Ólafur Björn: Ég kann ágætlega við mig þarna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. júlí 2009 20:45 Ólafur Björn Loftsson úr Nesklúbbnum á Grafarholtsvellinm í dag. Mynd/Arnþór Ólafur Björn Loftsson úr Nesklúbbnum var ánægður með daginn en hann lék á einu höggi undir pari á öðrum degi Íslandsmótsins í höggleik á Grafarholtsvelli og tryggði sér tveggja högga forskot þegar mótið er hálfnað. „Þetta var mjög góður dagur í alla staði. Ég hélt mér við leikskipulagið og tók enga óþarfa áhættu," sagði Ólafur sem er á eftir sínum fyrsta Íslandsmeistaratitli. „Þetta er búið að vera frekar erfitt í vindinum fyrstu tvo dagana og þá er mikilvægt að sýna þolinmæði og aga. Það má passa sig að vera ekki of æstur í að ná í fugl þegar hætturnar leynast. Þetta er spurning um að einbeita sér að spila eitt högg í einu," sagði Ólafur. „Ég hef ekki verið svona ofarlega á Íslandsmóti áður en ég hef verið í forystu á mótaröðinni áður. Ég kann ágætlega við mig þarna," sagði Ólafur. Hann fékk þrjá fugla, tvo skolla og paraði síðan þrettán af átján holum dagsins. „Þetta var mjög jafnt og gott golf. Ég tek voðalega litlar áhættu, reyni að halda boltanum í leik og treysta síðan á stutta spilið mitt. Það hefur gengið prýðilega hingað til og ég held áfram að spila það á morgun.Ég ætla bara að hafa gaman að þessu," sagði Ólafur Björn. Golf Mest lesið Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Handbolti Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Fótbolti Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Handbolti Fleiri fréttir Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Ólafur Björn Loftsson úr Nesklúbbnum var ánægður með daginn en hann lék á einu höggi undir pari á öðrum degi Íslandsmótsins í höggleik á Grafarholtsvelli og tryggði sér tveggja högga forskot þegar mótið er hálfnað. „Þetta var mjög góður dagur í alla staði. Ég hélt mér við leikskipulagið og tók enga óþarfa áhættu," sagði Ólafur sem er á eftir sínum fyrsta Íslandsmeistaratitli. „Þetta er búið að vera frekar erfitt í vindinum fyrstu tvo dagana og þá er mikilvægt að sýna þolinmæði og aga. Það má passa sig að vera ekki of æstur í að ná í fugl þegar hætturnar leynast. Þetta er spurning um að einbeita sér að spila eitt högg í einu," sagði Ólafur. „Ég hef ekki verið svona ofarlega á Íslandsmóti áður en ég hef verið í forystu á mótaröðinni áður. Ég kann ágætlega við mig þarna," sagði Ólafur. Hann fékk þrjá fugla, tvo skolla og paraði síðan þrettán af átján holum dagsins. „Þetta var mjög jafnt og gott golf. Ég tek voðalega litlar áhættu, reyni að halda boltanum í leik og treysta síðan á stutta spilið mitt. Það hefur gengið prýðilega hingað til og ég held áfram að spila það á morgun.Ég ætla bara að hafa gaman að þessu," sagði Ólafur Björn.
Golf Mest lesið Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Handbolti Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Fótbolti Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Handbolti Fleiri fréttir Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira