Feðgarnir unnu báðir upp mikið forskot á lokakaflanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. júlí 2009 09:00 Feðgarnir Lofur Ólafsson og Ólafur Björn Loftsson fagna saman í gær. Mynd/Daníel Ólafur Björn Loftsson úr Nesklúbbnum fylgdi í gær í fótspor föður síns og varð Íslandsmeistari í golfi eftir stórkostlega spilamennsku á lokasprettinum. Ólafur Björn fékk fimm fugla í röð, á fjórum síðustu holunum og þeirri fyrstu í umspili, og Nesklúbburinn eignaðist sinn fyrsta meistara í 37 ár. Loftur Ólafsson, faðir Ólafs, vann Íslandsmeistaratitilinn í Grafarholtinu 1972 þegar hann var 19 ára gamall en hann átti einnig þátt í þessum titli sonar síns því hann var kylfusveinn stráksins sem verður 22 ára gamall í næsta mánuði. Þegar lokahringur feðganna er borinn saman kemur í ljóst að báðir þurftu þeir að vinna upp mikið forskot á lokasprettinum til þess að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn. Árið 1972 var Loftur Ólafsson fjórum höggum á eftir Björgvini Þorsteinssyni þegar þeir höfðu spilað þrettán fyrstu holurnar á fjórða hringnum. Loftur vann upp fjögur högg á næstu holum og tryggði sér að lokum tveggja högga forskot. Ef umspilið í ár er talið með þá spiluðu báðir feðgarnir sex höggum betur en aðalkeppninautar þeirra á síðustu fimm holunum. Hér fyrir neðan má sjá hvernig staðan breyttist á lokaholunum hjá þeim báðum. Samanburður á Íslandsmótinu í höggleik 1972 og 2009 Fyrir lokadag 1972 Loftur Ólafsson var með 4 högga forskot fyrir lokadaginn 2009 Ólafur Björn Loftsson var einu höggi á eftir fyrir lokadaginn Eftir 13. holu 1972 Björgvin Þorsteinsson átti 4 högg á Loft Ólafsson 2009 Stefán Már Stefánsson átti 4 högg á Ólaf Björn Loftsson Eftir 14. holu1972 Björgvin +2 2009 Stefán Már +4 Eftir 15. holu 1972 Jafnir 2009 Stefán Már +3 Eftir 16. holu 1972 Jafnir 2009 Stefán Már +2 Eftir 17. holu 1972 Loftur +1 2009 Stefán Már +1 Eftir 18. holu 1972 Loftur +2 2009 Jafnir - umspil Eftir umspil 2009 Ólafur +2 Íslandsmeistari 1972 - Loftur Ólafsson Íslandsmeistari 2009 - Ólafur Björn Loftsson Golf Mest lesið Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Handbolti Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Fótbolti Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Handbolti Fleiri fréttir Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Ólafur Björn Loftsson úr Nesklúbbnum fylgdi í gær í fótspor föður síns og varð Íslandsmeistari í golfi eftir stórkostlega spilamennsku á lokasprettinum. Ólafur Björn fékk fimm fugla í röð, á fjórum síðustu holunum og þeirri fyrstu í umspili, og Nesklúbburinn eignaðist sinn fyrsta meistara í 37 ár. Loftur Ólafsson, faðir Ólafs, vann Íslandsmeistaratitilinn í Grafarholtinu 1972 þegar hann var 19 ára gamall en hann átti einnig þátt í þessum titli sonar síns því hann var kylfusveinn stráksins sem verður 22 ára gamall í næsta mánuði. Þegar lokahringur feðganna er borinn saman kemur í ljóst að báðir þurftu þeir að vinna upp mikið forskot á lokasprettinum til þess að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn. Árið 1972 var Loftur Ólafsson fjórum höggum á eftir Björgvini Þorsteinssyni þegar þeir höfðu spilað þrettán fyrstu holurnar á fjórða hringnum. Loftur vann upp fjögur högg á næstu holum og tryggði sér að lokum tveggja högga forskot. Ef umspilið í ár er talið með þá spiluðu báðir feðgarnir sex höggum betur en aðalkeppninautar þeirra á síðustu fimm holunum. Hér fyrir neðan má sjá hvernig staðan breyttist á lokaholunum hjá þeim báðum. Samanburður á Íslandsmótinu í höggleik 1972 og 2009 Fyrir lokadag 1972 Loftur Ólafsson var með 4 högga forskot fyrir lokadaginn 2009 Ólafur Björn Loftsson var einu höggi á eftir fyrir lokadaginn Eftir 13. holu 1972 Björgvin Þorsteinsson átti 4 högg á Loft Ólafsson 2009 Stefán Már Stefánsson átti 4 högg á Ólaf Björn Loftsson Eftir 14. holu1972 Björgvin +2 2009 Stefán Már +4 Eftir 15. holu 1972 Jafnir 2009 Stefán Már +3 Eftir 16. holu 1972 Jafnir 2009 Stefán Már +2 Eftir 17. holu 1972 Loftur +1 2009 Stefán Már +1 Eftir 18. holu 1972 Loftur +2 2009 Jafnir - umspil Eftir umspil 2009 Ólafur +2 Íslandsmeistari 1972 - Loftur Ólafsson Íslandsmeistari 2009 - Ólafur Björn Loftsson
Golf Mest lesið Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Handbolti Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Fótbolti Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Handbolti Fleiri fréttir Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira