Skattahækkanir óráð í endurreisnarstarfinu 30. mars 2009 03:45 Geir H. Haarde afhenti Bjarna Benediktssyni lyklavöldin að Valhöll um leið og hann óskaði arftaka sínum til hamingju með kjörið á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í Laugardalshöll síðdegis í gær. fréttablaðið/stefán Bjarni Benediktsson, nýr formaður Sjálfstæðisflokksins, segir skattahækkanir ekki lausn á efnahagsvanda þjóðarinnar. Kosningabaráttan framundan snúist um hvernig þeim verði hjálpað sem standi illa. Aðrir flokkar hafi reynt að slá eign sinni á hugtakið velferð en hafi í því sambandi iðulega verið efst í huga að auka útgjöld ríkisins. Hjól atvinnulífsins verði að komast á hreyfingu en það gerist ekki með því að seilast sífellt dýpra í vasa fyrirtækjanna. Bjarni ræddi um glatað traust Sjálfstæðisflokksins og sagði það sameiginlegt verkefni fundarmanna og annarra sjálfstæðismanna að endurheimta traustið sem flokkurinn hefði alltaf notið meðal landsmanna. Hann kvaðst stoltur af hispurslausum umræðum á landsfundinum; Sjálfstæðisflokkurinn hefði farið í rækilega naflaskoðun. Hún hefði ekki verið sársaukalaus, ágreiningur væri uppi um mál en ekkert væri gert til að fela ágreining. Styrkur flokksins gerði þetta kleift og við umræðurnar nú stæði flokkurinn enn sterkari. Í stjórnmálaályktun landsfundarins segir að ríkisútgjöld verði að dragast saman og nýta þurfi fjármuni hins opinbera eins vel og frekast er unnt um leið og standa þurfi sérstakan vörð um hag öryrkja, eldri borgara og fjölskyldna. Til að tryggja að til verði allt að tuttugu þúsund ný störf þurfi meðal annars að afnema hið fyrsta höft á gjaldeyrisviðskipti, hafna öllum nýjum sköttum og skapa sátt um nýtingu auðlinda. Hefja beri þegar uppbyggingu orkufrekra atvinnugreina svo sem gagnavera, álvera og annarra hátæknifyrirtækja. Þá beri að stefna að því að í boði verði óverðtryggð lán og veittir möguleikar á að breyta verðtryggðum lánum í óverðtryggð þegar verðbólga og vextir leyfi. Hugmyndum núverandi ríkisstjórnar um há- og millitekjuskatt er hafnað en stefna beri að því að stýrivextir verði 5-6 prósent undir árslok. Í stjórnmálaályktun sinni ítrekar Sjálfstæðisflokkurinn það mat sitt að við núverandi aðstæður sé hagsmunum þjóðarinnar best borgið utan Evrópusambandsins. [email protected] Kosningar 2009 Mest lesið „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Á sér langa sögu eldfimra ummæla Innlent Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Innlent Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður Mestu flokkaflakkararnir Innlent Ölfusá orðin bakkafull af ís Innlent Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni „En ég heyri alveg gríðarlegan stuðning víða“ Hröð barátta og skortur á dýpt Samtöl við kjósendur standa upp úr Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Kjörsókn betri fyrir austan en menn þorðu að vona Tekist að opna alla kjörstaði í Norðausturkjördæmi „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Heyrir fleiri segja þörf á VG á þingi Heldur aftur af sér svo hún gangi ekki um syngjandi Ölfusá orðin bakkafull af ís Á sér langa sögu eldfimra ummæla Auðvelt val þótt hann geti ekki kosið sjálfan sig „Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“ Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Sjá meira
Bjarni Benediktsson, nýr formaður Sjálfstæðisflokksins, segir skattahækkanir ekki lausn á efnahagsvanda þjóðarinnar. Kosningabaráttan framundan snúist um hvernig þeim verði hjálpað sem standi illa. Aðrir flokkar hafi reynt að slá eign sinni á hugtakið velferð en hafi í því sambandi iðulega verið efst í huga að auka útgjöld ríkisins. Hjól atvinnulífsins verði að komast á hreyfingu en það gerist ekki með því að seilast sífellt dýpra í vasa fyrirtækjanna. Bjarni ræddi um glatað traust Sjálfstæðisflokksins og sagði það sameiginlegt verkefni fundarmanna og annarra sjálfstæðismanna að endurheimta traustið sem flokkurinn hefði alltaf notið meðal landsmanna. Hann kvaðst stoltur af hispurslausum umræðum á landsfundinum; Sjálfstæðisflokkurinn hefði farið í rækilega naflaskoðun. Hún hefði ekki verið sársaukalaus, ágreiningur væri uppi um mál en ekkert væri gert til að fela ágreining. Styrkur flokksins gerði þetta kleift og við umræðurnar nú stæði flokkurinn enn sterkari. Í stjórnmálaályktun landsfundarins segir að ríkisútgjöld verði að dragast saman og nýta þurfi fjármuni hins opinbera eins vel og frekast er unnt um leið og standa þurfi sérstakan vörð um hag öryrkja, eldri borgara og fjölskyldna. Til að tryggja að til verði allt að tuttugu þúsund ný störf þurfi meðal annars að afnema hið fyrsta höft á gjaldeyrisviðskipti, hafna öllum nýjum sköttum og skapa sátt um nýtingu auðlinda. Hefja beri þegar uppbyggingu orkufrekra atvinnugreina svo sem gagnavera, álvera og annarra hátæknifyrirtækja. Þá beri að stefna að því að í boði verði óverðtryggð lán og veittir möguleikar á að breyta verðtryggðum lánum í óverðtryggð þegar verðbólga og vextir leyfi. Hugmyndum núverandi ríkisstjórnar um há- og millitekjuskatt er hafnað en stefna beri að því að stýrivextir verði 5-6 prósent undir árslok. Í stjórnmálaályktun sinni ítrekar Sjálfstæðisflokkurinn það mat sitt að við núverandi aðstæður sé hagsmunum þjóðarinnar best borgið utan Evrópusambandsins. [email protected]
Kosningar 2009 Mest lesið „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Á sér langa sögu eldfimra ummæla Innlent Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Innlent Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður Mestu flokkaflakkararnir Innlent Ölfusá orðin bakkafull af ís Innlent Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni „En ég heyri alveg gríðarlegan stuðning víða“ Hröð barátta og skortur á dýpt Samtöl við kjósendur standa upp úr Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Kjörsókn betri fyrir austan en menn þorðu að vona Tekist að opna alla kjörstaði í Norðausturkjördæmi „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Heyrir fleiri segja þörf á VG á þingi Heldur aftur af sér svo hún gangi ekki um syngjandi Ölfusá orðin bakkafull af ís Á sér langa sögu eldfimra ummæla Auðvelt val þótt hann geti ekki kosið sjálfan sig „Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“ Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Sjá meira