Samstaða gegn loftslagsvánni Svandís Svavarsdóttir skrifar 30. desember 2009 06:00 Niðurstaða loftslagsráðstefnunnar í Kaupmannahöfn fyrr í mánuðinum hefði mátt vera afdráttarlausari, en þó voru stigin mikilvæg skref í átt til lausnar og eitt gerðist þar sem engan hefði órað fyrir. Í Kaupmannahöfn náðu fulltrúar smárra ríkja að stilla saman strengi sína og setja fram kröfur sem stærstu ríki heims gátu ekki komist hjá að heyra. Fátækustu ríki heims - sem jafnframt eru þau sem einna verst verða úti ef gróðurhúsalofttegundum verður hleypt óheft út í andrúmsloftið - náðu eyrum ríkari þjóða. Þetta er mikilvægur áfangi í samningaferli sem allar þjóðir vinna nú að um leiðir til þess að heimurinn geti sameinast um lausn á loftslagsvandanum og nokkuð sem mér þótti afar ánægjulegt að verða vitni að. Ég er stolt af því að vera umhverfisráðherra í landi sem hefur einsett sér að standa þétt að baki þeirra þjóða sem fátækastar eru og minnst völd hafa í heiminum - og tel að Íslendingar megi vera ánægðir með þá skýru og jákvæðu afstöðu sem stjórnvöld hafa tekið í loftslagsmálum. Mega Maldíveyjar missa sín?Eina rödd bar hæst á loftslagsráðstefnunni í Kaupmannahöfn, rödd forseta smáríkis sem á ekkert í vændum annað en algjöra eyðileggingu ef ríki heims aðhafast ekkert. Þetta var Mohamed Nasheed, forseti Maldíveyja, sem þekkir af eigin raun hversu grafalvarlegt mál loftslagsbreytingar eru. Hann stendur frammi fyrir því að landið sem hann er í forsvari fyrir geti horfið - hverfi bókstaflega út af landakortum í nánustu framtíð. Eyjarnar ná að meðaltali aðeins einn og hálfan metra yfir sjávarborð - og „hátindur" þeirra teygir sig rétt röska 2 metra yfir sjó - þannig að lítið má út af bera til að hafið gleypi þær. Það er Íslendingum umhugsunarefni ef heimurinn hunsar hjálparbeiðni Maldíveyinga. Þótt langt sé á milli þjóðanna er sitthvað sem tengir þær. Þótt miklu muni á auðlegð Íslands og Maldíveyja byggir efnahagur ríkjanna á sömu meginstoðum. Öldum saman hafa íbúar Maldíveyja sótt allt sitt í hafið, en á undanförnum áratugum hefur ferðaþjónusta vaxið stórum skrefum. Þá eru þjóðirnar nánast jafnstórar. Á Maldíveyjum búa nærri 400 þúsund manns og þar af rúm 100 þúsund í höfuðborginni Malé. Ef heimurinn skellir skollaeyrum við bón Maldíveyja, hvaða skilaboð sendir það þá öðrum smáríkjum? Litla gula hænan í loftslagsmálumUndanfarin ár hefur hópur ríkja vaknað upp við þann veruleika að loftslagsbreytingar muni ekki bara hafa óþægindi í för með sér, heldur stafi tilvist þeirra raunveruleg ógn af völdum hækkandi sjávarborðs, breytinga á veðurkerfum og öðrum afleiðingum loftslagsbreytinga. Þessar þjóðir hafa farið um heiminn eins og litla gula hænan og leitað aðstoðar til að stöðva þessa þróun og afstýra stórslysi. „Ekki ég" hefur viðkvæðið lengst af verið hjá ríkari löndum - ríkjum sem ekki búast við að finna afleiðingar loftslagsbreytinga á eigin skinni. Eins og fram kemur í lok sögunnar gat litla gula hænan sest niður og notið afraksturs erfiðis síns - borðað brauðið sem hún bakaði. Íbúar Maldíveyja og annarra ríkja í sömu stöðu búa ekki við þann munað. Ef þjóðir heimsins standa ekki með þeim í baráttunni við loftslagsvána, þá verður ekkert brauð bakað, þá verður hvergi hægt að setjast. Eyjarnar munu hverfa í sæ ef sjávarborð hækkar. Heimili heilu þjóðanna munu hverfa. Við getum ekki skellt skollaeyrum við beiðni Maldíveyinga um aðstoð og sagt „ekki ég". Niðurstaða loftslagsráðstefnunnar í Kaupmannahöfn gefur okkur von um að „ekki ég" sé á undanhaldi þegar þjóðarleiðtogar ræða loftslagsmál. Í Kaupmannahöfn var samhljómur meðal allra viðstaddra um að loftslagsváin væri staðreynd, aðgerða væri þörf og að allir þyrftu að leggja sitt af mörkum til að snúa við þeirri þróun sem orðið hefur í loftslagsmálum. Í fyrsta sinn í sögunni komu ríki eins og Bandaríkin og Kína að umræðunni og viðurkenndu skyldu sína til að bregðast við með ábyrgum hætti. Ágreiningurinn snérist því ekki um hvort þyrfti að bregðast við, heldur um hver viðbrögðin ættu að vera og hve skjótt þyrfti að hrinda þeim í framkvæmd. Um það megum við ekki deila of lengi, því tíminn er á þrotum. Loftslagsráðstefnan í Kaupmannahöfn markaði ekki þau þáttaskil sem hún hefði þurft að gera en þar voru þó stigin mikilvæg skref í rétta átt. Ísland ætlar að leggja sitt af mörkum í samfélagi þjóðanna til þess að þessi skil verði mörkuð á nýju ári. Höfundur er umhverfisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Niðurstaða loftslagsráðstefnunnar í Kaupmannahöfn fyrr í mánuðinum hefði mátt vera afdráttarlausari, en þó voru stigin mikilvæg skref í átt til lausnar og eitt gerðist þar sem engan hefði órað fyrir. Í Kaupmannahöfn náðu fulltrúar smárra ríkja að stilla saman strengi sína og setja fram kröfur sem stærstu ríki heims gátu ekki komist hjá að heyra. Fátækustu ríki heims - sem jafnframt eru þau sem einna verst verða úti ef gróðurhúsalofttegundum verður hleypt óheft út í andrúmsloftið - náðu eyrum ríkari þjóða. Þetta er mikilvægur áfangi í samningaferli sem allar þjóðir vinna nú að um leiðir til þess að heimurinn geti sameinast um lausn á loftslagsvandanum og nokkuð sem mér þótti afar ánægjulegt að verða vitni að. Ég er stolt af því að vera umhverfisráðherra í landi sem hefur einsett sér að standa þétt að baki þeirra þjóða sem fátækastar eru og minnst völd hafa í heiminum - og tel að Íslendingar megi vera ánægðir með þá skýru og jákvæðu afstöðu sem stjórnvöld hafa tekið í loftslagsmálum. Mega Maldíveyjar missa sín?Eina rödd bar hæst á loftslagsráðstefnunni í Kaupmannahöfn, rödd forseta smáríkis sem á ekkert í vændum annað en algjöra eyðileggingu ef ríki heims aðhafast ekkert. Þetta var Mohamed Nasheed, forseti Maldíveyja, sem þekkir af eigin raun hversu grafalvarlegt mál loftslagsbreytingar eru. Hann stendur frammi fyrir því að landið sem hann er í forsvari fyrir geti horfið - hverfi bókstaflega út af landakortum í nánustu framtíð. Eyjarnar ná að meðaltali aðeins einn og hálfan metra yfir sjávarborð - og „hátindur" þeirra teygir sig rétt röska 2 metra yfir sjó - þannig að lítið má út af bera til að hafið gleypi þær. Það er Íslendingum umhugsunarefni ef heimurinn hunsar hjálparbeiðni Maldíveyinga. Þótt langt sé á milli þjóðanna er sitthvað sem tengir þær. Þótt miklu muni á auðlegð Íslands og Maldíveyja byggir efnahagur ríkjanna á sömu meginstoðum. Öldum saman hafa íbúar Maldíveyja sótt allt sitt í hafið, en á undanförnum áratugum hefur ferðaþjónusta vaxið stórum skrefum. Þá eru þjóðirnar nánast jafnstórar. Á Maldíveyjum búa nærri 400 þúsund manns og þar af rúm 100 þúsund í höfuðborginni Malé. Ef heimurinn skellir skollaeyrum við bón Maldíveyja, hvaða skilaboð sendir það þá öðrum smáríkjum? Litla gula hænan í loftslagsmálumUndanfarin ár hefur hópur ríkja vaknað upp við þann veruleika að loftslagsbreytingar muni ekki bara hafa óþægindi í för með sér, heldur stafi tilvist þeirra raunveruleg ógn af völdum hækkandi sjávarborðs, breytinga á veðurkerfum og öðrum afleiðingum loftslagsbreytinga. Þessar þjóðir hafa farið um heiminn eins og litla gula hænan og leitað aðstoðar til að stöðva þessa þróun og afstýra stórslysi. „Ekki ég" hefur viðkvæðið lengst af verið hjá ríkari löndum - ríkjum sem ekki búast við að finna afleiðingar loftslagsbreytinga á eigin skinni. Eins og fram kemur í lok sögunnar gat litla gula hænan sest niður og notið afraksturs erfiðis síns - borðað brauðið sem hún bakaði. Íbúar Maldíveyja og annarra ríkja í sömu stöðu búa ekki við þann munað. Ef þjóðir heimsins standa ekki með þeim í baráttunni við loftslagsvána, þá verður ekkert brauð bakað, þá verður hvergi hægt að setjast. Eyjarnar munu hverfa í sæ ef sjávarborð hækkar. Heimili heilu þjóðanna munu hverfa. Við getum ekki skellt skollaeyrum við beiðni Maldíveyinga um aðstoð og sagt „ekki ég". Niðurstaða loftslagsráðstefnunnar í Kaupmannahöfn gefur okkur von um að „ekki ég" sé á undanhaldi þegar þjóðarleiðtogar ræða loftslagsmál. Í Kaupmannahöfn var samhljómur meðal allra viðstaddra um að loftslagsváin væri staðreynd, aðgerða væri þörf og að allir þyrftu að leggja sitt af mörkum til að snúa við þeirri þróun sem orðið hefur í loftslagsmálum. Í fyrsta sinn í sögunni komu ríki eins og Bandaríkin og Kína að umræðunni og viðurkenndu skyldu sína til að bregðast við með ábyrgum hætti. Ágreiningurinn snérist því ekki um hvort þyrfti að bregðast við, heldur um hver viðbrögðin ættu að vera og hve skjótt þyrfti að hrinda þeim í framkvæmd. Um það megum við ekki deila of lengi, því tíminn er á þrotum. Loftslagsráðstefnan í Kaupmannahöfn markaði ekki þau þáttaskil sem hún hefði þurft að gera en þar voru þó stigin mikilvæg skref í rétta átt. Ísland ætlar að leggja sitt af mörkum í samfélagi þjóðanna til þess að þessi skil verði mörkuð á nýju ári. Höfundur er umhverfisráðherra.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar