaldmiðill. Síðasti Landsfundur ályktaði gegn aðild, en þó er sú skoðun ríkjandi meðal svo til allra félaga og hagsmunasamtaka, sem sögulega hafa myndað helst bakland Sjálfstæðisflokksins, að Ísland eigi að ganga í Evrópusambandið og taka upp evru. Það er mikið undrunarefni að sá stóri hópur Evrópusinna sem er í Sjálfstæðisflokknum, láti yfir sig ganga það offors sem mörg flokksystkini þeirra hafa tamið sér í Evrópuumræðunni. Áhuginn á aðild að Evrópusambandinu snýst um fleira en að taka upp evru. Hann hvílir líka á menningarlegum grunni og afstöðunni til þess hvar Ísland á að skipa sér í samfélagi þjóðanna. Eins og hlutirnir hafa þróast hefur myndast augljóst gat hægra megin við miðju. Enginn vafi er á því að margir sjálfstæðismenn hræðast mjög að sú staða geti orðið til þess að flokkurinn klofni. Það er ástæðulaus ótti. Stjórnmálaflokkar eiga ekki að vera til fyrir sjálfan sig. Þeir eru vettvangur til að freista þess að hafa áhrif og koma hlutum í verk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Í kjölfar búsáhaldabyltingarinnar töldu margir að nýtt pólitískt landslag yrði til á Íslandi. Niðurstaðan í kosningunum í vor varð þó önnur. Eftir að talið hafði verið upp úr kjörkössunum kom í ljós að hinn gamalgróni fjórflokkur hafði styrkt sig í sessi. Sú staða varð svo enn traustari þegar hinn meinti umbótaflokkur Borgarahreyfingin fór í sjálfsmorðsleiðangur og afsalaði sér öllum trúverðugleika á mettíma. Hinir flokkarnir fjórir voru undrafljótir aftur í gömlu hjólförin. Allra sneggstur var Framsóknarflokkurinn, þar sem varð þó mesta endurnýjun á þingliðinu. Á þeim bæ er engu líkara en sumir telji stjórnmálin einhvers konar leikjafræði, frekar en vettvang til að láta gott af sér leiða. Vinstri flokkarnir tveir eru yngstir fjórflokkanna, en hvíla auðvitað báðir á gömlum grunni. Eftir fátkennda byrjun þar sem lá við að upp úr syði í stjórnarsamstarfinu, virðast Samfylkingin og VG vera að ná því lágmarks taumhaldi á sjálfum sér, sem þarf til að stýra landinu. En samstarfið er greinilega brothætt og stefnumörkunin umdeild eins og óhjákvæmilegt er við núverandi aðstæður. Það er ekki beinlínis traustvekjandi hversu langt er á milli ríkissjórnarflokkanna í ýmsum mikilvægum málum. Sjálfstæðisflokkurinn er elsti flokkur landsins og heldur upp á áttræðisafmæli sitt á þessu ári. Tilefni til fagnaðarláta hafa þó verið fá. Flokknum var skutlað út úr ríkisstjórn í byrjun árs, og fékk svo verstu útkomu sögu sinnar í kosningunum í vor. Sjálfstæðismenn geta þó huggað sig við að flokkurinn þeirra nýtur nú mest fylgis í skoðanakönnunum. Líklega er ástæðan fyrir þeim stuðningi fremur óánægja með stjórnarflokkana, en traust á forystu flokksins. Kannanir hafa sýnt að það er af mjög skornum skammti. Það blasir líka við öllum sem kæra sig um að sjá, að Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki farið í það innra uppgjör sem hlýtur að bíða hans eftir hið stórkostlega skipbrot sem varð síðasta haust og batt enda á átján ára samfellda stjórn hans á landinu. Ýmis mál úr fortíð eru óuppgerð og sömuleiðis er stefnan til framtíðar á reiki. Flokkurinn hefur til dæmis ekki enn sett fram sannfærandi peningamálastefnu. Þar spilar stærstu rullu mjög mismunandi afstaða innan flokksins til Evrópusambandsins og hvort krónan sé nothæfur gjaldmiðill. Síðasti Landsfundur ályktaði gegn aðild, en þó er sú skoðun ríkjandi meðal svo til allra félaga og hagsmunasamtaka, sem sögulega hafa myndað helst bakland Sjálfstæðisflokksins, að Ísland eigi að ganga í Evrópusambandið og taka upp evru. Það er mikið undrunarefni að sá stóri hópur Evrópusinna sem er í Sjálfstæðisflokknum, láti yfir sig ganga það offors sem mörg flokksystkini þeirra hafa tamið sér í Evrópuumræðunni. Áhuginn á aðild að Evrópusambandinu snýst um fleira en að taka upp evru. Hann hvílir líka á menningarlegum grunni og afstöðunni til þess hvar Ísland á að skipa sér í samfélagi þjóðanna. Eins og hlutirnir hafa þróast hefur myndast augljóst gat hægra megin við miðju. Enginn vafi er á því að margir sjálfstæðismenn hræðast mjög að sú staða geti orðið til þess að flokkurinn klofni. Það er ástæðulaus ótti. Stjórnmálaflokkar eiga ekki að vera til fyrir sjálfan sig. Þeir eru vettvangur til að freista þess að hafa áhrif og koma hlutum í verk.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar